Vikan


Vikan - 13.08.1964, Blaðsíða 20

Vikan - 13.08.1964, Blaðsíða 20
MARGSKONAR LOSTÆTI HEITT SARDÍNUBRAUÐ. Ristið franskbrauðssneiðar Ijósbrúnar, smyrjið og þekið þær með hálfum útbeinuðum sardínum í olíu eða tómatssósu. Stráið svolitlu hvítlaukssalti eða hvítlauksmjöli yfir og leggið eina þykka sneið af sterkum osti ofan á. Bakið í ofni þar til osturinn er ljósbrúnn. Berið strax á borð. KJÖTFARS MEÐ KÚMENBÖKUÐUM KARTÖFLUM. í hakkað kjöt er blandað köldum mörðum kartöflum, nokkr- um baconsneiðum skornum langsum, smásöxuðum lauk, sem helzt hefur verið soðin stutta stund fyrst í smjöri, og HP-sósu. Búið til lengju úr farsinu og leggið í eldfast fat. Penslið með olíu, sem blandað hefur verið í svolítið af soya (má vera kínversk). í botninn á fatinu eru settar nokkrar matsk. af vatni, eða rauð- vínsblöndu eða grænmetissoði og farsið síðan steikt í ca. 20 mín. við 250 gr. hita. Minnkið síðan hitann niður í 175 gr. og steikið áfram 1 15-—20 mín. Veljið jafnstórar kartöflur og burstið þær tandurhreinar, kljúfið þær eftir endilöngu og penslið sárið með olíu. Saltið og stráið pipar og kúmeni yfir hvern kartöfluhelm- ing. Annað hvort má raða kartöflunum kringum farsið og steikja þær með, eða nota annað fat, sem samtímis er sett í ofninn, en þá er ágætt að strá þykku lagi af grófu salti í botn þess og leggja kartöflurnar á það. Betra er að hafa kartöflufatið þa á hillu fyrir neðan kjötið. SÍLD STEIKT I MÁLMPAPPÍR. Sé síldin steikt í málmpappír, losnar fólk við lyktina af henni. Klippið ferhyrninga, ca. 25 cm. á hvern kant og smyrjið þá vel að innan. Á hvert blað er svo lagt eitt síldarflak, sem hefur verið þvegið vel og beinin tekin úr og síðan vel þerrað. Yfir flakið er stráð persilju eða smásöxuðum lauk, svolitlu af krydd- pipar og smjörbitum. Leggið flökin saman í tvennt og lokið vel pakkanum. Setjið í eldfast fat og steikið í 20 mín við 250 gr. hita. Sé óskað eftir sósu, má gera hana með því að blanda karry eða sinnepi í rjómablöndu. DJÚPSTEIKTIR KJÚKLINGAR. Ca. 500 gr. kjúklingar eru skornir í stykki og soðnir í 15 mín. í vatni með salti, lárviðarlaufi og hvítum pipar. Stykkin tekin upp úr og látin kólna, en á meðan er gert deig úr: 214 bolla af hveiti, 1 tsk. pressugeri, 3 matsk. matarolíu og 4 dl. volgu vatni. Deigið á að hræra eins lítið og hægt er og láta það standa á köldum stað í Yz—1 klukkutíma. Hitið matarolíu í þykkbotn- uðum potti upp í 180 gr. Hægt er að prófa hitann með setja hveitibrauðsmola út í og verði hann brúnn strax er olían hæfi- lega heit. Skerið kjúklingana í smærri stykki ef vill og kryddið með salti, hvítum pipar og salvía. Dýfið þeim með gaffli í deigið og látið renna af þeim andartak, ef óþarflega mikið deig hefur setzt á þá og sjóðið síðan í olíunni í 10—15 mín. og hafið ekki of mikið í pottinum í einu. Látið feitina renna af á þykkum pappír og haldið þeim heitum í ofni meðan hin stykkin eru að steikjast. Nota má olíuna aftur. Borið fram með salati úr niður- skornum tómötum og smásöxuðum lauk í edikssósu. Franskar kartöflur góðar með. SÚPA ÚR GRÆNUM BAUNUM. í súpu fyrir 4 er rétt að reikna með 1 hálfdós af grænum baunum og einum pakka af frystum baunum. í það fer 1 lítill laukur, IV2 dl. þykkur rjómi, 1 matsk. rifin piparrót og 1 búnt hreðkur. Laukurinn er saxaður smátt og soðinn mjúkur í svo- lítilli feiti. Bætið svo niðursoðnu baununum í, en látið soðið renna af þeim. % 1. vatn með 1 hænsnakjöts-súputening er sett í og látið sjóða í 5 mín. Búið til smjörbollu úr IV2 matsk. af smjöri og sama af hveiti og bætið í, látið sjóða aðrar 5 mín. og blandið þá frystu baununum í og hitið í súpunni. Kryddið með salti, nýmöluðum hvítum pipar og setjið V2 dl. af rjóma saman við. Það sem eftir er af rjómanum er svo þeytt og rifinni pipar-^ rót blandað í og svolitlu salti, og sett út á hvern súpudisk. ® Síðbuxur á síðsumri Stærð 38-40 Efni: Um 2,10 m. (tvær síddir) af 70 sm. einbreiðu, þéttofnu, nokk- uð grófu bómullarefni, eða sé efnið tvíbreitt, 1,40 m., þarf eina sídd, megi munsturs eða efnis vegna sníða annað stykkið upp og hitt stk. niður. Nægi efnisbreiddin ekki vídd buxnanna má sauma auka við afturstykkin. í buxurnar þarf 20 sm. langan rennilás. Búið til sniðin með því að strika ferninga á pappír, 5x5 sm. hvern, teikna síðan útlínur sniðanna eftir skýringarmyndinni og klippa út. Mælið nú sídd og vídd snið- u f anna og mátið hæfilega stærð. ’JL fl <9 Ath. að buxurnar með axla- T ■BÉ LTVi “7r —1 böndunum ná í mitti, en þær x 2 1 -1 . með beltinu nokkru neðar. j r mn t 1 Þessar línur eru greinilega ~ J f 1 merktar á skýringarmyndinni. ~ 1 J L Leggið sniðin á efnið þannig g £ $JSB að það nýtist sem bezt og ath. T 0 e jT >9 % að örvarmerki liggi eftir L —1 ]A þræði. Sníðið streng — eða ~r IJ jr 4h axlabönd eftir jaðri efnisins. ”1 n- V Sníðið hliðar og skálmasauma ~ j 1 J \ 9 með 3ja sm. breiðu saumfari, ~ j | J TS en skref og mittissauma með _ T r IV2 sm. saumfari. r 7 V j u Merkið greinilega fyrir T' 1 saumförum og sniðsaumum I 8 með þéttri lykkjuþræðingu f ’ 1 cðii kulkípappii o§ smðalijoli. r’ Þræðið buxurnar vandlega 1 V m m\\ — - — m — — — Framhald á bls. 48. 2Q — VIKAN 33. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.