Vikan


Vikan - 13.08.1964, Blaðsíða 12

Vikan - 13.08.1964, Blaðsíða 12
 FERÐIN TEKUR 37 DAGA, • j þeirra ferðaskrifstofa okkar, sem skipu- leggja og sjó um hópferðir. Útsýn er 10 óra í sumar og hnattferðin er einskonar afmælishátíð. Á þessum tíu árum segist Ingólfur hafa mikið lært af reynslunni, meðal annars það, að yfirleitt var farið of hratt yfir. Lang- ar dagleiðir og þreytandi bílferðir svo og það að reyna að komast yfir það sem tíminn ekki leyfði, — það voru barnasjúkdómar hópferðanna bæði hjá okkur og öðrum þjóðum. Það hefur orðið grundvallarsjónarmið Útsýnar, segir Ingólfur, að gera ferðirnar betri og dagleiðir styttri. KOSTAR 90 ÞUSUND Á IVIANN OG VERÐUR FARIN SÍÐAST í OKTÖBER VIÐTAL VIÐ INGÖLF GUÐBRANDSS Teheran — Nú langar mig til þess, Ingólfur, að þú segir lesendum Vikunnar það afdráttarlaust, hvort íslendingar hafi í einhverjum mæli gert sig seka um slæmar og óviturlegar ferðavenjur. Og þá á ég við ferðalög utanlands. — Því er ekki að neita, að ég hef alloft rekið mig á ýmsa óviturlega þætti í ferðavenjum íslendinga. Jafn- vel veraldarvant fólk, sem á að þekkja. allan gang mála, sýnir af sér þá fá- fræði að veigra sér við að leita upp- lýsinga og fyrirgreiðslu hjá ferðaskrif- stofum vegna þess að það heldur að það kosti eitthvað. Mér liggur við að segja að það sé ámælisverðasti þátt- urinn í ferðavenjum íslendinga, að þeir eru sífellt að bagsa á eigin spýtur með margfaldri fyrirhöfn og áhyggj- um að ráða fram úr hlutum, sem eru verkefni okkar. Þetta fólk hefur ekki hugmynd um, að þesskonar einka- framtak kostar það allmikið meira fé þar að auki. Fólk virðist enn ekki hafa hugmynd um, að það getur komið hingað til mín niður í Hafnarstræti og fengið skipulagða einstaklingsferð ( smáatriðum — án þess að það þurfi sérstaklega að borga eyri fyrir þá þjónustu. — Geturðu nefnt áþreifanlegt dæmi um hagnað af því að kaupa farmiða hjá þér og fara í einstaklingsferð á vegum Útsýnar, borið saman við hitt, að farið væri á eigin spýtum? Einhver skaut því að mér á förn- um vegi, að fyrsta íslenzka hópferð- in kringum hnöttinn yrði staðreynd áður en langt um liði. Það var ekki meir en svo að ég hefði trú á þeim orðrómi, en svo vildi svo vel til að ég hitti Ingólf Guðbrandsson í Útsýn og fékk að vita það, að ekkert minna en allur heimurinn er baráttusvæði §§| hans. Sem sagt: Hann ætlar að efna til hópferðar kringum hnöttinn ef nægi- leg þátttaka fæst — og þátttakan er nú þegar orðin slík, að líklegast er að af þessu verði. Þessi ferð markar tímamót í ferðamálum okkar; fram til þessa hafa fleiri og fleiri farið í lengri og skemmri ferðir um næsta nágrenni, um nálega gervalla Vestur-Evrópu og fjöldi manns hefur fótum troðið Norður-Ameríku heimshaf- anna á milli. Svo ber þess að geta rétt einu sinni, að heimurinn er alltaf að verða minni og hnattferð er ugg- laust ekki meira fyrirtæki nú á dögum, en það var að bregða sér í orlofsferð milli landsfjórðunga á íslandi með- an allar ár voru óbrúaðar. Samt sem áður, mér liggur við að segja sem betur fer, þá er heimurinn þó enn ekki svo Iftill, að ein hringferð með viðkomu í helztu og frægustu borgum leiðarinnar, tekur ekki minna en mánaðartíma. Hér verður að fara meðalveg; menn hafa takmarkaðan tíma, en vilja þó fá ráðrúm til að líta sómasamlega í kringum sig á hverjum merkisstað. Svo Ingólfur hefur ákveðið að ferðin taki einn mánuð og einni viku betur. Ég var víst ekki búinn að geta þess, að Útsýn er elzt 12 VIKAN 33. tbl. Beirut.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.