Vikan


Vikan - 13.08.1964, Blaðsíða 33

Vikan - 13.08.1964, Blaðsíða 33
Þjófurinn finnst vertu viss... Framhald af bls. 11. drægi kæruna til baka og bæðist afsökunar á öllu saman". „En hver átti þá peningana, sem fundust í fyrstunni?" „Jú, bíddu nú við. Ég kallaði skötuhiúin aftur fyrir mig og fór að yfirheyra þau einu sinni enn, og var nú ekki blíður á manninn. Og þá kom sannleikurinn fram. Stúlkan hafði verið í vinnu, og fengið útborgaðar 1200 krónur fyrr um daginn. En þegar þau fóru svo saman í þessa veizlu, leizt henni ekki allskostar á mannskapinn, og fékk kærastanum peningana og bað hann varðveita þá. Hann stakk þeim í vasann og það voru þeir, sem fundust, þegar leitin var gerð. Hann hafði svo haldið að hún hefði stolið þeim frá húsráðanda og ætlað að spila sig svona mik- inn heiðursmann að hann tók á sig sökina. En hún vissi hvaða peningar það voru, sem fundust á honum, en af því hann var með biðdóm á sér, þá vildi hún ekkert eiga á hættu með það að réttur þjófur fyndist, og henni leizt ekkert á að henni yrði trúað þó hún segðist eiga þá. Þess vegna ákvað hún að bjarga kærastanum, játa á sig þjófnaðinn og kveðja peningana fyrir fullt og allt". „Þetta kalla ég nú aldeilis ást og fórnfýsi!" „Jæja, finnst þér nokkuð? En þetta fór sem sagt betur en á horfð- ist. Ég sannfærði mig auðvitað um að hún hefði sagt satt að lokum, lét hana gera grein fyrir því hvað hún hafði fengið mikið útborgað, og hverju hún hefði eytt áður en kærastinn fékk peningana til geymslu. Og það passaði allt sam- an, hún gerði grein fyrir hverjum eyri". „Það er engu líkara en að menn detti hver um annan þveran til að viðurkenna glæpi hjá þér?" „Nei, það er ekki svo einfalt. Það verður að viðhafa ýmis brögð og sálfræðileg tilvik, til að fá menn til að játa á sig afbrot. Við höfum t.d. tekið eftir því, að það er ekki sama hver yfirheyrir suma menn. Þeir sem eru þvermóðskufullir hjá mér, og vilja ekkert á sig játa, geta svo verið eins og lömb hjá ein- hverjum öðrum". „Þið færið slíka menn þá á milli?" „Já, við göngum gjarnan fram fyrir og fáum einhvern annan til að taka við dálitla stund. Það hef- ur oft góð áhrif og getur bjargað málinu. Þá er eins og sakborning finnist að hann geti byrjað upp á nýtt, og þótt hann hafi harðneitað öllu hjá mér — sér kannske eftir því og vill gjarnan játa — vegna þess að þá verður hann að éta allt ofan í sig aftur — hann getur aftur á móti játað allar sínar syndir hjá einhverjum öðrum". „Hvaða tegund manna er verst að eiga við, Haukur?" „Vafalaust strákapottorma. Þeir geta verið svo einstaklega stífir og óforskammaðir, að það tekur engu tali. Þeir gera sér oft Ijóst að við getum sáralítið gert við þá, hvort sem þeir játa eða ekki, — og þeir hafa stundum hreintenga samvizku. Samvizku eða einhverja ábyrgðar- tilfinningu er þó oftast hægt að finna hjá fullorðnu fólki, en hjá strákum . . . nei, það er sjaldan að mér finnst votta fyrir slíku". „Eruð þið þá ekki harðir við slíka gæja?" „Það er mjög misjafnt hvaða aðferð við notum til að fá menn til að játa, og við höfum að sjálf- sögðu fastar reglur, sem við verð- um að fara eftir. Ef játning fæst hjá manni, og það sannast að játn- ingin er fengin með einhverjum hætti, sem samrýmist ekki lögum, — þá er játningin um leið ólögleg. Einu sinni var ég t.d. kærður fyrir að hafa játningu upp úr manni á ólöglegan hátt. Það var þannig, að við vorum alveg hárvissir um að þessi ákveðni maður hefði framið afbrotið, sem hann var ákærður fyrir, en hann fékkst ekki til að viðurkenna það með neinum hætti. Við höfðum eng- ar sannanir, og hann vissi það. Þess vegna var ekkert að gera ann- að en yfirheyra hann í þaula. Hann var svo hjá kollega min- um í næsta herbergi, og ég vissi að það gekk ekki neitt. Ég sætti þvi færi, þegar hann fór úr yfir- heyrslunni, að ég fór fram og kall- aði á hann inn til mín. Ég var tölu- vert byrstur við hann, sagði honum að ég vissi upp á hár að hann hefði framið afbrotið, og svo fram- vegis, og leiddi honum það fyrir sjónir að það væri honum fyrlr beztu að hann játaði. Og þessari yfirheyrslu lauk með þvi að hann játaði og undirritaði skýrsluna, sem hann gaf um það. Skýrslan fór til dómara, og mað- urinn var dæmdur til refsingar sam- kvæmt henni, án þess að hann hefði nokkuð við því að segja. Svo, nokkru síðar, kemur lög- fræðingur hans í spilið, og heldur því fram að ég hafi haft játning- una út úr honum með ólöglegum hætti — hefði þvingað hann. Málið þótti svo sérstakt hérna, að það var flutt sem prófmál og fór til Hæstaréttar. Því lauk með því, að ég var sýknaður allra saka, og sagt í dómsorðum að ég hefði að- eins gert skyldu mína í starfi, að fá manninn til að játa. En auðvitað — eins og ég sagði áðan — höfðum við okkar reglur til að fara eftir, þó við notum að VIKAN 33. tbl. — 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.