Vikan


Vikan - 13.08.1964, Blaðsíða 43

Vikan - 13.08.1964, Blaðsíða 43
E LS f N S ÍTR Ó N UME Svalandi - ómissandi á hverju heimili ir síga niður í bráðið hlaupið. Hauer hrærði i deiglunni með langri, nýrri tréstöng. Þegar hann hafði hrært lengi, beygði hann sig niður og tók steintappa úr gati, og í sama bili rann silfurgljáandi deiglan niður i bræðslumót. —• Ég sé litina Þrjá, hrópaði munkurinn skyndilega. •—< Vizkusteinn- inn! Ég hef séð vizkusteininn! Hann féll á kné frammi fyrir Joffrey de Peyrac, og þakkaði honum stamandi fyrir að hafa leyft sér að eignast Þetta stærsta augnablik ævinnar. — Rísið á fætur, sagði greifinn stuttaralega. — Þetta er allt annað og ómerkilegra, væri einna helzt hægt að líkja Því við regnbogann. Mér þykir það leitt, en hér er ekkert til, sem heitir vizkusteinn. Haldið áfram, Hauer. Angelique horfði á verkamennina taka mótin, sem ennþá voru heit, lyfta þeim upp í vagn og ýta honum að litlum ofni yfir skíðlogandi hlóðum. Heilurnar í botni ofnsins voru mjög hvítar, léttar og gljúpar. Þær voru gerðar úr dýrabeinum. Bécher varð gráhvítur í framan, þegar hann sá beinin og tók að krossa sig og þylja bænir, meðan hann horfði á hvað gamli sagnfræð- ingurinn og aðstoðarmenn hans gerðu. Blýklumpurinn tók að bráðna, og hitinn var aukinn, þar til rjúka tók úr bráðnum' málminum. Hvítglóandi málmurinn ólgaði og sauð, og skrapp smátt og smátt saman, þangað til hann varð á stærð við pönnuköku. Að. lokum lyfti Fritz Hauer þessari pönnuköku upp með töng, stakk henni ofan í vatn og rétti hana fram. Hún var gul og skínandi. — Hreint gull, muldraði munkurinn. —• Það er ekki fullkomlega hreint, sagði Joffrey de Peyrac. •— Það er silfur i því iíka. Munkurinn spurði, hvort hann gæti fengið sýnishorn af þessari fram- leiðslu, til þess að sýna velgerðarmanni sinum, erkibiskupnum. — Takið þetta gullstykki með yður, og skýrið út fyrir honum, að þetta gull komi úr klöopinni, og hann þurfi aðeins að komast yfir land. þar sem slíkar klappir er að finna, til þess að verða ríkur, svaraði greifinn. Bécher vafði þennan dýrmæta klump inn í vasaklútinn sinn en hann svaraði ekki. Morgun nokkurn eftir heimkomuna frá Salsigne. þegar Angelique fylgdi manni sínum inn í bókasafnið rákust, þau á Clément Tonnel, þar sem hann var að skrifa uop’ bókanöfn á vaxtöflur. — Það verður ekki annað séð, en að þér hafið áhuga á latínu sagði greifinn. — Mig hefur alltaf langað til að læra, yðar hágöfgi. Þessvegna er það mér mikið gleðiefni, að vinna þar, sem húsbóndinn er mikils met- inn vísindamaður. Þeear Tonnel hafði yfirgefið bókasafnið, sagði Angelicme: — Ég hef enga ástæðu til Þess að kvarta yfir vinnubrögðum þessa manns en —• ég veit ekki hvers vegna — hann fer meir og meir í taug- arnar á mér. — Hann levfir sér svo sem eitt og annað, en svo lengi sem fróðleiks- fýsn hans lokkar hann ekki inn í rannsóknarstofuna mína.... En Angelique hafði ennþá áhyggjur, og hvað eftir annað þennan dag datt henni brytinn í hug. 23. KAFLI. Nokkru seinna bað Tonnel um leyfi til þess að skreDpa til Niort. vegna arfs sem honum hefði tæmzt þar. Hanni lofaði að koma aftur í næsta mánuði. Það lá gleði í loftinu, hæði heima hiá Angelique og revndar i öllu rikinu. Erkibiskupinn var önnum kafinn við nauðsvniegri verkefni, en