Vikan - 13.08.1964, Blaðsíða 15
Vandamál sambúðar 3. grein
Vani — ávani — óvani. Þrjú orff,
sem táknaff geta þaff sama. Þaff
er undir því komiff, hvernig á það
er litiff. Þetta er eins og orffaleikur,
en orð geta verið hættulegt leik-
fang. Skyndilega geta þau orðiff
lilaffin hættulegri spennu.
í fyrstu lítur ástfangið fólk á
venjur hvors annars sem skemmti-
lega ávana, sem gefi rétta mynd
af persónuleika ástvinarins. Henni
finnst kæruleysi hans og skortur á
reglusemi skemmtilegur og hjart-
næmur vottur um drengseðli hans.
Hann brosir hrifinn að handtökum
hennar á tannkremstúpunni, það
sýnir að hún er ákveðin og óhrædd
og getur tekizt á við hvað sem er
— meira að segja tannkremstúpur.
Eftir nokkur ár tala þau um
ávana hvors annars — eftir enn
nokkur um óvana. Þá er eins og
orðið hafi fengið eitthvað annar-
legt við sig.
Ekki er hægt að segja að þau
hafi breytzt eða að þau hagi sér
á annan hátt en í byrjun. Þau líta
aðeins hvort annað öðrum augum,
þau eru ekki lengur reiðubúin að
viðurkenna hvort annað á sama hátt
og þegar þau voru nýlega orðin
ástfangin.
VANINN LÝSIR
PERSÓNULEIKANUM.
En er það þá bara vaninn — ávan-
inn — óvaninn, sem þau geta ekki
lengur sætt sig fullkomlega við?
En er ekki vaninn árangur persónu-
leikans? Manneskja, sem ekki hefði
ótal vana sprottna af skapgerð
sinni, væri óþolandi leiðinleg.
Ein og engan dreymir alveg án
ástæðna, velur engin sér vana alveg
út í bláinn. Þeir eiga oftast rót sína
að rekja til einhverra óska og þarfa
undirvitundarinnar. Segðu mér
hvaða venjur þú hefur, og ég skal
segja þér hver þú ert. Á þennan
hátt eru venjur nauðsyn, siðir og
athafnir, sem hjálpa okkur til þess
að mæta kröfum lífsins. Meðal til að
gera umhverfið þannig, að það geti
samlagazt skapgerð okkar.
Auðvitað er til fólk, sem hefur
slíka óvana, að það er varla í hús-
um hafandi. Það er líka munur á
óvana og hegðun, sem fólk ræður
ekki við. Vanann mætti kalla vina-
legan félagsskap, en óviðráðanleg
hegðun er eins og harðstjóri, sem
ógnar manneskjunni til að gera
eitthvað á alveg vissan hátt.
En það átti ekki að vera hér á
ÞANNIG STENDUR Á:
— Hvers vegna liggur þessi skítuga skyrta í hægindastóln-
um? spyr hún. — Ilún verffur aldrei þvegin þar. Þaff minnsta
sem þú gætir gert, væri aff setja hana í körfuna fyrir óhreina
þvottinn. Þetta hljómar eins og nöldur og þaff er þaff líka.
Hún hefur sagt þetta áður, þ.e.a.s. í hvert sinn sem hann hef-
ur lagt skyrtuna frá sér í stólinn á fimmtán ára hjúskapar-
ferli þeirra.
Hann svarar, eins og hann hefur gert í hvert skipti áffur,
— já, já, og lætur skyrtuna liggja. Stuttu seinna kemur hann
hlaupandi inn úr baffherberginu. — Gætirffu gefið mér skýr-
ingu á, hvers vegna þú kreistir alltaf tannkremstúpuna í
miðju? spyr hann hátt og ergilega.
— Nei, þaff get ég ekki skýrt, svarar hún kæruleysislega,
— það vill bara þannig til. Svo sér hún á svip hans, hve mikið
honum er niffri fyrir. -— Þú getur fengiff túpu handa þér ein-
um, sem þú getur svo rúllaff upp eins og þú vilt, segir hún
hughreystandi, því aff nú er hún í sökinni og þá er þetta
ekkert til að tala um.
Þau rífast aldrei verulega um þessa ósiði hvors annars, þaff
verffa bara smáárekstrar og ergelsi öðru hverju. En eru til
þær stundir, sem honum finnst aff hann hljóti aff verffa vit-
laus vegna þess aff hún ber ALDREI fram tóman kaffiboll-
ann sinn, heldur lætur hann standa í sólarhring á sauma-
borðinu.
Oft lofar hún líka sjálfri sér því, aff dagblaðiff, sem hann
hefur lagt á gólfiff hjá hægindastólnum, skuli fá aff liggja þar
til þaff er orffiff fúiff.
Þau ergja sig yfir óvönum hvors annars og finnst, aff þau
hafi fulla ástæffu til þess. En þau vilja halda friffi — og hafa
í huga mátækið, aff ekki sé auffvelt aff kenna gömlum hundi
að sitja. Eitthvaff verffur aff gera — en hvaff?
dagskrá, heldur var ætlunin að tala um vana daglega lífsins
— þá, sem hægt er að sætta sig við eða þá, sem ergja mann.
HVERS VEGNA ÞEIR HAFA ÁHRIF Á MANN.
Um leið og maður verður ergilegur yfir óvönum annarra,
verður maður fyrtinn um leið og manns eigin óvanar eru
gagnrýndir. Og það bætir ekkert úr skák, þótt sagt sé: -—■ Það
ert alls ekki þú sjálf, sem gerir mér gramt í skapi, heldur
þessi ósiður þinn að kreista tannkremstúpuna í miðju. Hún
verður samt móðguð, álíka móðguð og ef hann hefði gagn-
rýnt skrift hennar. Skriftin er eins og venjurnar hluti af
persónuleikanum, hluti af henni sjálfri. Hún, og auðvitað
hann líka, vilja láta taka sig eins og þau eru.
í stað þess að nöldra og jagast út af ávana hvors annars,
væri ef til vill réttara að setjast niður og spyrja sjálfan sig,
hvers vegna einmitt þessi ávani vekji svona mikla andúð
manns. Hvernig eru tilfinningar hans, þegar hann finnur
tannkremstúpuna alla skakka og skælda í baðherberginu?
Og hvernig eru viðbrögð hennar, þegar hún þarf að tína
skyrturnar hans og dagblöðin upp á ólíklegustu stöðum?
Hugsazt getur að hann finni til dulins ótta vegna tillits-
leysis hennar við tannkremstúpuna. Þessi vani hennar stafar
sjálfsagt af því hve beint og hiklaust hún gengur til verks.
Vani, sem venjulega fyllir hann aðdáun — en kannski um
leið kvíða.
Þegar hún gengur um og tínir upp dótið hans, verður hann
í huga hennar sem elzta barnið hennar. Það getur vakið blíðu
hennar, en hún getur líka tautað fyrir munni sér: — Ég er
þó ekki mamma hans! Og svo nöldrar hún í honum alveg
eins og hún ávítar börnin, sem reynt er að ala upp í „góðum
Framhald á bls. 48.
VIKAN 33. tW. — Jg