Vikan - 13.08.1964, Blaðsíða 11
„Reyna þeir þá ekki að þegja yfir því, sem
þið hafið ekki komizt að?"
,„Það er alls ekki alltaf. Það kemur oft fyrir
að þeir „gubba" eins og við köllum það. Þá létta
þeir alveg á samvizkunni og segja okkur allt,
sem þeir hafa gert ( lengri tíma. Þá er venju-
legast eins og það létti töluvert á þeim á eftir,
og þeir verða aðrir menn".
„Slík allsherjarjátning hlýtur þá að þyngja
dóminn töluvert, er það ekki?"
„Það þarf ekki alltaf að vera. Ef menn opna
sig og skýra af sjálfsdáðun frá afbrotum, þá er
venjulega tekið linari tökum á þeim, og oft skiptir
ekki miklu máli í sambandi við dóm, hvort þeir
hafa brotizt inn 3 sinnum eða 13 sinnum.
Ég tala nú ekki um unglingana, sem eru tekn-
ir fastir í fyrsta sinn. Venjulega er farið vel með
þá, og þeim gefið tækifæri til að bæta sig. Þá
er saksókn annaðhvort frestað um óákveðinn
tíma — venjulega tvö ár — eða að þeir fá skil-
orðsbundinn dóm.
Þegar saksókn er frestað, eru fyrir því þau
skilyrði að þeir brjóti ekkert af sér næstu tvö árin.
Ef upp kemst á þeim tíma, að þeir hafi í raun-
inni framið fleiri afbrot en upp komst, — jafn-
vel þótt þau hafi verið framin áður en þeir voru
teknir fastir — þá er farið með slík mál sem ný
afbrot, og þá fellur líka á þá dómur í fyrsta mál-
inu. í slíkum tilfellum er það auðvitað argasta
vitleysa að létta ekki algjörrlega á samvizkunni,
og vonast til að fá frestun á allri súpunni.
En þetta vita allir okkar „viðskiptavinir" og ef
ekki, þá skýrum við þeim frá því".
„Já, að sjálfsögðu notið þið þetta sem nokkurs-
konar svipu á þá, svo að þeir játi á sig allt,
sem þeir geta".
„Nei, það er ekki gert einungis ( þeim tilgangi.
Okkar starf er ekki aðeins fólgið í þv( að fá menn
til að játa á sig allskonar afbrot, heldur ekki síð-
ur — og raunar fyrst og fremst — að reyna að
hreinsa þá af öllum grun. Okkur Kður auðvitað
miklu betur, þegar okkur hefur tekizt að sanna
sakleysi manns, sem hefur verið grunaður um
eitthvert afbrot. Og það er líka nauðsynlegt fyr-
ir okkur að reyna að sanna sakleysi sakborn-
inga. Það hefur semsé oft komið fyrir að menn
hafa játað á sig afbrot, sem þeir eru alsaklausir
af. Þá er það auðvitað okkar fyrsta verk að
sanna sakleysi hans og hafa upp á réttum söku-
dólg".
„Hvernig í ósköpunum getur staðið á því að
menn fara að taka á sig annarra sakir, Haukur?
Nú held ég að þú sért að gera að gamni þínu".
„Nei, það er nú öðru nær. Það er þó nokkuð
algengt. Ég tala nú ekki um í málum, þar sem
menn eru grunaðir um akstur undir áhrifum
áfengis. Þá er oft að kunningjar, sem hafa verið
í bílnum, segjast hafa ekið. Slíkir kunningjar
hafa þá kannske ekki smakkað vín, eða að þeir
eru undir prófaldri, eða að það eru kvenmenn.
Kærustur, eiginkonur eða slíkt".
„Já, ég skil. Þeim finnst þá minna gera til þó
þær missi réttindin, eða fái þau ekki ( bili".
