Vikan


Vikan - 13.08.1964, Blaðsíða 19

Vikan - 13.08.1964, Blaðsíða 19
tár, og nú var eldri systir Gretu líka farin að venja komur sínar í kvikmyndaveriS. Henni hafði verið lofað hlutverki, stóru hlutverki í kvikmynd, en var hægt að reiða sig á það? Þar að auki var mamma Gustafsson þeirra skoðunar, að Greta hefði það nógu gott á Dramaten. Það var þó áþreifanlegt að vera á Dramaten, og kennarar Gretu og skólafélagar trúðu á hana sem leikara á leikhússviði. En þetta með Stiller... Hver var hann eiginlega þessi stórbrotni kvikmyndaleik- stjóri, sem svo mikið var talað um? Þessi mið- aldra maður, sem ók um með Gretu í gulum sport- bíl og lifði eins og rússneskur stórfursti, eða svo var sagt. Hann væri varla góður félagsskapur fyrir Gretu. Mamma grét, en auðvitað fékk dóttirin leyfi til að fara. Flokkurinn fór frá Stokkhólmi í desember, og auk Stillers og Garbo voru með í förinni hand- ritahöfundurinn Ragnar Hyltén-Cavallius, einn ljósmyndari og svo ungi svartskeggjaði leikarinn Einar Hanson — ekki sérlega athyglisverður leik- ari, en Stiller hafði tekið hann undir sinn vernd- arvæng. Tæknilegu starfsmennirnir voru þýzkir og sá hluti starfsliðsins var tekinn í förina í Berlín. Ferðin varð ævintýraleg. Ragnar Hyltén-Cavallius hefur sagt frá því í endurminningum sínum, að hann og Stiller hefðu gert kvikmyndahandritið í flýti meðan þeir hrist- ust í Orient-hraðlestinni suður Evrópu. Öðru hverju sáu þeir Garbo, sem lá með þreytulegum glæsi- brag á sófa og bað þá með daufri röddu að hafa svolítið ofan af fyrir sér. Þetta var engin tilgerð, líklega frekar blóðleysi eða vottur af berklum, en þegar komið var í höfuðborg Tyrklands var þreyt- an rokin út í veður og vind og þá sýndi hún hvíliku valdi hún bjó yfir. Þau einkennilega sterku áhrif, sem hún hafði á fólk, komu skýrt í Ijós í samskiptum hennar við tollþjónana og burðarkarl- ana. Þeir störðu eins og dáleiddir á hana og þjón- uðu henni með hraða, sem var langt frá því að vera tamur austurlandabúum. Stiller opnaði veskið með þýzku mörkunum. Flutt var inn í lúxushótelið Péra Palace, og þar gat Greta setið í glugganum og látið sig dreyma. Þar hafði hún útsýni yfir Bosporus með blárri slikju í kvöldhúminu. En það urðu ekki mörg tækifæri til dagdrauma, því að ákafamaðurinn Stiller rak þau úr einu austurlenzka hverfinu í annað, þar sem hann virtist vera eins og heimamaður. Öðru hverju fór hann út úr íburðarmiklum bílnum og lét alla stanza, hann hafði fundið fallegan götu- bút eða fagra mosku, og þá vildi hann festa það á kvikmyndina. En oftast stanzaði hann til að kaupa persnesk teppi og austurlenzkan fatnað. Hann prúttaði í gríð og erg við kaupmennina og ók síðan burt sigri hrósandi, þegar hann hafði komizt að góðum kaupum. Garbo fékk kínverska dagt úr purpurarauðu silki með gullísaumi. Svo fékk hún líka forkunnarfagran persianerpels í jólagjöf. Stiller lék þarna óskahlutverk sitt sem rússn- eskur stórfursti og alls staðar voru auðmjúkir þjónar reiðubúnir til að þjóna þessum norræna risa. í Konstantinopel voru margir fátækir, sumir bjuggu meira að segja í gömlu skrautlegu líkkist- unum í gamla kirkjugarðinum. Bærínn var fullur af rússneskum aðalsmönnum, sem flúið höfðu bylt- inguna, og margir þeirra höfðu ofan af fyrir sér sem þjónar á veitingahúsum. Stiller gaf peninga þar sem hann gat komið því við, sjálfur var hann eiginlega Rússi, þótt hann væri sænskur ríkisborg- ari. Hann hafði alizt upp í fátækt í Helsingfors, munaðarlaus hjá rússnesku gyðingunum, ættingj- um sínum. Nú fyrst fannst honum hann hafa feng- ið uppreisn. Hann var auðugur. Greta var jafnfagnandi og Stiller, og sögusagn- irnar bárust