Vikan - 13.08.1964, Blaðsíða 6
HILLMAN IHP
Wellaform hárkrem heldur hárinu þétt og vel, og gef-
ur því ferskan og mjúkan blæ.
Ákjósanlegt fyrir hverskyns hárlagningu. Engin feiti.
Klístrar ekki. Mjög drjúgt. Wella fyrir alla fjölskylduna.
HALLDOR JONSSON H.F. Heildverzlun
Hafnarsfræfi 18-Símar 23995 og 12586
Algjör nýjung
fró Rootes verk-
smiðjunum:
Einstæður í gerð
minni bifreiða.
Nú er hægt að íá rúmgóða, þægilega, sparneytna og vel byggða, létta bifreið,
sem hefur sömu kosti og útlit sem stór fjölskyldubifreið. Þetta hefur Sunn-
izt með tilkomu hins nýja HILLMANS IMP., hinni einstæðu ,,compact“-bif-
reið, sem er aðeins 3,53 m á lengd, drifin nýrri léttri almuninium „DIE-
CAST“-vél aftan í, með mjög fullkomnum þar til gerðum gírkassa.
Hámarkshraði 120 km. — Sparneytinn jafnvel á miklum hraða.
IMP hefur alla kosti kraftmikils afturdrifs, fullkomið hlutfall milli þyngd-
ar og afls og fjölda annarra nýjunga.
HILLMAN IMP. hefur fengið frábæra dóma um allan heim:
f Daily Express segir meðal annnars: „Ég fæ ekki séð hvernig nokkur
ökumaður getur stjórnað betri sameiningu, orku og nýtni, en 1 Hillman
Imp., einn hugvitsamlegasti smábíll, sem framleiddur hefur verið af brezka
bilaiðnaðinum eða jafnvel í heiminum". — Dennis Holins, Daily Express.
Standard hlutir í HILLMAN IMP. eru m.a.:
Miðstöð — Thru-flow-loftræstikerfi — Rúðusprautur — Hurðarljós — Teppi
á gólfum — Tvær sólhlífar — Aðalljósablikkarar og fcstingar fyrir öryggis-
belti.
Leitið upplýsinga og skoðið þessa einstæðu bifreið áður en þið festið kaup
annnars staðar.
RAFTÆKNI H.F.
Langholtsvegi 113 — Laugavcgi 168 — Símar 20411 & 34402.
Frétt af ManfreS!
Kæra Vika!
Ég er kominn á síldarplanið
Neptún h.f. á Seyðisfirði.
Og þá er það víst ekki meira.
Manfreð Jóhannesson.
— — — Jæja, Manfreð minn.
Hver er að gera hverj-
um bölvun?
Heiðraði póstur!
Þótt ég sé ekki áskrifandi að
Vikunni má heita, að ég sjái hana
að staðaldri, fæ hana lánaða í
næsta húsi.
Erindið er samt ekki að þakka
efni hennar eins og mér sýnist
vera móðins í póstinum. Ég sé
enga ástæðu til þess, enda er
það upp og ofan (þó meira ofan)
eins og gengur. Maður les þetta,
þegar maður nennir ekki að lesa
almennilegar bækur, enda sjálf-
sagt hollt fyrir sálina að hafa
léttmeti með.
Nei, erindið var að bera upp
fyrir ykkur, Vikubændum, eftir-
farandi fyrirspurn: Hve mikið
af þeim bréfum, sem birtast í
póstinum, er samið af ykkur sjálf-
um, upp á grín?
Margt af þessum bréfum er
nefnilega þannig, að maður á
bágt með að trúa að þau séu
samin af mönnum með fullu viti,
nema þá til að narrast að ykkur
og háttvirtum lesendum.
Einn ber sig upp undan því
við ykkur, að hann sé látinn
hjálpa syni sínum til kopps, með-
an hann sé að borða, en konan
fari upp til mömmu sinnar að
drekka kaffi á meðan.
Annar biður um ráðleggingar,
sem dugi gegn tilvonandi tengda-
móður sinni, svo hún fífli hann
ekki.
Fjöldi manns spyr um hluti,
sem finna má svör við í hverri
símaskrá. Það er svona álíka og
ég skrifaði ykkur til að spyrja
um markið hans Jóns í Möðrudal,
í staðinn fyrir að líta eftir því
í markaskránni.
Með leyfi að spyrja: Er mikið
af svona bjálfum á fslandi í dag?
Ef svo er, þá hvar? Ég get ekki
neitað, að ég hefði gaman af að
kynnast svona fólki. Ég þekki
engan þvílíkan glóp.
Að vísu þykist ég sjá, að sumt
af bréfunum sé frá börnum og
börn spyrja oft um ótrúlegustu
hluti. En — eru þessi börn mun-
aðarlaus? Þekkja þau engan full-
orðinn, sem hægt er að spyrja
um einföldustu hluti?
Nei, þið hljótið að semja þessi
bréf sjálfir, eða þá einhver grín-
fugl hefur tekið sér fyrir hend-
ur, að salla þessum ósköpum á
ykkur. Annars álít ég, að svona
bréfakassar geti verið dálítið
varasamir (ef birt eru bréf frá
lesendum).
Það er nefnilega ákaflega auð-
velt að skrifa bréf, sem bend-
ir eindregið á einhvern annan
aðila, bara til að koma honum
í bölvun.
Ég skal taka dæmi.
Við skulum setja sem svo, að
bréfið frá unga manninum, sem
bað um ráð til að losna undan
ástarhótum tilvonandi tengda-
móður, hafi ekki verið frá mann-
inum, sem var í klípunni, held-
ur frá einhverjum öðrum, sem
þekkti allar aðstæður, eða gat
sér þær til, t.d. frá manni sem
lika vildi krækja í stelpuna, og
skrifað í þeim tilgangi, að koma
þeim, sem átti að hafa skrifað
bréfið, í bölvun. Er leikurinn þá
ekki orðinn heldur grár? Auð-
vitað er allt í lagi, að þið semj-
ið svona brandara, en að birta
þá aðsenda er spurning um
mannasiði.
Ég hef t.d. rökstudda vissu fyr-
ir því, að þátturinn Óskalög sjó-
manna í Ríkisútvarpinu, hefur
verið misnotaður svona. Því
skyldi það ekki geta komið fyrir
með „póstinn" ykkar. Ef þetta
bréf birtist ekki í póstinum mun
ég telja það sönnun þeirrar til-
gátu, að þið semjið bréfin sjálfir.
Virðingarfyllst.
Austfirðingur.
— — — Jæja, Austfirðingur.
Margt segir þú og sumt óvitlaust.
Sem svar við fyrstu spurningu
þinni vill Pósturinn taka fram
eftirfarandi: Hingað berst ara-
grúi af bréfum, en því miður er
aðeins lítill hluti þeirra birting-
arhæfur, einkum vegna þess að
spurt er um hluti, sem líklegt
er að mjög fáir hafi áhuga á
utan bréfritari sjálfur. Þér finnst
mörg erindin barnaleg, sem upp
eru borin við Póstinn. Þar eiga
þó einkum unglingar í hlut og
ástæðan er sú, að sambandið
milli barna og foreldra er ekki
betra en svo, að börnin trúa for-
0 — VIKAN 33. tbl.