Vikan - 13.08.1964, Blaðsíða 28
ÞAÐ SEM ÁÐUR ER KOMIÐ:
Angelique er dóttir de Sancé baróns af Monteloup, og elst upp í görnlu
höllinni í NorÖur-Frakklandi. Hún er send l klausturskóla, en sótt þang-
aö 18 ára gömul til þess aö giftast de Peyrac greifa, sem faöir hennar
eöa réttara sagt Molines ráösmaöur, sem faöir hennar stendur í viö-
skiftum viö, hefur váliö handa henrti. Enginn í hennar fjölskyldu hefur
séö greifann, en þaö er sagt aö hann sé bæði Ijótur og vondur. Hún
fellst á aö giftast honum, þegar Molines ógnar \henni meö skuldafang-
elsi til handa fööur Jiennar, ef hún gegni ekki. En hún einsetur sér, aö
greifinn fái ekki aö snerta hana. En viö kynningu skiftir hún um slcoö-
un. Greifinn er aö vísu lýttur, en góömenni og prúömenni í hvívetna.
En hann sagöi, aö hún m.yndi koma til hans sjálfviljug, og stolt hennar
kemur í veg fyrir, aö hún geri þaö. Hann er ötull vísindamaöur, og
áhugi Angelique fyrir vísindum, leiöir þau enn meira saman. Erkibisk-
upinn er höggormur í þeirra paradís, en hann reynir aö fá de Peyrac
til aö játa, aö hann standi í samabndi ViÖ djöfulinn. Þar aö auki hafa
þau á tilfinningunni, aö stööugt sé um þau njósnaö og samtöl þeirra
hleruö. Samt kemur aö því, aö liún segir honum frá atvikinu meö eitur-
skríniö, þegar hún Jcom í veg fyrir, aö kónginum yröi byrlaö eitur. En
Angelique er hrædd um, aö einhver ætli aö gera de Peyrac inein. Þessi
kafli hefst þar sem greifahjánin hafa boöiö til mikillar veizlu i
Höll hinna glööu vísinda.
— Konur, sagði Joffrey de Peyrac, með sinni alvarlegu, söngrænu
l rödd. — Og þið herramenn, verið velkomin í Höll hinna glöðu vísinda.
1 nokkra daga munum við rabba saman og borða við sömu borð. Ibúðir
hafa verið útbúnar fyrir ykkur. Þið minið finna hér góð vin, kökur og
ísa og þægileg rúm. Sofið ein, ef þið viljið. Takið þar á móti gesti um
stundarsakir.... eða fyrir ævina, eftir því sem þið viljið. Etið, drekk-
ið, elskið, en verið siðsöm, því ,,það má ekki tala um ástina, ef hún á
að halda bragði sinu.“ Og ein ráðlegging til ykkár enn, konur. Munið
að leti er einn versti óvinur ástarinnar. 1 þeim löndum, þar sem konan
er ennþá þræll mannsins, í Austurlöndum og Afríku, er það oftast skylda
hennar, að leiða húsbónda sinn til gleðinnar. Með okkar menningarþjóð
hafið þér verið ofmetnar. Og oft svarið þér atlotum okkar með fjar-
hygli, sem nálgast deyfð. Lærið þessvegna, að gefa af lífi og sál, og laun
ykkar munu verða meiri ánægja og gleði, en þér hafið áður þekkt.
„Bráðlátir karlmenn, kaldar konur, ánægjulausir elskendur.” Að lok-
um ætla ég að gefa ykkur eina meltingarfræðilega ráðleggingu: Mun-
ið herrar mínir, að vínið Champagne, en af því munið þér finna flösk-
ur við rúm yðar, verkar fremur á ímyndunaraflið en staðfestuna. Með
öðrum orðum; það er betra að drekka ekki of mikið af því, þegar
maður býr sig undir orrustu. E’n ekkert annað vín er þess virði, að
skálað sé í því fyrir unnum sigrum, — Það hressir eftir hamingjunótt.
Bardaginn var jafn fáein andartök og svo ákafur, að tvívegis skuilu mcðal-
kaflar sverðanna saman og andlit skylmingamannanna nærri mættust.