til Stokkhólms um það, að þau hefðu gift sig. En þannig var því ekki varið. í minning- um vina hans má lesa, að Stiller hafi verið alltof flókinn persónuleiki til að hægt væri að hugsa sér samband milli hans og konu, eða milli hans og karlmanns. Alma Söderhjelm, finnskur sögu- prófessor og náinn vinur Stillers, skrifar: Það sem enginn hefur enn sagt um Stiller, og kannski hef- ur enginn þorað að segja það, er að allt hjá hon- um, meira að segja tilfinninga- og ástalífið var háð fegurðarleitinni, þörfinni að finna hið óþekkta, að gera það ómögulega. Það var þetta óþeklcta, sem hann fann hjá Garbo. Hin leyndardómsfulla og ögrandi fegurð hennar speglaði þá fjötra sálarinnar, sem hann hafði sjálf- ur fundið og kvalizt af. Þess vegna gat hann sagt: Greta er eins og vax í höndum mínum. Hún verður sjálfsagt ágæt. Ég trúi því. Hátindurinn í dvöl Gretu í Konstantinopel var kvlödverður og dans í sænska sendiráðinu til heið- urs henni og Stiller. Greta kom í kínversku dragt- inni og brátt var kornin löng röð af sköllóttum, tyrneskum liðsforingjum, sem allir vildu dansa við hana. Hún leið um í örmum þeirra og hallað- ist dálítið til annarar hliðarinnar og leit út eins og rós, segir Ragnar Hyltén-Cavallius, sem þar dansaði ekta sænskan hambo við Gretu. — Allt í kringum okkur stóðu litlu liðsforingjarnir og störðu steinhissa á þessa villtu, norrænu dansa. En einn góðan veðurdag voru ekki meiri pen- ingar til. Stiller sendi símskeyti til Berlínar. Ekk- ert svar. Hann settist upp í járnbrautarlest og fór til Berlínar, til þess að komast að raun um, hvað komið hefði fyrir. Hinn skeggjaði Einar Hanson leitaði huggunar hjá Gretu. —■ Hafðu eng- ar áhyggjur, sagði hún. — Moje kemur öllu í lag. En í þetta skipti tókst Moje það ekki. Þýzka félagið hafði orðið gjaldþrota með miklu hneyksli. Ríkisfé, sem renna átti til landbúnaðarfram- kvæmda, hafði verið lánað í kvikmyndaiðnaðinn. Það var fremur framlágur félagsskapur í Kon- stantinopel, sem ekki átti eyri eftir. Þau urðu að ferðast heim á ríkisins kostnað. Hvernig var Gretu innanbrjósts? Hún, sem í upphafi hafði orðið leikkona til að komast burt frá fátæktinni, hún, sem hafði lifað lífi stórstjörn- unnar, gat varla tekið þessari niðurlægingu. Hún gat aldrei gleymt henni. Viðbrögð Stillers voru engum lík nema sjálfum Stiller. Hann hafði liðið skipbrot, en hann vildi ekki koma til Stokkhólms eins og beiningamað- ur. Hann tók á móti Gretu og öllum hópnum í Berlín og gekk hnarreistur inn í lúxushótelið Esp- lanade. Þar pantaði hann heila hótelíbúð. En í Berlín þekktist ævintýramaðurinn aftur. Stiller leitaði árangurslaust eftir verkefni, en sög- urnar um kæurleysi hans með peninga höfðu ill áhrif og dyr kvikmyndafélaganna voru honum lokaðar. Greta og hinir félagarnir sátu eftir á Esplanade, og þegar vikureikningurinn átti að greiðast, fór Stiller til veðlánarans með allt sem Framhald á bls. 45. Mamma Gustafsson grét fögrum tár- um þegar Greta vildi fara með Still- er til þess að leika í „Odaliskan fra Smoína“ í Konstantinopel. En þegar Greta loks Iagði af stað, lét mamma taka mynd af sér brosandi með dótt- urinni. Það voru margir vantrúaðir, þegar Greta fór með Stiller til Tyrk- lands. — Þetta gæti aldrei heppnazt! Þessi fallega mynd var tekin af Gretu stuttu eftir frumsýninguna á „Gösta Berlings saga“ í Berlín. Gagnrýnendur voru frá sér numdir af hrifningu og kölluðu Garbo „drottningu Norðursins“. Allur þýzki kvikmyndaheimurinn fagnaði henni eins og stórstjörnu. Á þessari mynd má greinilega sjá hið einkennilega aðdráttarafl og sérkennilega þokka Gretu Garbo.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.