Vikan - 13.08.1964, Blaðsíða 41
seint til vinnu án þess að finn-
ast neitt stórlega athugavert við
það og fjárdráttarafbrot hafa
komizt upp hvað eftir annað.
Umgengnismenningin er spegil-
mynd af öllu þessu;hún einkenn-
ist af virðingarleysi allra við
alla, virðingarleysi fyrir per-
sónulegu lífi og eignum annara
manna. Háttvisi í framkomu
heyrir fremur til undantekn-
ingum. Þéringar eru sér á parti
i þessum efnum, vegna þess að
menn hafa ekki getað komið sér
saman um það, hvort það sé
gamalt og úrelt form eða sjálf-
sögð og síný kurteisi. En rugl-
ingurinn sézt bezt af því, að
i viðtölum i sjálfu ríkisútvarp-
inu er ýmist þúað eða þérað
og sýnist mér það fara eftir
því, hvort viðtalsmaðurinn þekk-
ir viðkomanda persónulega eða
ekki. Ætti það þó að koma hlust-
endum lítið við.
Það kemur einstaka sinnum
fyrir, að ég hitti aldraða bændur
á ferðalögum og tek þá tali. Oft
hefur mig undrað á því, hversu
mikið þessir menn bera af yngra
fólki um háttvisa framkomu.
Þar eru síðustu leifar rótgró-
innar umgengnismenningar,
sem einu sinni var þó til í þessu
landi. Eftir að hafa heilsað að-
komumanni, spyrja þeir var-
færnislega: „Hver er maðurinn
með Ieyfi?“ Þetta er gamall og
góður íslenzkur siður. Yfirleitt
þéra þessir öldruðu heiðurs-
menn ekki, en engan meiðir
það, því kurteisi þeirra er sú
hin sanna, sem kemur að innan
eins og Bjarni Thorarensen sagði
i eftirmæli um Rannveigu Filipp-
usdóttur. Og aldrei mundi þeim
detta í hug að þéra komumann
við aðrar kringumstæður, en
fyrir þvi lief ég dæmi og það
fleiri en eitt, að mikilsmetnir
menn „úr syðra“ hafa þúað
hvern mann, þá er þeir hafa
komið á bæi í sumarreisum sin-
um, en hittu þeir eitthvað af
þvi fólki á malbikinu, þá voru
þeir allt í einu farnir að þéra.
Eitthvað er rotið við þessháttar
umgengnismenningu. En hvern-
ig i ósköpunum má það annars
vera, að fegurri siðir og sann-
ari menning fái þrifizt i moldar-
kofum en innan um allt það
skart, sem umkringir velflesta
íslendinga dagsins í dag. GS.
sem hann hafði komið með heim frá Sýrlandi.
— 1 þessum hita muntu komast að raun um, að það er mun þægi-
legra að vera í tjaldinu, sagði hann við Angelique.
Og um kvöldið naut hún þess sannarlega, að finna svalann leggja
ofan frá fjöllunum, gegnum opnar tjalddyrnar sá hún himininn bráðna
af síðustu geislum sólarinnar.
Joffrey de Peyrac var áhyggjufullur:
— Mér lizt ekki á þennan munk, sagði hann. Það er ekki nóg með,
að hann kemur áreiðanlega ekki til meðl að skilja nokkurn skapaðan
hlut, heldur túlkar hann allt eftir því, sem honum sjálfum dettur í
hug. Nú á tímum eru vísindin næstum eingöngu í höndum ofstækis-
manna, sem neita jafnvel einföldustu staðreyndum, þegar þeir geta
ekki sett þær i samband við eitthvað úr biblíunni.
Hann þagnaði, dró konu sína að sér og sagði dálítið, sem hún skildi
ekki fyrr en löngu, löngu seinna: 1
— Ég tók þig líka með sem vitni.
Næsta dag kom Fritz Hauer til þess að sýna gestunum gullnámuna.
Hún var I djúpu gili, og það hafði verið brotið upp úr botninum. öllum
jarðvegi hafði verið mokað upp á stóru svæði og gráf klöppin fleyguð
niður í hellur, sem voru settar á vagna og fluttar að kvörnurum.
Kvarnirnar voru gerðar ú stórum, þungum tréklumpum, sem höfðu
verið klæddir með þykku járni.
— En hvar kemur þá gullið inn í myndina? spurði munkurinn. —
Ég sé bara grátt, gróft duft, sem verkamennirnir fá út úr þessum
möluðu klapparhellum.
— Þér fáið að sjá það i málmsteypunni.
Hópurinn hélt áfram þar til þau komu að nokkrum ofnum. Tveir
unglingar blésu í logana með físibelgjum. Það vottaðii fyrir hvítlauks-
lykt í gegnum opnar ofndyrnar.
— Má spyrja, greifi, hvað það er þetta gráa,i mjúka efni sem ég sé
I þessum logum Helvítis? spurði Bécher og krossaði sig.
— Það er sandurinn, sem þér sáuð koma út úr kvörnunum, þveginn
og þurrkaður.
—• Og samkvæmt því ætti sem sagt þetta gráa duft að innihalda
gull? Eg sá ekki nokkurn minnsta vott af gulli, ekki einu( sinni eftir
að sandurinn hafði verið þveginn.
— En þó er þetta gullsandur, svaraði greifinn og sneri sér síðan/ að
Fritz Hauer. — Inn með blýið, ef stundin er komin!
Tveir verkamenn komu með vagn með blýklumpum, sem voru látn-
VIKAN 33. tbl. —