Vikan - 13.08.1964, Blaðsíða 7
eldrunum ekki fyrir vandamál-
um sínum, en skrifa heldur til
ópersónulegs aðila í von um
lausn. Hvort einhver skrifar til
að koma öðrum í bölvun er í
hverju tilviki gersamlega ómögu-
legt að vita og Pósturinn mun
framvegis sem hingað til birta
bréf í þeirri von og vissu, að
bréfritarar hafi ekkert slíkt haft
í huga.
En fyrir alla muni, Austfirð-
ingur, temdu þér stuttorðari og
gagnorðari bréf.
Er rétt að bera fram
sígarettur?
Kæra Vika!
Til að byrja með vildi ég þakka
fyrir viðtalið við Benedikt Grön-
dal um sjónvarpið, sem mér þótti
mjög fróðlegt, og í öðru lagi vildi
ég bera lítið og ómerkilegt
áhyggjuefni upp við ykkur. Svo
vill til að maðurinn minn er opin-
ber embættismaður og af þeim
ástæðum kemur það fyrir að ég
verð að taka heim gesti. Nú eru
útlendingar á ferð, sem við verð-
um að bjóða heim og með þeim
verður eitthvað af öðru fólki,
innlendu. Ég er vön að hafa
kokkteil fyrir matinn og bera
fram koníak með kaffinu á eftir.
En nú er búið að hrella fólk svo
mikið með því, að sígarettur séu
þessi ógnar skaðvaldur og marg-
ir hættir að reykja af þeim sök-
um. Á maður að bera fram sígar-
ettur í svona boði eins og ekkert
sé, eða á maður að láta það vera.
Vinsamlegast svarið fljótt.
Kær kveðja.
Ein sem bíður.
— — — Þú getur borið fram
sígarettur, en það er alls ekki
rangt að láta það vera. Póstur-
inn mælir frekar með síðari kost-
inum.
Hver er ástæðan?
Góði Póstur!
Það er nú ekki á hverjum degi
sem ég sezt niður við skriftir,
en ég mátti til með að skrifa þér
og spyrja þig nokkurra spurn-
inga. Það er varðandi reykingar.
Það sem ég ætla að spyrja um
er þetta:
Hvers vegna byrjar fólk sem
komið er um þrítugt og yfir það,
að reykja? Við vitum vel að þeg-
ar unglingar fara að fikta við
þetta, þá er það bara að barna-
skap og löngun til þess að sýn-
ast fullorðin. Nú tala ég af
reynslu, því ég er búin að reykja
í 2 ár og er þó aðeins sextán ára.
Fyrst eftir að ég byrjaði, þá
fannst mér endilega ég vaxa í
áliti en nú skammast ég mín fyr-
ir þetta. En það er eitt sem ég
skil ekki. Það var þetta sem ég
drap á áðan. Ekki getur það ver-
ið að fullorðna fólkið sé að reyna
aS gera sig stærra í augum al-
mennings þegar það er komið til
vits og ára, eins og það er kallað.
Ég lagði þessa spurningu fyrir
skólastjórann minn, þegar hann
var að segja okkur krökkunum
að hann hefði ekki byrjað að
reykja fyrr en 28 ára gamall.
Hann vildi ekki svara henni. Og
ég hef spurt marga fleiri og eng-
inn hefur svarað mér. Þess vegna
spyr ég þig, Póstur góður, og ég
er illa svikin ef það er ekki ein-
hver þarna á Vikunni sem hefur
byrjað svona seint að reykja, og
vill vera svo góður að segja mér
þetta.
Svo sendi ég fyrirfram þakkir
fyrir svarið, sem ég vona að komi
einhvern tíma, og ég bið kærlega
að heilsa honum G.K. með þökk
fyrir allar góðu greinarnar hans.
Vertu svo blessaður og sæll og
ég vænti svars.
Fróðleiksfús.
P.S. Angelique er alveg dásamleg
saga. — Fyrirgefðu skriftina, en
ég er að flýta mér. •— Sama.
--------Sú tilgáta þín mun vera
rétt, að fullorðið fólk byrjar varla
að reykja til þess að gera sig
stærri í augum eins eða neins,
svo sem aftur á móti oft verður
séð, þegar unglingar eiga í hlut.
En hvers vegna þá? Það er von
þú spyrjir. Án þess að fullyrða
nokkuð þar um, þá skulum við
notast við það sem svar að þessu
sinni, að fullorðið fólk byrjar að
reykja af einhverjum sálrænum
ástæðum. Það getur ómögulega
verið að það langi í reyk, þegar
það þekkir ekki hvað það er að
reykja. En mig grunar, að það sé
gert til þess að bæta sér upp, eða
leita sér uppbótar á tilveru, sem
ekki er víst alveg fullnægjandi.
Ef til vill eru taugarnar ekki í
lagi, eða eitthvað angrar hugann
og þá leita sumir fróunar í þessu
og aðrir í áhrifameiri meðulum.
#cimmgo
Nýtfzlcu straujárn er létt - sem allra léttast - því að það er hitínn - réttur
hití — en ekki þyngdin, sem straujar.
FLAHINGO straujárnið er fislétt — aðeins 800 grömm — hitnar og kólnar
fljótt og hefur hárnákvaaman hitastílli, ásamt hitamaeli, sem alltaf sýnir hita-
stígið. Stilling fyrir "straufrí" efni. Truflar hvorki útvarp né sjónvarp. Inn-
byggt hitaöryggi.
Lögun og léttleiki FLAMINGO gerir það leik einn að strauja blúndur,
leggingar, kringum tölur og annað, sem hingað til hefur þótt erfitt.
FLAMINGO straujárn eru falteg - hreint augnayndi — og fást krómuð, blé,
gul og rauðbleik. Einnig fyrir vinstri hönd.
FLAMINGO úðarinn úðar tauið svo
fínt og jafnt, að hægt er að strauja það
jafnóðum. Sem sé: gamaldags steink-
un og vatnsblettír eru úr sögunni.
Úðaranum fylgir hanki fyrir glas
og úðabyssu. Litír: svartur, blár,
gulur, rauðbleikur.
FLAMINGO snúruhaldari heldur
straujárnssnúrunni á lofti, svo að
hún flsekist ekki fyrir.
FLAMINGO gjafakassit straujám
og úðari.
FLAMINGO straujám, úðari og snúruhaldari eru hvert f sfnu lagi — og ekki
sfður saman — kjörgripir, sem vekja spuminguna: Hvemig gat ég verið én
þeiira?
FLAMINGO: fyrir yðurl — FLAMINGO: falleg gjöfl
s i M I 12606 - SUPURGÖTU 10 - REYKJAVIK
PÖNTUN
Sendið undirrit. I póstkröfu:
.... stk. FLAMINGO straujárn.....litur: kr. 498,00
.... stk. FLAMINGO úðara........litur: kr. 256,00
.... stk. FLAMINGO snúruhaldara kr. 82,00
.... stk. FLAMINGO gjafakassa....litur: kr. 754,00
Nafn ..
Heimili
Til: FÖNIX s.f., Suðurgötu 10, Reykjavik.