Vikan - 13.08.1964, Blaðsíða 27
Hans Þórðarson með sigurbros á vör:
„Hvar er löndunarskálin, piltar!“
ferðin, ef maður ætlaði ekki að eiga á
hættu að miss'ann.
Veiðin er komin á land og dagur-
inn á enda. Okkur er boðið að líta
við í veiðimannahúsinu til þess að taka
myndir af öllum hópnum. Á hlaðinu
er Einar Jósefsson kaupmaður að ganga
frá veiðinni og græjunum. Hann og
eiginkonan, Stefanía, höfðu átt góðan
dag eins og allir aðrir, enda var
Stefanja veiðidrottning eftir daginn.
Inni bíður kvöldmaturinn eftir lún-
um, en ljómandi ánægðum veiðimönn-
um. Þetta er búinn að vera langur og
þægilega þreytandi dagur fyrir alla
aðila. Við skjótum nokkrum myndum
á hópinn, þiggjum löndunarskálina,
þökkum fyrir daginn. Menn eru þegar
teknir til við mat sinn, svo við sjáum
okkur þann kost vænstan að kveðja
og bjóða góða nótt.
Við höldum úr hlaði. Löng leið fyrir
höndum. Vonandi finnst eitthvað æti-
legt í ísskápnum, þegar heim kemur.
Jakob Þórir Möller.
— Og leikurinn berst nær landi.
Ekki er annað að sjá en frúrnar séu í
sólskinsskapi eftir ljómandi veiðidag,
en þær eru frá vinstri: Hrund Hans-
dóttir, Hulda Steinunn Valtýsdóttir,
Unnur Guðjónsdóttir, Stefanía Ottesen,
Hanna Þórðardóttir og Adda Árnadóttir.
VIKAN 33. tbl.
27