Vikan - 13.08.1964, Blaðsíða 10
BJARNASON
rannsóknarlögregluþjónn segir
Hann segir að þar geti allt komið
fyrir og að aldrei sé hægt
að fullyrða um nokkurn
hlut fyrirfram, nema eitt:
Að þjófurinn finnist fyrr eða siðar.
HAUKUR
frá ýmsum viðskiptum
við afbrotamenn.
Þau hömuðust baeði við að
vikurkenna á sig þjófnað-
inn og skila pengingun-
um . . .
Það var mikið að gera hjó skart-
gripasalanum þennan eftirmiðdag,
svo að afgreiðslufólkið tók ekkert
sérstaklega eftir unga manninum,
sem beið kurteis eftir afgreiðslu við
endann ó borðinu. Það voru ferm-
ingar framundan og margir a@
velja gjafir. Konurnar vildu fó að
skoða alla hluti, spyrja um verð
og ræða um það sín á milli hvað
væri bezt og ódýrast. Þess vegna
þurfti maðurinn að bíða nokkra
stund áður eh hægt var að sinna
honum.
Loks kom að því að úrsmiðurinn
sjálfur spurði hvað hann gæti gert
fyrir hann. Jú, hann var með arm-
bandsúr, sem þurfti viðgerðar við,
hvort ekki væri hægt að Ijúka því
fljótlega, því hann væri ekki bú-
settur í bænum, en vildi gjarnan
taka það með sér aftur þegar hann
færi heim.
Til þess að geta eitthvað um það
sagt, hversu langan tíma viðgerð-
in tæki, fór úrsmiðurinn með úrið
inn á vinnustofu sína, til að gæta
að hvað að því væri. Hann sá fljót-
lega að úrið var óhreint og þurfti
að hreinsa það. Það mundi taka
einn til tvo daga.
Hann ætlaði að fara að loka
því aftur og segja manninum úr-
skurðinn, þegar hann tók eftir þv!
af hvaða gerð úrið var. Þessi gerð
var í rauninni algeng, og ekkert
við það að athuga, því úrið var
vandað og vel þess virði að leggja
peninga í að gera við það . . .
en . . . það var komið upp í vana
að þegar hann fékk þessa gerð úra
til athugunar, að gæta sérstaklega
að því hvaða úrsmiður hefði selt
það, hvenær og hvaða númer væri
á úrinu.
I hvert sinn, sem úr er selt í
verzlun í Reykjavík, þá merkir úr-
smiðurinn úrið og skrifar hjá sér
framleiðslunúmer þess. A þann
hátt hefur mjög oft tekizt að finna
aftur úr, sem hafa á einhvern hátt komizt í annarra
manna hendur vegna þjófnaðar eða annnarra atvika,
og þessi úrsmiður vissi að árið áður hafði töluverðu
magni af samskonar úrum verið stolið, þegar innbrot
var framið hjá einum samstarfsmanni hans í bænum.
Númerin á öllum þeim úrum höfðu verið skrásett á
lista, sem lá frammi hjá úrsmiðunum.
Og af gömlum vana leit hann á númerið á úrinu
og bar það saman við listann.
Jú, það bar ekki á öðru. Númerið var einmitt á
listanum.
Hann settist niður augnablik til að hugsa sig um
hvernig hann ætti að fara að því að afgreiða þetta
mál. Svo tók hann upp símann og hringdi á lögregl-
una.
Þegar hann hafði skýrt málið fyrir þeim, báðu þeir
hann um að reyna að tefja fyrir manninum dálitla
stund. Maðurinn var þegar búinn að bíða nokkuð
lengi, svo hann hlaut að vera farinn að gruna eitt-
hvað, svo þeir komu sér saman um aðra aðferð.
Svo gekk úrsmiðurinn fram í verzlunina aftur.
„Jú", sagði hann við manninn, ,,það er greinilegt
hvað er að úrinu. Það er í sjálfu sér ekki mikið verk
að gera við það — tekur kannske tvo til þrjá tíma
— en þv! miður þá hefi ég ekki til þau varastykki,
sem til þarf. Eg hefi ekki seit þessa gerð, og á því
miður ekkert í þau.
En ef þér farið með það til hans N.N. hérna að-
eins neðar í götunni, þá gerir hann við það fyrir
yður á skömmum tíma".
„Hvað er að úrinu?" spurði maðurinn.
„Nú, óróaásinn er brotinn og spírallinn flæktur. Það
þarf að skipta um hvorttveggja. Á ég kannske að
hringja fyrir yður og vita hvort þetta er til?"
„Já, þakka yður fyrir. Það væri mjög vingjarn-
legt".
Og úrsmiðurinn hringdi til N.N. og spurði hvort
stykkin væru ekki til. Jú, jú, sendu bara manninn
hingað, það verður tekið á móti honum hérna. Það
bíður alveg sérstök móttökunefnd . . .
Og svo gekk ungi maðurinn út með úrið í vasan-
um. Þegar hann kom inn úr dyrunum hjá N.N. var
klappað kurteislega á öxlina á honum og hann vin-
ViStal: GuSmundur Karlsson
fjf- &
samlega beðinn um að „koma með".
Það sannaðist fljótt, unga manninum til mikils léttis,
að hann var alsaklaus og honum var sleppt, eftir að
hann hafði skýrt frá því, hvar hann hefði fengið
úrið og hvenær, hvað hann hefði greitt fyrir það og
ýmislegt annað smávegis.
Það kom í Ijós að hann hafði keypt það af manni
á förnum vegi, sem hann vissi þó deili á. Sá náungi
átti heima á Akranesi, stundaði þar sína löglegu
vinnu, og ekki ti! þess vitað að hann hefði innbrot
og þjófnað að tómstundaiðju.
Það var samt því miður nauðsynlegt að halda unga
manninum einangruðum, þangað til hinn hafði fund-
izt, enda voru þegar gerðar ráðstafanir til þess.
En hann neitaði auðvitað öllu, og ekkert fannst hjá
honum, hvernig sem leitað var. Hann var yfirheyrður
í þaula, honum sýnt úrið og sagður framburður unga
mannsins, þar til hann loks gafst upp og játaði. Svo
vísaði hann lögreglunni á felustað þýfisins.
Það var í bílskúr þar í bænum, og þeir urðu að
brjóta upp stóran hluta af steinsteyptu gólfinu. Þá
komu þeir niður á kassa og í honum voru tugir eða
hundruð úra, vandlega innpökkuð í plast til geymslu
um óákveðinn tíma.
Þannig komst upp um einn stærsta skartgripaþjófn-
að á síðari árum, sem framinn hafði verið rúmu ári
áður.
Þetta má vissulega verða þeim til varnaðar, sem
hafa áformað ólögleg eigendaskipti á úrum, hvort
sem um er að ræða eitt einasta úr, eða nokkur
hundruð, hvort sem þau eru ný eða gömul — það
benda allar líkur til þess að slíkt muni komast upp
um síðir.
„Það eru oft tilviljanir", sagði Haukur Bjarnason
rannsóknarlögreglumaður, „sem koma okkur á spor-
ið. En oftast er það, að við finnum mennina sjálfir
eftir ýmsum leiðum. Við þekkjum starfsaðferðir margra,
og þótí við getum e.t.v. ekki sannað á þá ákveðin
innbrot eða þjófnaði, þá kemur eiginlega alltaf að
því að þeir verða teknir fyrir eitthvað annað, og þá
kemur mjög oft í Ijós heilmikið af eldri afbrotum
um leið".
JQ _ VIKAN 33. tÞl.