Vikan


Vikan - 13.08.1964, Blaðsíða 40

Vikan - 13.08.1964, Blaðsíða 40
EMEfiSOH KÆLISKÁPURINN ER STÍLHREINASTI, FEGURSTI OG VANDAÐASTI KÆLISKÁPURINN Á MARKAÐN- UM í DAG. YFIR 19 MILLJÓNIR NOTENDA UM HEIM ALLAN SANNA GÆÐIN - ÖRUGGT KERFI. 5 ÁRA ÁBYRGÐ. Nýkomið LAYLA naglalakk. LAYLA er það fegursta og endingar- bezta naglalakk sem fæst i dag. — Fjölbreytt litaúrval í tizkulitum. LAYLA FER SIGURFÖR UM HEIM ALLAN. - 32 ÁRA REYNSLA. ÚTSÖLUSTAÐIR: Gyðjan, Ocúlus, Regnhlífabúðin, Sólheimabúðin, Sópuhúsið, Tíbró, Hygea, Hanzkagerð Guðrúnar Eiríksdóttur og Verzlunin Gerði, Kópavogi. Heimsþekktir ítalskir nylonsokkar. Fal- legir, sterkir og ódýrir. ÚTSÖLUSTAÐIR: Hringver, Sólheima- búðin, Ríma, Regnhlifabúðin, Gyðjan, Tíbró, Eygló og verzlunin Gerði, Kópa- vogi. EINKAUMBOD: MAGNÚS HARALDSSON HINAR MARGEFTIRSPURÖU KERAMIK BAÐFLÍSAR KOMNAR. EIGUM EINNIG VINYL-GÓLFFLÍSAR 2 mm. UMBOÐS- OO HEILDVERZLUN VIÐURKENND GÆÐAVARA. HAGKVÆMASTA VERÐ LANDSINS. Skipholti 5 - Sími 16401 DR. N0 Framhald af bls. 31. dásamlegt herbergi. Eftir því sem að þú sagðir mér hélt ég að þú lifðir í einskonar dýragarði. Hún hló ánægð. — Ég dró fram gamla silfrið og þetta dót. Þetta er allt sem ég á. Það fór allur dagur- inn hjá mér í það að fægja það. Ég hef aldrei tekið það fram áður. Þetta er bara failegt, finnst þér það ekki? En þetta með dýragarð- inn, ég hefi venjulega hóp af litl- um klefum hérna upp við vegginn. En nú þegar þú ert hérna . . . Hún þagnaði. — Svefnherbergið mitt er þarna, sagði hún og benti á hinar dyrnar. — Það er mjög lítið, en það er rúm fyrir okkur bæði þar. Komdu nú. Ég er hrædd um að þetta sé kalt borð — aðeins humar og ávextir. Bond gekk til hennar. Hann tók hana í fangið og kyssti hana fast á varirnar. Hann þrýsti henni að sér og leit í glampandi blá augun. — Honey, þú ert dásamleg. Þú ert einhver dásamlegasti kvenmaður, sem ég hefi nokkurn tíma rekizt á. Ég vona, að heimurinn eigi ekki eftir að breyta þér mikið. Langar þig raunverulega til að láta laga á þér nefið? Mér þykir vænt um andlitið á þér — bara eins og það er. Það er hluti af þér. Hluti af þessu öllu. Hún gretti sig og reif sig lausa. — Þú ert ekki með sjálfum þér í nótt. Vertu ekki að tala um þessa hluti. Ég vil ekkert tala um þetta. Þetta er mín nótt með þér. Vertu svo vænn að tala heldur um ást. Mig langar ekkert að heyra um neitt annað. Lofarðu því? Komdu nú. Setztu hér. Bond settist niður. Hann brosti við henni og sagði: — Ég lofa. — Hérna er mayones, sagði hún. — Það er ekki úr flösku. Ég bjó það til sjálf. Og gjörðu svo vel og fáðu þér brauð og hérna er smjör. Hún settist gegnt honum og byrjaði að borða og horfði á hann. Þegar hún sá að hann var ánægður, sagði hún: — Nú geturðu byrjað að tala við mig um ást. Allt um hana. Allt sem þú veizt. Bond leit yfir borðið. Augun voru skær og mjúk í kertaljósinu, en með sama glampanum og þegar hann sá hana fyrst á ströndinni