Vikan - 13.08.1964, Blaðsíða 25
STALDRAÐ VIÐ HJÁ
VEIÐIGLÖÐUM FRÚM
OG BEITNINGA-_____
MÖNNUM ÞEIRRA
EITT SÓLBJART SfÐDEGI
VIÐ NORÐURÁ.
Hrund er greinilega sammála og segir um leið og hún bandar og
patar frá sér flugnagerinu, að mýbit fái þeirri staðreynd aldrei
grandað, að staðurinn sé „alveg yndislegur“.
Kaffið er rjúkandi heitt á könnunni. Eftir að hafa gert hlöðnu
borði ráðskonunnar góð skil, höldum við aftur niður með á. Önnur
ung hjón verða á vegi okkar fyrr en varir, Gunnar Hansson arkitekt
og kona hans, Hulda Steinunn Valtýsdóttir. Þau eru saman um
stöng eins og Örn og Hrund, og hér er nákvæmlega hið sama uppi
á teningnum — frúin er með'ann á.
Við göngum til Gunnars, horfum á leikinn og gætum þess að
styggja hvorki fiskinn né veiðimanninn, sem takast á. Hvorugt ætlar
að gefa sinn hlut eftir. Laxinn berst fyrir lífi sínu, og enginn ber
meiri virðingu fyrir þeirri baráttu en veiðimaðurinn sjálfur. —
Gunnar er hinn léttasti og lætur sér vel líka fiskni frúarinnar: „Hún
er alveg lúsfiskin“, segir liann. „Bezt gæti ég trúað því, að hann
tæki hjá henni, ef hún skrúfaði frá
krananum heima. Ég hef hamazt við
að beita í allan dag, og hún kvart-
ar yfir því að ég sé of seinn. Já, hún
er svo sannarlega búin að fá bakterí-
una. Hvernig á líka annað að vera
á svona stað? Hlýtur að vera ein-
hver fallegasti staður á jarðríki. Hér
er hægt að lilusta á róna, kyrrðina,
fegurðina endalaust“. Þetta síðasta
segir Gunnar með svo einlægum
alvörusvip, að við efumst ekki um,
að þetta séu falslausar veiðimanns-
hugleiðingar.
Hulda rennir fiskinum upp í
vatnsskorpuna. Hann slær um sporð-
inum á þurru. Nýrunnin — ferð
hennar fyrsta og síðasta í Norðurá
var þetta, eins og einhver sagði.
„Þá er komið að mér“, segir
Gunnar og seilist eftir rotaranum.
„Þetta geta þær ekki gert sjálfar,
enda „murder in broad daylight“
eins og allir geta séð“. Maðkurinn
er svo kyrfilega kokgleyptur, að
öngullinn hreinlega finnst ekki! „Þá
cr ekki um annað að ræða en að
slíta", segir Hulda og er orðin óþol-
inmóð. En Gunnar fer sér að engu
óðslega og er búinn að beita aftur
að lítilli stundu liðinni.
„Hún kallar það að „laga maðk-
inn“. Sennilega heldur hún, að sami
maðkurinn sé alltaf á“. Hulda kær-
ir sig kollótta um þessa meinlegu
— Og á land náðist hann eftir harða
baráttu. Örn Þór aðstoðar frúna.
Gunnar Hansson: „Ég hamast við
að beita fyrir frúna“.