Vikan


Vikan - 13.08.1964, Blaðsíða 36

Vikan - 13.08.1964, Blaðsíða 36
Málið úii meðan timí er tll sumarið líður fljótt Athugið! Gluggamálningin er komin afftur - Jtcupa hí málið, var sýnilegt að skápurinn hefði verið opnaður með lyklum, og svo snyrtilega gengið frá öllu, að engin ummerki sáust . . . lykl- unum skilað aftur á sinn stað, og engu hróflað við. Það leið töluverður tími þangað til þjófarnir fundust vegna annars innbrots. En allan þennan tíma litu þessir þrír menn hornauga hver til annars á skrifstofunni, og grunuðu hver annan um græsku — forstjór- inn, gjaldkerinn og skrifstofustjór- inn. Kannske fleiri". „Þeir hafa verið hættulegir, þessir!" „Já, það var erfitt að eiga við þá. En það er önnur tegund þjófa, sem er hættulegri, og sem fólk var- ar sig almennt ekki nágu vel á. Það eru tækifærisþjófarnir, sem stela kannske bara einu sinni á ævinni — og þá kannske miklu — þegar þeir komast í öruggt tæki- færi. — Þá er erfiðast að finna, því þeir koma ekki til okkar út af öðr- um málum að jafnaði. Og svo auðvitað þeir, sem ganga milli húsa og stela um miðjan dag. Þeir hringja bjöllum til að vita hvort nokkur sé heima, og ef ein- hver kemur, þá spyrja þeir um „Sig- r(ði Jónsdóttur" eða eitthvað slíkt, og þykist verða alveg undrandi, þegar hún á ekki heima þarna. Þeir hafi fengið svona rangar upp- lýsingar. Aðrir ganga framhjá gluggum og kasta steini í rúðu. Svo hypja þeir sig á brott, og fela sig í 10 mínútur eða svo. Ef þeir verða ekki neins varir, þá koma þeir aftur og fara inn. Ef þeir sjá til mannaferða — að einhver hafi tekið eftir rúðubrotinu — þá hverfa þeir alveg og koma ekki aftur. Þess vegna er um að gera fyrir fólk, sem verður vart við rúðubrot eða einkennilegar mannaferðir, að láta lögregluna vita af því hið fyrsta". „Já, þeir eru bara svona bíræfn- ir, að fara inn ( hús um hábjartan dag?" „Bíræfnir? Það eru engin takmörk fyrir því. Það var einn kunnur borg- ari heima hjá sér núna fyrir nokkr- um dögum síðan. Hjá honum var gestur og þeir sátu saman inni í stofu að rabba saman. Þetta var rétt eftir hádegi. Það var heitt í veðri og heitt inni, svo gesturinn hafði snarað sér úr jakkanum og lagt hann á stól frammi í „holinu", en dyr voru opn- ar á milli þess og stofunnar, sem þeir sátu (. Þegar gesturinn ætlaði svo að fara aftur eftir nokkra stund, þá fann hann ekki jakkann. ( jakkan- um var peningaveski mannsins með töluverðu af peningum. Jakkinn fannst svo síðar — á bak við hús þar nokkuð frá. En veskið fannst aldrei — og þjófurinn ekki enn". „Ekki enn . . . ?" „Ekki enn — en hann finnst, vertu viss!" G. K. HarSur nagli. Framhald af bls. 17. að ná henni frá Tessitore. Þú ert réttnefndur donjúan. Veiztu hvað Paternostro majór sagði þegar þú fórst? „Það er ágætt að hann er farinn, annars hefði hann endað með því að leggja allt kvenfólkið hérna undir sig". Hann var búinn með sinn hluta af lambinu og hann hló aftur, háværum hlátri, klappaði mér á bakið og hélt áfram: „Eg hefði ekkert á móti því að vita, hvað það eiginlega var, sem þú gerðir við kvenfólkið?" Ég hafði einnig lokið við minn hluta lambsins. Og ef til vill var það vegna þess, að ég var orðinn saddur, að ég fann til meiri dirfzku enn áður. Ég ákvað að segja hon- um sannleikann. Ég færði mig frá honum til að losna við handlegg- inn, sem ennþá hélt um herðar mér, leit beint í augu hans og hóf máls: „Nú er nóg komið af þessari vitleysu. Allar sögur hljóta að enda, einnig þær skemmtilegu. Og eitt er víst, að ég hef aldrei komið til Bressanone". „Hefur þú aldrei komið til Bress- anone?" „Nei, og ég hef aldrei hitt Mos- chittu eða Modugno eða Tessitore eða Paternostro". „En hvað áttu við?" „Þetta er dagsatt. Og ég er eng- inn donjúan, þótt ég hafi ekkert á móti konum frekar en aðrir. Og ég hef aldrei verið með Nellu eða Pinu. Og það sem meira er, ég hef aldrei verið í hernum vegna þess að ég var sonur ekkju, og gat því fengið undanþágu". Hann leit á mig með höggorms- augum sínum'. Og aftur hugsaði ég með mér: Hann er harður nagli, óvanalega harður,- fróðlegt að vita hvað hann gerir nú. Hann er eins og köttur,- kemur alltaf niður á fæt- gg — VIKAN 33. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.