og hún hélt að hann hefði komið til að stela skeljunum hennar. Varirnar voru aðskildar í spenningi og óþol- inmæði. Hún var ekki að látast. Þau voru tvö elskandi dýr. Þetta var allt eðlilegt. Hún hafði ekkert að skammast sín fyrir. Hún gæti spurt hann um hvað sem væri og krafizt svars. Það var eins og þau væru þegar komin í rúmið saman, elskendur. Gegnum bómullarblúss- una greindi hann geirvörtur henn- ar, harðar og eggjandi. — Ertu hrein mey? spurði Bond. — Ekki alveg. Ég sagði þér það. Um manninn. — Jæja . . . Bond fann að hann hafði ekki meiri matarlyst. Hann var þurr í munninum. Hann sagði: — Honey, ég get annað hvort borð- að eða talað við þig um ást. Ég get ekki hvorttveggja. — Þú ferð til Kingston á morgun. Þú færð nóg að éta þar. Talaðu um ást. Augu Bonds drógust saman I herskáar, mjóar rifur. Hann stóð á fætur og kraup á hné við hliðina á henni. Hann tók aðra hönd henn- ar og leit í hana. Þar sem þumal- fingurinn endaði upp í lófann, var mjúk, há venusarhæð. Bond beygði höfuðið og beit mjúklega í hæðina. Hann fann hina hönd hennar í hári sínu. Hann beit fastar. Höndin, sem hann beit í, krepptist um munn hans. Hún dró andann ört. Hann beit enn fastar. Hún hrópaði og reif f hárið á honum. — Hvað ertu að gera? Augu hennar voru stór og dökk. Hún var orðin föl. Hún leit niður og á munn- inn á honum. Svo dró hún höfuð hans að sér. Bond tók um vinstra brjóst henn- ar og kreisti það fast. Hann tók um höndina, sem hann hafði bitið og setti hana utan um hálsinn á sér. Munnar þeirra mættust. Yfir þeim tóku kertin að dansa. Stórt fiðrildi hafði komið inn um einn gluggann. Það þyrlaðist kring- um kertin. Lokuð augu stúlkunnar opnuðust, litu á fiðrildið. Hún hætti kossinum. Hún strauk um hár hans og stóð upp og án þess að segja nokkuð, tók hún kertin eitt af öðru og slökkti á þeim. Fiðrildið hvarf út um einn gluggann. Hún stóð örlítið frá borðinu. Hún hneppti frá sér blússunni og kast- aði henni á gólfið. Svo pilsinu. Dauft tunglsljósið glampaði á ýturvöxn- um líkama hennar. Hún færði sig nær Bond, tók í hönd hans og dró hann á fætur. Svo hneppti hún frá honum skyrtunni og klæddi hann hægt og gætilega úr henni. Líkami hennar angaði eins og nýslegið hey, kryddað sætum pipar. Hún dró hann með sér frá borðinu og gegnum dyrnar. Tunglsljósið þrengdi sér gegnum gluggaboruna, og niður á mjótt rúm. Á lúminu lá opinn svefnpoki. Stúlkan sleppti hönd hans og skreið ofan í svefnpokann. Hún leit á hann. Svo sagði hún, kaldhugs- andi: — Ég keypti þennnan svefn- poka í dag. Þetta er tveggja manna poki. Hann var anzkoti dýr. Farðu úr buxunum og komdu. Þú lofaðir því. Þú skuldar mér eina nótt. - En . . . — Gerðu eins og þér er sagt. ENDIR. í fullri alvöru. Framhald af bls. 2. og þá ekki sízt í atvinnulifinu. íslendingar eru orðnir frægir fyrir óstundvísi; menn mæta of 4Q — VXKAN 33. tM.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.