að halda grunsemdarauga á keppinaut sínum. de Peyrac greifa. Hans háæruverðugheit hafði nefnilega verið skipaður til þess að fylgja Mazarin kardinála á ferð hans yfir Pyreneafjöll til bess að semja frið við Spánveria. Loksins átti þá að ljúka þessu eilífðar strlði. en okki nóg með það: Sem frekara tákn um friðarvilia sinn, höfðu Spánverjar boðið prinsessuna fram, sem heitmey handa hinum unga konungi Frakklands. Heima fyrir fóru fram miög fjörugar samræður um þessa atburði, og dömurnar í Toulouse héldu því fram, að konungurinn ungi gréti í einrúmi, vegna þess að hann væri viti sínu fjær af ást til bernsku- vinkonu. Þannig atvikaðist það, að kardinálinn var nú á leiðinni suður með átta vagna fyrir sjálfam sig, tíu kerrur fvrir farangurinn. tuttugu og fimm múldýr. hundrað og fimmtíu einkennisklædda þjóna, hundrað riddara og tvöhundruð fótgönguliða. Á þessari ferð vildi hann hafa með sér erkibiskupana af Toulouse og Bayonne. til þess að auka enn á glansinn á þessari sendinefnd. Hinum megin við fjailið kom Don Luis de Hara til móts viðl þessa fjölmennu kaþólsku sendinefnd og stakk mjög i stúf með látleysi sínu og fámenni Hvorugur aðilinn flýtti sér, vegna Þess að enginn sómi var talinn vera að því, að verða fyrri til mótsstaðarins og auðmýkja sig með því að bíða eftir hinum. Síðasta hiuta ferðarinnar var aðeins farið meter fyrir meter, og fyrir eitthvert kraftaverk náðu Italinn og Spánverjinn til mótsstaðarins á sama degi og sama tima. Þegar þangað kom, tók við tímabil óvissunnar. Hvor átti að verai fyrri til að sjósetja bát og fara út að Fasaneynni þar sem samningarnir áttu að fara fram? Báðir fundu lausn til þess að halda stolti sinu. Marzarin kardináli og Don Louis de Hara sendu hvor öðrum samtímis skilaboð um það, að hvor um sig væri veikur. Heimurinn stóð á nálum. Yrði saminn friður? Myndi þetta fyrirhugaða hjónaband ná fram að ganga? 1 Toulouse fylgdist Angelique með atburðinum úr fjarlægð. Annars var hún um þessar mundir upptekin af einkamálum, sem henni fundust þýðingarmeiri. Ást hennar til Joffreys óx dag frá degi, og hana fór að langa til að eignast barn. Fyrst Þá fannst henni, að hún gæti litið á sig sem eigin- konu hans. Þegar hún loksins haustið 1658 varð þess vísari að hún var með barni, grét hún af gleði. Joffrey duldi ekki gleði sína og stolt. Þennan vetur leið lifið létt í gleði innan hallarveggjanna. Skömmu fyrir fæðinguna flutti Angelique til lítillar hallar í neðstu ÞAÐER SPARNAÐUR í AÐ KAUPA GÍNU Óskadraumurinn við heimasauminn Ómissandi fyrir allar konur, sem sauma sjólfar. Stærðir viS allra hæfi. VerS kr. 550,00 og meS klæðningu kr. 700,00. Biðjið um ókeypis leiðarvísi. Fæst ( Reykjavík hjá: DÖMU- & HERRABÚÐINNI Laugavegi 55 og GÍSLA MARTEINSS YNI Garðastræti II, sími 20672 Hljómplatan með íjórtán Fóstbræðrum er að sló öll sölumet íslenzkra hljómplatna enda er hér ó ferS- inni einhver skemmtilegasta og vandaðasta hljómplatan um ára- bil. Á plötunni eru átta lagasyrpur, eða alls 40 lög, og er þetta LP 33 snúningshraða plata. Platan kostar kr. 325,00 og verð- ur yður send hún um hæl, burS- argjaldsfritt, ef þér sendið tékka eSa póstávísun aS upphæS kr. 325,00 SG-hli6mplötur Box 1208 — Reykjavík VIKAN 33. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.