Vikan - 13.08.1964, Blaðsíða 9
Ijósarofann fyrir þá höndina, sem ekki er ætluð til gírskiptinga, og
það gildir líka um þennan bíl. En vinstra megin á stýrisleggnum er
raddmikil flauta og ljósarofar, allt á einum legg. Það er svo «em
góður og hentugur staður, en ég myndi heldur kjósa að kveikja á
ljósunum með einum hnapp, en hafa aðeins skiptinguna þarna með
flautunni. En Fransmennirnir verða víst að ráða því. Hemlar eru
af venjulegri gerð, en léttir og vinna vel.
Þótt stýrið sé svolítið innarlega, er þægilegt að sitja undir stýri
á þessum bíl, manni finnst hann viðráðanlegur og auðveldur í
akstri. Fyrst í stað þreytist maður af því að halda ,,bensínfætinum“
á lofti, því hann hefur engan stuðning, en það venst fljótt af, og
mér var í lok reynsluferðarinnar orðið sama. Þurrkurofi er fyrir
vinstri hönd, rétt vinstra megin við stýrislegginn, en rúðusprauta
er fyrir hægri hönd, inn undir miðju mælaborði. Ég vildi rétt mega
benda Fransmönnum á, að meðan þeir halda sig við þetta fyrir-
komulag, er eiginlega nauðsynlegt fyrir þá að láta „autopilot" fylgja
hverjum bíl, sem hægt er að grípa til, meðan ökumaðurinn græjar
þurkkurnar.
Og meðan við erum að tala um mælaborðið, er rétt að geta þess,
að Peugeot 403 er með svampfóðruðu mælaborðið að ofan og neð-
an, en hvítmálaðan málm í milli. Mælar eru þessii' venjulegu,
nema hvað það er rafmagnsmælir í staðinn fyrir ljós, sem er
til bóta, en þeir láta sig muna um, að setja almennilegan smur-
mæli líka. Þetta er fimmeyringssjónarmið. Mælarnir liggja vel við
og eru sæmilega greinilegir. Fyrir miðju eru stillingar miðstöðv-
arinnar, sem blæs af feikna afli, hvort heldur vill heitu eða köldu
lofti. Og yzt til hægri er svo hanzkahólf, sem er af minni gerðinni.
Sætin eru sófatýpur, bæði að aftan og framan, enda er það
nauðsynlegt til þess að fá hann skráðan sem sex manna bíl. Um
gæði þeirra hef ég áður rætt. Stokkurinn í gólfinu er ekki hár, og
ætti ekki að valda neinum ama. Hurðirnar eru klæddar innan,
húnar eru úr einhverskonar plastefni, sem ég hef litla trú á, og
læsingarnar eru ekki eins úrvalsgóðar og á 404, þótt þær séu ágæt-
ar. Og auðvitað er svo sérstök læsing til að fyrirbyggja, að börn
geti opnað fyrir sér sjálf að innanverðu.
Það er ekki að efa, að Peugeot 403 er sterkbyggður bíll. Hann
er gerður með það fyrir augum að endast, og ég býst við, að hann
geri það, hvort heldur er hjá leigubílstjórum eða í einkaeign. Ég
væri ekki hissa, þótt svona bíll væri góður í einkaeign í svona
10 ár, ef sæmilega væri með hann farið og um hann hugsað. Enda
er hann það ódýr, að hann er alls ekki fráleitur sem einkabíll.
Hann kostar aðeins 172 þúsund til almennings, en 137 þúsund til
Framhald á bls. 48.
Ef þ]er eruí farin að hugsa
fyrir sumarferðalaginu
þá æftuð þjer að athuga að það er auðveldara nú en áður að
velja malinn. Hinar Ijúffengu Honigs vörur eru á boðslólnum í
næsfu búð. T.d. Honigs Júlienna súpa í pökkum, súpufeningar,
sem gera má úr einn hinn Ijúffengasfa drykk á svipstundu. —
Makkarónur og búðingsmjöl. — Allt fyrsja flokks vörur.
HEILDSÖLUBIRGÐIR:
Miðað við verð
Frábær
Mjög góður
Góður
Allgóður
Sæmiiegur
Viðunandi
Lélegur
★★★★★★★
★★★★★★
★★★★★
★★★★
★★★
★★
★
Peugeot <403
Eggert Kristjánsson & Co. h.l.
VIKAN 33. tbl. — Q