„Já, og svo eru ótal aðrar ástæður. Ung'ling-
ar, sem aldrei hafa hlotið dóm, og vita að þeir
fá ákærufrest eða skilorðsbundinn dóm, taka á
sig sök fyrir kunningja, sem hafa hlotið dóm
áður, eða eiga skilorðsdóm yfir höfði sér. Kven-
fólk er til með að taka á sig refsidóm fyrir karl-
menn, því þær vita sem er að kvennafangelsi er
ekki til hér á landi, og að ekki er hægt að „setja
þær inn".
Ég man annars eftir einu máli — gleymi þv(
raunar aldrei, því það var svo lærdómsríkt fyrir
mig — þar sem karl og kona tóku á víxl á sig
sökina og gerðu málið svo flókið, að maður skildi
varla nokkuð í því . . ."
„Blessaður lofaðu mér að heyra það".
„Það byrjaði með drykkjuveizlu eins og oft
vill verða. Veizlan endaði svo með því að hús-
ráðandi þar sem veizlan var haldin, hringdi á
lögregluna og skýrði frá því að einhver hefði
stolið af sér 1200 krónum, sem hann hefði verið
með í vasanum.
Lögreglan kom strax á staðinn og þar voru
enn allir viðstaddir, meira og minna drukknir.
Þjófarnir gengu aS sínu starfi eins og hverjir
aðrir handverksmenn eða tæknilegir sérfræð-
ingar, og höfðu með sér í vinnuna öll nauð-
synleg verkfæri.
Þarna var ekki um annað að gera en leita á
fólkinu, enda var sumt af þessu „kunningj-
ar" eins og sagt er í lögreglufréttum, og
vitað var að með réttu hefði enginn þarna
átt að eiga neinn pening.
Það var heldur ekki búið að leita lengi
þegar nákvæmlega þessi upphæð — 1200
krónur — fannst á einum gestanna, ungum
manni, sem við vissum að hafði ekki stund-
að neina vinnu undanfarið og gat því varla
átt þessa peninga. Hann var svo settur inn
um nóttina og tekinn til yfirheyrslu daginn
eftir. Og það þurfti ekki lengi að ræða málið
við hann, því hann viðurkenndi þjófnaðinn
eftir litla stund.
Ég áleit málið leyst, og ætlaði að senda
það til dómara og afhenda réttum eiganda
peningana, þegar ung stúlka kom til mín og
sagðist þurfa að tala við mig. Hún skýrði
svo frá — sem ég raunar vissi — að hún
hefði verið meðal gesta í veizlunni kvöldið
áður, og áður en ég gat talið upp að tíu,
var hún búin að viðurkenna þjófnaðinn líka.
Nú hætti mér að standa á sama, því þarna
hafði ég bæði karl og konu, sem játuðu á
sig sama þjófnaðinn. Samt grunaði mig að
stúlkan væri ekki að segja alveg satt, og
spurði hana í þaula. Ég hafði upp úr henni
að hún væri trúlofuð hinum „þjófinum", og
að hann hefði vafalaust tekið á sig sökina
hennar vegna, og þar kom, að hún sann-
færði mig um að hún væri sú seka.
Piltinum, sem grunaður hafði verið, var
svo sleppt, en ég hafði samband við mann-
inn, sem stolið var frá, og bað hann um að
koma til mín.
Hann var greinilega þunnur og illa hald-
inn, jafnvel þótt tveir dagar væru liðnir frá
veizlunni góðu, en þegar ég tók upp pen-
ingana og ætlaði að afhenda honum þá,
versnaði honum sýnilega. Loks stundi hann
því þó upp, að þetta hefði allt saman verið
eintóm vitleysa í sér. Hann hefði verið bú-
inn að drekka lengi og varla vitað hvað
hann gerði, þegar hann tilkynnti þjófnað-
inn. En sannleikurinn væri sá, að hann hefði
alls ekki átt neina peninga, því hann hefði
verið búinn að eyða þeim öllum. Þarna hefði
því ekki verið um neinn þjófnað að ræða.
Þetta væri allt saman misskilningur, hann
Framliald á bls. 33.
„Jú, þaS er greinilegt. Óróaásinn er brotinn
og spírallinn flæktur . .
T-VERTUVISS!
VIKAN 33. tbl. —