Vikan - 13.08.1964, Blaðsíða 34
vísu stundum ýmis sálfræðileg
brögð".
„Eins og t.d. hvað?"
„Ja — við skulum segja að ég
hafi mann í yfirheyrslu í sambandi
við eitthvað eitt mál, og að mig
gruni jafnframt að hann sé við
fleira riðinn — hafi fleira á sam-
vizkunni. Þá mundi ég e.t.v. hafa
skýrsluna um mál hans opna á borð-
inu fyrir framan mig, en leggja
svo nokkrar aðrar skýrslur á hvolf
í bunka við hliðina á henni á borð-
inu.
Þá fara þeir oft að geta sér til
hvað ég viti mikið, hvaða mál verði
tekin fyrir næst, og æsa sig upp í
allskonar hræðslu og spenning. Svo
lýkur þessu eina máli, og ég fer
að tala um allt aðra hluti, forðast
að minnast á önnur mál, þangað
til þeir springa loks af forvitni eða
einhverskonar spennu, og fara að
játa á sig fleiri afbrot, sem þeir
halda að ég viti um, en sé að
geyma þangað til síðar.
Annað er t.d. að . . . Nei, ann-
ars, ég má ekki segja þér meira
um þetta, því það kemur alveg
upp um okkur, og við getum ekki
notað þetta í framtíðinni".
„Jæja. Segðu mér þá eitthvað
annað. Eitthvað í sambandi við
yfirheyrslur, svo ég geti varað mig
á þér þegar þar að kemur".
„Ég veit svei mér ekki . . . Ann-
ars kemur oft ýmislegt skrýtið í
Ijós í yfirheyrslum og við hús-
leit . . ."
„Húsleit? Ekki gerið þið húsleit
nema fá um það úrskurð, er það?"
„Jú, ef sakborningur leyfir okk-
ur að leita hjá sér".
„Og er nokkur svo vitlaus að gera
það?"
„Já, það kemur oft fyrir, og ekki
svo gott að komast hjá því. Við
erum t.d. að ásaka þá fyrir þjófn-
að, en þeir neita. Þá segir maður
t.d.: „Ef þú ert svona alsaklaus, þá
hlýtur þér að vera sama um það
þótt við leitum heima hjá þér?"
„Leita? Það er nú líklega. Þið
finnið ekkert hjá mér hvort sem
er", — segja þeir og vona að maður
sé bara að blekkja þá og ætli alls
ekki að leita neitt. En þá tekur
maður þá á orðinu, skrifar svarið
niður á skýrslu, sem þeir undirrita.
Og það eru furðulegustu hlutir,
sem maður finnur við svoleiðis leit.
Einu sinni vorum við með stráka,
sem höfðu játað á sig eitthvað
smávegis, en við fengum ekki meira
út úr þeim, þótt við værum vissir
um að þeir hefðu meira á sam-
vizkunni. Meðal annars, sem þeir
höfðu játað, var þjófnaður á nokkr-
um hjólkoppum af bílum. Svo sam-
þykktu þeir að við fengjum að leita,
en voru þá búnir að gleyma því
að þeir höfðu játað á sig hjól-
koppaþjófnaðinn.
Þegar við komum heim til þeirra,
fórum við að spyrja þá um hjól-
koppana, hvar þeir væru geymdir.
Það kom töluvert á þá, en loks
losuðu þeir nokkrar fjalir innan úr
súð á háaloftinu, og þar voru hjól-
kopparnir geymdir.
En þar var líka meira, sem þeir
höfðu aldrei játað á sig. Það fund-
um við heilan fjársjóð af stolnum
munum, og gátum upplýst fjölda
innbrota og þjófnaða með því".
„En er ekki stundum erfitt að
finna stolna muni á heimilum —
ef þeir eru ekki faldir, heldur aðeins
hafðir þar eins og hverjir aðrir
munir?"
„Það getur orðið. En oft höfum
við svo góða lýsingu á hlutunum,
að við getum þekkt þá strax. Og
það er t.d. dálitið einkennilegt að
finna transistor útvarpstæki eins og
þetta þarna á skápnum, falið inni
í fataskáp. Eða nýja kvenmanns-
skó innpakkaða langt undir dívan
o.s.frv."
„Hvernig er það í sambandi við
innbrot, Haukur, getið þið stund-
um fundið sannanir á staðnum,
eins og maður les um í reyfurum . . .
fingraför, t.d.?"
„Já, það er oft að við finnum
fingraför og vitum þannig hver
þjófurinn er. En við reynum í allra
lengstu lög að láta sökudólginn
ekkert vita af því. Notum það ekki
fyrr en í allra síðasta lagi. En auð-
vitað fær dómarinn að vita það".
„Hvernig stendur á því?"
„Jú, það er einfaldlega vegna
þess, að við kærum okkur ekki um
að þjófurinn viti að við höfum
fingraför hans á skrá. Þá varar
hann sig í framtíðinni á því að
láta þau sjást. Ef hann veit ekkert
um það, má reikna með að hann
sé kærulausari með fingraför og
að við getum notað þau síðar sem
vitneskju eða sönnun gegn honum".
„Utlendir Sherlockarar geta fund-
ið það út af mörkum eftir verkfæri,
hver hefur opnað peningaskáp og
svoleiðis. Getið þið það?"
„Það er oft. Tæknideildin getur
oftast sagt okkur hvaða verkfæri
hafa verið notuð, hvaða tegund-
ir af kúbeinum, töngum, hömrum
og svoleiðis. Stundum vitum við
fyrirfram hvaða verkfæri við mun-
um finna hjá þjófnum, þegar við
náym honum".
„Þú átt við að innbrot séu fyrir-
fram skipulögð og að menn hafi
með sér á staðinn sín eigin verk-
færi, rétt eins og handverksmaður?"
„Já, mikil ósköp. Það held ég nú.
Hér hafa verið til vel og vandlega
skipulagðir innbrotsflokkar, sem
hafa stolið ógrynni fjár.
Það eru ekki ýkjamörg ár síðan
að nokkrir menn tóku sig saman
um að fara tveim til þrem tímum
of snemma í „vinnuna" á morgn-
ana, og nota tímann til að brjót-
ast inn. Enginn þeirra var undir
áhrifum víns, og þeir gengu að
þessu „starfi" eins og tæknilegir
sérfræðingar og höfðu með sér öll
nauðsynleg verkfæri. Þannig tókst
þeim að stela töluverðu magni af
peningum, og voru orðnir óvenju-
færir í faginu.
Ég minnist eins þjófnaðar þeirra,
sem var svo snyrtilega framkvæmd-
ur — ef ég má nota slíkt orð — að
engin leið var að finna þar nokk-
ur vegsummerki.
Þetta var í skrifstofu þar sem
miklir peningar voru geymdir í pen-
ingaskáp. Það voru aðeins þrír
menn, sem vissu hvar lyklarnir að
skápnum voru geymdir í opinni
skúffur úti í horni skrifstofunnar.
Engin ummerki sáust á skápnum,
og engan grunaði að innbrot hefði
verið framið fyrr en nokkru síð-
ar. Þegar við fórum að rannsaka
34
VIKAN 33. tbl.