Vikan - 13.08.1964, Blaðsíða 37
urna, þótt hann falli. Og það gerði
hann einmitt. Og hann þurfti varla
sekúndu til að hugsa sig um.
Allt í einu æpti hann, og hörð
röddin vitnaði um grem|u og bræði:
„Þó varstu að Ijúga að mér".
Ég var í vandræðum. „Nei",
stamaði ég, „mér urðu ó mistök,
ég hélt . . ."
„Hvað áttu við, urðu þér á mis-
tök? Það fyrsta sem þú sagðir var
að þú hefðir verið í Bressanone,
og nú kemur allt í einu fram að
þú hefur aldrei komið þangað. Þú
laugst að mér; þú ert falsari og
óþokki og svikari".
„Heyrðu, gættu að hvað þú
segir!"
„Þú ert svikari og lékst áreiðan-
lega á mig að yfirlögðu ráði. Út
með þig!"
„En ég . . ."
„Nú er nóg komið! Og að hugsa
sér að mér skyldi verða það á að
blanda geði við svikara og þorp-
ara!" Hann hreytti án afláts í mig
móðgunum á meðan hann reis á
fætur og hneppti að sér frakkan-
um. Að lokum sagði hann: „Reyndu
ekki að elta mig, eða ég kalla á
lögregluna". Síðan smaug hann út
úr dyrunum, fóthvatur eins og dá-
dýr, og var þar með horfinn.
Ef satt skal segja, hafði ég alltaf
búizt við að hann hefði eitthvert
bragð í frammi til að láta mig borga
hádegisverðinn, en ég hafði ekki
átt von á því að það yrði svona,
svo einfalt og óvænt. Hann var
harður nagli, mjög harður, langt
um of harðsnúinn fyrir mig. Dapur
í bragði tók ég fram það litla, sem
ég átti eftir af peningum, og borg-
aði reikninginn. Þegar ég kom út,
stöðvaði mig einhver. „Afsakið,
gætuð þér sagt mér . . Kannski
ætlaði hann að spyrja hvað klukk-
an væri eða til vegar. En ég hreytti
umsvifalaust út úr mér: „Ég þekki
yður ekki, ég þekki engan".
Hann stóð og glápti. Ég tók til
fótanna. ★
íslenzk hnattferð.
Framhald af bls. 14.
njóta þessarar pálmum skrýddu eyju
þar sem alltaf er sífellt sumar og
sól. Þar með erum við raunar kom-
in til Bandaríkjanna, því Hawai
er 50 fylkið ef ég man rétt. Við
fljúgum þessu næst yfir til San
Fransisko í Kaliforníu og þá hef ég
gert ráð fyrir því, að sumir muni
vilja verða eftir þar og framlengja
ferðina, teygja sumarið lengra fram
á veturinn. Ef til vill vilja einhverjir
verða eftir á Hawai og þá er það
í stakasta lagi. En þeir sem hópinn
halda, dveljast tvo daga í San
Fransisko, fljúga þaðan austur yfir
gervöll Bandaríkin og hafa að lok-
um tveggja daga viðdvöl í New
York. Þaðan verður svo hringnum
lokað og komið heim f jólaannirn-
ar 6. desember.
Gfsli.
BLLIR DBSBMB
Þér ættuS að líta á DAF, ef þér viljiS eignast þægilegan, spar-
neytinn, fallegan, sjálfskiptan bíl.
er sjálfskiptur -
aSeins benzínstig og bremsur
SÖLUUMBOÐ:
Vestmannaeyjar:
Már Frímannsson.
Akureyri:
Sigvaldi Sigurðsson,
Hafnarstræti 105. S. 1514.
Suðurnes:
Gónhóll h.f.,
Ytri-Njarðvík.
Akranes:
Gunnar Sigurðsson.
Borgarnes:
Bíla- og trésmiðja
Borgarness h.f.
Sauðárkrókur
Árni Blöndal.
DAF ER MEÐ LOFTKÆLDA VÉL, EN ENGAN GÍRKASSA EÐA GÍR-
STÖNG, AÐEINS BREMSUR, BENZÍN-STIG OG STÝRI. - DAF BÍLL-
INN ER FALLEGUR, KRAFTMIKILL OG ÓDÝR. - DAF ER ÞEGAR
EFTIRSÓTTUR OG VIÐURKENNDUR AF ÖLLUM, SEM TIL HANS
ÞEKKJA.
-----------------Klippið út og sendið til--------------------
I |
| O JOHNSON & KAABER H.F.
| Reykjavík.
j Gjörið svo vel að senda mér myndalista og allar upplýs-
| ingar um DAF-bifreiðir.
j Nafn: ................................................ I
Heimili:............................................... I
VIKAN 33. tbl.
37