Vikan


Vikan - 13.08.1964, Blaðsíða 21

Vikan - 13.08.1964, Blaðsíða 21
Myndin að neðan: Síðbuxur og skyrta úr venjulegum „poplin“- eða „kaki“-efnum er mjög vinsæll sport- klæðnaður til ferðalaga að sumar- lagi. En það getur líka verið skemmtileg tilbreytni að klæðast sportfatnaði að kvöldlagi heima hjá sér. Þessar myndir sýna okkur sport- snið, saumað úr upphleyptu jersey- efni og gerir það flíkurnar efnis- kenndar og sérlega þægilegar. Nú eru kaupakonur að mestu úr sögunni, því miður, og mun dauflegra yfir íslenzkum byggð- um, síðan traktorar og múgavélar komu í stað- inn. En sárast eru þeir leiknir sem lifðu í von- inni um nýja kaupakonu að ári með nýjum æv- intýrum og fyrirheitum. Enda er kvartað yfir því, að ungir menn uni sér mun verr við smala- mennskuna og heyjannir á fósturjörðinni, síðan kaupakonurnar hættu að sjást. Kaupakonu- tízkan er þannig um þessar mundir, að kaupa- konur verða fegurri en nokkru sinni fyrr í brún- um Kaki-buxum og blússu úr sama efni. Hún er klædd brúnum „Kaki“-buxum. Vestið er úr sama efni með venjulegu jakka- sniði án erma, rúnnuðum hornum og kraga, einum vasa á vinstri hlið og hneppt að framan með 4 tölum og nær sú efsta í hæð, aðeins að miðjum vasa. Blússan er úr venjulegu Ijósmunstruðu bómull- arefni með löngum ermum, skyrtuuppslögum og hneppt upp í háls að framan. Hún er með litlum hornkraga og er litlu slifsi úr sama efni hnýtt undir kragann. VIKAN 33. tbl. 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.