2g — VIKAN 33. tbl.
Framhaldssagan
11
9. hluti
eftir Serge og
Anne Golon
Eykur umhyggjuna og hvilir líkamann. Konur, ykkar skál.
Hann ýtti frá sér armstólnum sínum, setti fæturnar upp á borðið,
tók gítarinn sinn og fór að syngja. Hann sneri grímuklæddu andlitinu
að tunglinu.
Angelique fannst hún vera mjög einmana. Gamall heimur reis nú
aftur úr ösku, í skugga Assézad turnsins, hin blóðheita stúlka frá Tou-
louse hafði fundið sál sína aftur. Ástargleði hafði lagt höllina undir
sig, og öflug æska Angelique fór ekki varhluta af því. Næstum allir
gestirnir voru farnir til herbergja sinna. Sumir þeirra sátu enn í
gluggaskotunum með glas af víni í höndunum og döðruðu. Madame de
Saujac var að kyssa skipstjórann sinn.
Grímuklæddi maðurinn hélt áfram að syngja, en einnig hann var
einmana.
Eftir hverju er hann að bíða? hugsaði Angelique. Eftir því, að ég
kasti mér fyrir fætur hans, og grátbiðji hann um að elska mig?
Það fór hrollur um hana og hún lokaði augunum. 1 huga hennar
var mikið umrót. I gær hefði hún verið tilbúin til að gefast upp. 1
kvöld barðist hún á móti því. „Hann heillar til sín ungar konur með
söng sínum." Þetta hafði virst svo hræðilegt úr fjarska, en svona ná-
lægt var það dásamlegt. Hún reis á fætur og gekk út. Hún taldi sjálfri
sér trú um, að það væri til þess að „forðast freistingarnar." Um leið
minntist hún þess, að þessi maður var eiginmaður hennar fyrir guði
og hristi höfuðið í örvæntingu. Hún var alein og hrædd.
1 nótt myndu. margar konur gefa sig elskhugum sínum á vald, en
hlaupa svo grátandi til skrifta á morgun, krefjast þess að komast bak
við klausturslárnar og fá biæju til að hylja syndirnar. Angelique vissi
vel, að Joffrey de Peyrac óskaði ekki að vinna hana með hjónabandi,
heldur ást. Þótt hún hefði verið gift öðrum manni, hefði Joffrey farið
eins að. Hafði fóstra hennar ekki haft rétt fyrir sér, með því að segja
að þessi maður væri i þjónustu djöfulsins?
Þegar hún gekk niður stigana, fór hún fram hjá pari í áköfum faðm-
lögum. Konan muldraði eitthvað, sem hljómaði eins og lítil bæn. Það
var eins og höllin væri full af andvörpum. Angelique gekk i hvita kjóln-
um sínum í gegnum garðinn. Hún sá hvar Cerbalaud gekk eftir garð-
stígnum; Hann var áreiðanlega að velta því fyrir sér, hvernig hann
ætti að vinna hina siðprúðu stúlku, sem hann lagði ást á. Hún brosti.
1 sama bili sá hún, hvar Chevalier de Germontas kom niður tröpp-
urnar. Hann kom auga á Angelique og dró andann djúpt.
— Plágan hirði þessar suðurfrönsku brúður og gervikonur. Vin-
konan mín litla, sem fram að þessu hefur svo sem verið nógu líkleg,
leyfir sér að reka mér þennan rokna löðrung. Það lítur út fyrir, að
ég sé ekki nógu góður handa henni.
— Það er svo að sjá, að ruddaskapur og trúarbrögð séu einu vopnin,
sem þér hafið. Líklega er vandinn sá með yður, að þér hafið ekki
ennþá ákveðið yður, hvort á að vera framtíðarköllunin.
Hann var mjög rjóður í andliti, kom þétt upp að henni og hún fann
vinþefinn úr vitum hans.
— Vandinn með mig er sá, að ég læt það viðgangast, að óæðri verur
á borð við yður segi mér fyrir verkum. Konur! Þannig á að fara með
þær!
Áður en hún vissi, hafði hann gripið hana og rekið rakar, feitar varir
sínar framan í hana. Hún barðist um og fann til ákafs ógeðs.