Vikan


Vikan - 17.09.1964, Page 14

Vikan - 17.09.1964, Page 14
Maðurlnn r Solferlno- garðlnum Framhald aff bls. 1? ég legði þig á grúfu og lemdi þig rauða, hvíta og svarta eins og þýzka fánann! Þú ert mikill lista- maður að upplagi, það held ég nú; en mundu þetta — með upp- lagið eitt saman í veganesti get- ur enginn orðið listamaður, því listin er vottur um sigur manns- ins yfir dýrinu. Hegðun þín hefur einkennzt af sjálfselsku. Ég ætla að búa til úr þér listamann. „Sjálfselskufullan listamann", það hljómar fjarstæðukennt, því að sem listamaður verður þú að tilheyra öllum nema sjálfri þér. Litla kvikindið þitt, þú færð ekk- ert te hjá Arminio!" Aldrei fyrr hafði ég séð Jean de Luxe svo æstan. „Hvar eigum við þá að drekka?“ spurði ég. Hann sagði: „Nú förum við og kaupum blóm.“ Og það gerðum við. Hann sagði: „Ungfrúin hérna ætlar að fá vönd af járnurtum.“ „Hvers vegna járnurtir?" spurði ég. „Þær voru uppáhaldsblóm Guys de Maupassants. Ég er búinn að finna það út, sem gengur að þér. í tólf mánuði ertu búin að hanga í leiðslu yfir myndinni af hon- um. Komdu!“ En blómasalarnir höfðu engar járnurtir, og Jean de Luxe sam- þykkti þá rauðar rósir, sem ég varð að borga. Síðan leiddumst við áleiðis til Solferinogarðs. Hann sagði við mig: „Um það bil fyrir tveimur árum, 1906 eða nálægt því, tildruðu þeir upp styttu af aumingja Guy. Þá tóku menn eftir því, að garðvörður- inn var nauðalíkur honum. Ein- hver fréttaritari frá París ritaði greinarkorn um það. Maðurinn, sem garðsins gætir, heitir Cav- alier. Hann er svo líkur hetjunni þinni, að það er alveg sérstakt." Ég sagði og var orðin heit: „Jean frændi, þetta þýðir ekkert. Þegar allt kemur til alls, líkjast allir öllum öðrum lítið eitt. Þegar ein- hver persóna, sem er ekkert, er á yfirborðinu lík annarri, sem er eitthvað, er það nóg til að hin fyrrnefnda fari að stæla hina. Þannig hefi ég séð Theodore Roosevelt sópa gólf í kaffihúsi, Englandskonung selja fisk og Franz Jósef keisara — með veiði- hárin og allt — stunda götu- prang. Hver myndi ekki verða líkur Þýzkalandskeisara, ef hann léti sér vaxa yfirskegg í lögun eins og máfur? Fólkið skapar út- litið, útlitið skapar fólkið!“ Þegar ég þagnaði til að draga andann, sagði Jean de Luxe: „Þetta er nóg! Það vill svo til að Cavalier, gæzlumaður í Selferino- garði, var brjóstbróðir Guy de Maupassants.. Ég á við, að móð- ir Cavaliers hafi gefið Guy de Maupassant að sjúga.“ Ég öskraði: „Ef þetta dygði til að gera menn líka hver öðr- um, ætti helmingur mannkyns- ins að vera með júgur og baula!“ „Ekki svona flugmælsk, ungfrú góð!“ sagði hann. „Og krakkarnir mínir mundu þá fá horn,“ hélt ég áfram, „af því að þau verða trúlega alin á kúamjólk.“ „Þú ert helmingi of gáfuð,“ sagði Jean de Luxe. „Gakktu nú pílagrímsgönguna þína til enda og berðu fram blóm þín.“ Engu að síður þóttist ég hafa borið efra skjöld af Jean de Luxe, mínum tryggasta vini, þótt skömm sé frá að segja. Mér tókst að bregða einhverskonar auvirði- legri rósemd yfir mitt aulalega andlit, og svo gekk ég með hon- mu til Solferinogarðs og minnti þá — viðurkenni ég með sárri iðrun — ekki svo lítið á þessar einskisverðu frönsku unglings- stúlkur, sem nú til dags geta sér frægðar með því að skrifa and- styggilegar sálfræðilegar skáld- sögur. Hann sagði við mig: „Þurrkaðu þessa aulalegu flíru framan úr