Vikan


Vikan - 13.08.1964, Blaðsíða 17

Vikan - 13.08.1964, Blaðsíða 17
hroll. Þegcir hann hreyfði sig, flettist frakkinn fró honum eitt andartak og ég só að hann var ekki í neinni skyrtu, heldur aðeins fölskum flibba og skyrtubrjósti, sem hann hélt að sér með tveimur reimum. Báðum megin við skyrtubrjóstið blasti hold hans við, gult og ógeðslegt. Hann var, með öðrum orðum sagt, ennþá meiri allsleysingi en ég, en af annarri gerð. Ég er kátur og aðlaðandi og hef góðlegt andlit. Hann hafði hins vegar engu til að tialda nema óhugnaðinum. Við fórum inn á barinn, og hann stikaði beina leið að skenkiborðinu og pantaði tvo vermóða; að því loknu tók hann aftur til máls og var óða- mála: „Liðsforingjamötuneytið í Bressanone . . . hvort ég man ekki eftir því. Ágætis borg, Ðressanone, með þessa ágætu á, sem rennur í gegnum hana og götur og bogagöng. Og svo er aðeins skammt þaðan til Bolzano, sem er einnig prýðisborg. Bressanone — manstu eftir Cavallino Bianco Hotel, þar sem allir liðsforginiarnir voru vanir að koma og hinar og þessar litlar stúlkur í leit að félagsskap sóttu líka? Bressanone — allar hæðirnar með vínekrunum þar í kring, og þaðan kom gott vín. Hvað er það kallað, vínið það arna? Ó, nú man ég það — Terlano". Þegar hér var komið, færði barþjónninn okkur vermóðana. Hinn nýi kunningi minn hóf glas sitt og sagði: „Skál fyrir heimkomu okkar". Og ég komst ekki undan að drekka, þótt ég hefði litla hugmynd um hvað þessi „heimkoma" ætti að þýða. Hann tæmdi glas sitt og sneri síðan tafarlaust til dyra, segjandi: „Heyrðu, það er kominn matartími. Við skulum borða saman. Það er ekki á hverium degi að maður er svo gæfusamur að hitta vin á borð við þig". „En ég . . hóf ég máls og fylgdi honum eftir. En barþjónninn, sem Ef satt skal segja, þá bjóst ég alltaf v/ð einhverju lymskulegu bragði. En ég átti ekki von á því svona einföldu og óvæntu. Hann var harður, langt of harð- snúinn fyrir mig. hafði gefið okkur gætur, sagði: „Heyrði mig, herra, það voru þessir tveir vermóðar". Mig fýsti helzt að kalla í félaga minn og láta hann borga, en hann var þegar kominn út úr dyrunum. Svo að ég tók fram peninga, borgaði og gekk út. Jafnskjótt var hann kominn að hlið mér og greip aftur um handlegg mér. „Komdu, komdu", sagði hann. „Það er prýðisgott veitingahús hér rétt hjá. Komdu bara". I veitingahúsinu reyndi ég, hálfruglaður eða vel það, að bjarga mér með því að segja: „Ég er ekki svangur, og auk þess þarf ég að fara á stefnumót". Hann hallaði sér aftur á bak í stólnum, talaði eins og sá sem valdið hefur við þjóninn og pantaði staðgóðan há- degisverð með núðlum og steiktu lambi sem meginréttum. Svo sneri hann sér að mér. „Mötuneyti liðsforingjanna", sagði hann. „Ætli ég kannist ekki við það! Moschitto höfuðsmaður, — manstu eftir hon- um? Og þessari áráttu hans í hvaða félagsskap sem var, að hvolfa sér yfir hvaða stúlku sem var, fallega eða Ijóta, og njóta hennar. Það var það sem hann kallaði ,,að draga bogann upp á von og óvon". Jú, jú, Moschitto höfuðsmaður var reglulegur donjúan; en þú varst nú ekkert til að spauga með í ástamálum heldur, eða hvað, kæri vinur?" Ég kom engu orði upp. Það var ekki nóg með að hann væri kunnugur í Bressanone, þekkti hótel hennar og kaffihús, götur og ár, konur og vín, heldur mundi hann einnig eftir Moschitto höfuðs- manni og kvennafari mínu. Það lá við að ég væri farinn að dá hann: Hann var harður nagli, óvanalega harðsnúinn, miklu harðari af sér en mér hafði getað dottið í hug. Þeir komu með núðlurnar okkar. Hann tróð fyrst upp í sig ótrú- lega stórri hrúgu og hélt síðan áfram glaðværu, hræsnisfullu mál- æðinu, svo maður hefði getað haldið að hann væri með litla tal- vél uppi í sér. „Bressanone . . . það voru góðir dagar . . . En þú hag- aðir þér verulega illa gagnvart Nellu, kæri vinur. Þú fyrirgefur að ég segi það — hagaðir þér eins og reglulegur rómverskur harðjaxl, enda ertu það líka. Það var mjög Ijótt af þér". Ég umlaði með munninn fullan af núðlum: „Nella? Og hvað í ósköpunum er hún?" Hann hló eins og hross. „Nei, elsku hjartans vinur, vertu nú ekki að gera þér upp eitthvað lítillæti, það villir mér ekki sýn. Stúlkan sú arna var draumur — Ijóshærð, með blá augu og dásamlegan vöxt. En þú gafst frat í hana, eftir að þú hafðir dregið bogann upp á von og óvon, eins og Moschitto var vanur að segja, og hitt hana beint í hjartað. Jafnvel Modugno sagði að þú hagaðir þér eins og skepna". „Hver er Modugno? Og talaðu varlega sjálfur", tók ég fram í í von um að koma af stað deilu. En hann var of slunginn til að það tækist. „Jú, jú, hrein skepna, það ertu og ekkert annnað". Hann hló, fyllti glas sitt upp á barma, tæmdi það í einum teyg og réðist síðan á lambið sem þjónninn, ötull eins og fyrri daginn, hafði lagt frá sér framan við nefið á honum. „Auðvitað varstu með Pinu", hélt hann áfram, „annarri gyðjunni frá — hún var dökkhærð — og guð veit hve margar þú hafðir í takinu. En Nella verðskuldaði ekki að þú færir svona með hana. Henni leið svo illa út af þessu að hana langaði til þess að deyja, og hún tók inn svefnpillur. En hún náði sér aftur, og seinna tók hún saman við — hvað hét hann nú aftur, hvað var hann kallaður? Ó, nú man ég það, Tessitore lautinant". „Tessitore? Hann hef ég aldrei heyrt minnzt á". „Já, Tessitore, mjög svo furðulegur náungi, mjög furðulegur. Þið tveir, þið Tessitore, voruð nærri farnir að slást út af Nellu. Það var kvöld eitt niðri við ána; það var mistur og úðarigning. Og ég varð að ganga á milli. Já, það held ég nú, Nella togaði í annan ykkar og ég í hinn . . . og svo fór hún að lokum heim með þér. Já, þorp- arinn þinn, afleitur varstu,- þú varðst vitlaus af afbrýði út af Nellu jafnskjótt og þú sást hana með öðrum, og þrátt fyrir það tókst þér Framihald á blis. 36. VIKAN 33. tw. — Jiy

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.