Vikan


Vikan - 13.08.1964, Blaðsíða 45

Vikan - 13.08.1964, Blaðsíða 45
Olymp • Hér er hin vinsæla OLYMPUS S ... 35 mm. • Framúrskarandi myndavél á hóflegu verði. • Útbúin öllum tæknilegum nýjungum. • Mjög ljósnæm, Olympus Zuiko, linsa, F I. 8=42 mm, sem gefur eggskarpar myndir við allar aðstæður! • Innbyggður ljósmælir! • Sjálfvirk á allar hraðastillingar! • Ný gerð: OLYMPUS SC, er með CDS-ljósmæli, sem er margfalt ljósnæmari en eldri gerð ljós- mæla. — SAMA VERÐ. INNFLYTJENDUR: SÖLUUMBOÐ í REYKJAVIK: VERÐ AÐEINS KR. 4.496,00. LJÓSOP: 1.8 = 42 mm. • Vegna hinnar ljósnæmu linsu, þá getið þér tekið innimyndir, litmyndir eða svart-hvítar mynd- ir, án þess að nota leift- urljós (flash). ÍSALDA sf. HANS PETERSEN hf. Pósthólf 1075, Reykjavík. Bankastræti 4, sími 20313. fullkominn. Varð henni hugsað til látins föður síns? Hann hafði líka verið fallegur draumóra- maður. Þegar Stiller komst á snoðir um hvað Gretu og Pabst hafði farið á milli varð hann frávita af afbrýðissemi. Greta fór að gráta og var óhuggandi. En Still- er tók hana í faðm sér og varð að föðurnum, sem fyrirgaf. Hann sór að það væri hann, sem bezt vissi hvernig framtíð Gretu ætti að verða. Það er hugsanlegt, að hann hafi haft rétt fyrir sér. Nokkr- um dögum seinna fengu þau Greta og Stiller heimsókn á Esp- lanade. Það var lítill Ameríku- mðaur með ístru og vingjarnlegt, glansandi og kringlótt andlit. Hann virtist vera vingjarnlega umhyggjufullur, en samtímis geislaði út frá honum geðvonzk- an. Þetta var Louis B. Meyer, voldugasti kvikmyndaframleið- andi heimsins. Meyer hafði sagt, að „Gösta Berlings saga“ hefði það sem hann leitaði að. Stiller lét sýna myndina og var viðstaddur með túlk með sér því að hann kunni ekki ensku. Myndin sýndi fegurð og glæsileika Vermalands með majorsfrúnni og herramönnum Ekebys fögrum konum og for- drukknum Gösta Berling. Litli filmkóngurinn geispaði. Þá birt- ist Greta Garbo. Meyer rétti úr sér í stólnum. — Hver er þetta? Stiller hristi stálgráan hármakk- ann og veifaði Gretu burt. -—■ Horfið heldur á kvikmyndina, öskraði hann á sænsku, — horf- ið á snillingshandbragðið á leik- stjórninni. Meyer settist rólegur aftur strauk slétt hárið og hugs- aði með sér, að ágætt gæti verið að hafa svona villimann eins og Stiller með sér til hinnar sólbök- uðu og dauflegu Hollywood- borgar. Á eftir fékk Stiller gullhamra fyrir myndatökuna. En kvik- myndakóngurinn vildi gjarnan hitta Garbo, gætu þau ef til vill borðað saman? Það var ákveðinn miðdegis- verður. Stiller lét ekki tilviljun- ina ráða við þetta tækifæri. Hann kom snemma með Gretu og túlk. Gretu setti hann á móti sæti kvik- myndajöfursins í þægilegum skugga pálmatrés. Mayer kom vaggandi í átt til þeirra, og það fyrsta sem hann sagði var þessi setning, sem túlkurinn bar til Gretu: — Segið henni að karl- mennirnir í Ameríku séu ekki hrifnir af feitum stúlkum. Greta varð hugsi. Það voru nákvæmlega tvö ár síðan Stiller hafði sagt henni, að hún gæti fengið hlutverk Elisabeth Dohna í „Gösta Berlings saga“ ef hún grenntist um 10 kíló. Það gat varla farið á milli mála, hvernig kona átti að líta út í kvikmynda- heiminum. Henni hefur sjálfsagt fundizt þessir tveir menn hlægi- legir og barnalegir, og var það kannski á þessu andartaki, sem bros hennar varð til? Þetta blíð- lega og örlítið háðslega bros, sem brátt átti eftir að verða dýr- mætasta einkenni Gretu. Mayer og Stiller höfðu hugann við peningana. Stiller átti að fá 1500 dollara á viku, Garbo 350 dollara. Þetta var til að byrja með í Hollywood. Þannig varð heimkoman til Stokkhólms samt sem áður sigur- för. Stiller varð brátt önnum kafinn við undirbúning Ameríku- ferðarinnar. Hann gat losað Gretu úr samningum við Dramat- en en það gekk erfiðlegar með móður hennar. Greta var aðeins nítján ára, og án leyfis móður sinnnar gat hún ekki fengið vega- bréf í þessa ferð. Það runnu mörg tár og heyrðust margir hurða- skellir og rödd Önnu mömmu heyrðist langar leiðir í skammar- hrinunum. En þá hlotnaðist skyndilega Ölmu, stóru systur Gretu, fyrsta kvikmyndahlut- verkið, og mamma var þá eftir- gefanlegri og skrifaði undir alk. pappíra í ameríska sendiráðinu. Á Jónsmessukvöldið fór Greta frá Stokkhólmi með Stiller. Fjöldi vina þeirra var kominn til að kveðja þau, en móðir Gretu var ekki meðal þeirra. Hún sat heima hjá Ölmu, sem hafði orðið að hætta á framabraut kvik- myndanna. Hún hafði fengið berkla. Greta lofaði að senda peninga heim, strax og hún væri komin á áfangastað. Framh. í næsta blaði. Skál! Fáðu þér einn og láttu svo flöskuna ganga. VIKAN 33. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.