þér, heyrirðu það? Ég sá hana koma og vil sjá hana fara. Sjáðu minnismerkið!" Ég dró andann djúpt. Þarna var minnismerki goðs míns, Guy de Maupassant. Rósavöndurinn titr- aði í hendi mér er ég gekk nær. En þá, sem ég stóð hjá þessari listasmíði í Solferinogarði, hvað bar þá fyrir þessi augu? Sem himinn er yfir mér, þá stóð Guy de Maupassant þarna sjálfur — stuttvaxinn, gildur, hrokkinhærð- ur, hermannlegur á velli, með geysimikið kastanuíbrúnt yfir- skegg og fáein rauðleit hár neð- an við munninn og hið þóttafulla yfirbragð hins fædda yfirstéttar- manns! Hann var í einskonar einkennisbúningi, hnepptum upp í háls. Fagurskapaðar hendur hans fitluðu við pappírssnepil og svart tóbak, úr hverju hann vafði sér vindling og kveikti í með mikilli fyrirhöfn, dæsti og blés frá sér reyknum. Jean de Luxe sagði, þurr eins og visið lauf: „Má ég kynna: Cavalier, gæzlumaður.“ „Hrífandi!" grenjaði Cavalier gæzlumaður og virti mig fyrir sér hátt og lágt og svo nærgöngult, að mér fannst sem verið væri að flá mig lifandi. Brún augu hans voru dauð og gljáandi eins og kastaníuhnetur, gersamlega sálarlaus, og öðru hvoru strauk hann yfirskegg sitt vandlega og brosti stingandi til mín. Hann var sennilega við- bjóðslegasti maður, sem ég hef nokkurn tíma hitt, og hef ég þó séð sitt af hverju. Hann var það sem kallað er óekta. Nú sá ég nýja hlið á manni á borð við Jean de Luxe; með kulda og þreytu í svipnum hlust- aði hann af ofsalegri þolinmæði þess, sem veit öll svör fyrirfram, en verður að lofa viðmælandan- um að tala sig út. Vindlingur Cavaliers leystist í sundur. Jean frændi bauð honum vindil — eins og hann ætlaðist til — otaði hon- um fram eins og hann ætlaði að stinga með honum og urraði: „Reyktu þetta, maður, reyktu þetta... ! Nei, í guðanna bæn- um, reyndu nú ekki að kvekja í honum með brennisteinseld- spýtu, asninn þinn! Hér er önn- ur af skárri tegund ... Móðir þín, minnir mig, var brjóstmóðir hins mikla Guy de Maupassant?“ „Það var hún,“ sagði Cavalier gæzlumaður. „Það held ég nú!“ „Þessi litla vinkona mín er mikill aðdáandi Guy de Mau- passants." Garðvörðurinn glotti breitt og reigði sig, svo augnatillit hans náði nú aðeins að smjúga í gegn- um millibolinn minn og lítið eitt af undirkjólnum. Jean de Luxe bætti við: „Þú mátt kalla hana ungfrú Bellu.“ Cavalier, garðvörðurinn, sagði: „Já, já, auðvitað, allar stúlkum- ar elskuðu okkur.“ Augu hans ultu nú uppeftir sokkunum mín- um. „Okkur?“ spurði Jean de Luxe. „Okkur Maupassantana," sagði garðvörðurinn og það hlúnkaði niðri í honum. Jean de Luxe sagði: „Hættu nú þessu, Cavalier! Fólk skapar ekki útlit sitt, heldur er það út- litið sem skapar fólkið.“ Ég sagði: „Þetta hef ég heyrt áður.“ Mig minnir að ég hafi flissað svolítið. Jean de Luxe urraði: „Þegiðu!“ Hann var ekki í skapi til að taka gamni. Cavalier sagði þá: „Mér þykir leitt að ég skyldi hneyklsa ykkur með tóbakinu mínu, hermannatóbakinu mínu. En ég hef ekki efni á neinu betra, enda aðeins verkamaður. Þið eruð höfðingjar. Samt sem áður, ef ég nyti þeirra réttinda, sem ég er borinn til, mætti vera að ég þefjaði vel, jafnvel í nösum ykkar og ykkar líkra!“ „Hvaða réttindi ertu að tala um?“ spurði Jean de Luxe. Garð- vörðurinn sagði og andvarpaði tilgerðarlega: „Mér er borgað fyr- Framhald á bls. 33. — VIKAN 38. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.