Vikan - 17.09.1964, Síða 16
SMÁSAGA EFTIR ALBERTO M(
Ef þú ert haldinn þeirri áráttu að daðra við
kvenfólk, þá áttu erfitt með að gera þér grein
fyrir, hvenær tími fyrir þessháttar er hjá liðinn,
og konur fara að líta á þig sem föður eða, það
sem er ennþá verra, sem afa. Þetta er sérstak-
lega erfitt vegna þess, að allir miðaldra karl-
menn hafa fyrir innan þetta venjulega höfuð,
annað miklu betra. Ytra höfuðið er hrukkótt,
gráhært, með af sér gengnar tennur og f|örlaus
augu. Innra höfuðið hefur, aftur á móti, allt
það sama og þegar maðurinn var ungur, þykkt
svart hár, laglegt andlit, hvítar tennur og glampa
í augum. Og það er innra höfuðið, sem lítur
löngunaraugum á kvenfólkið, og ímyndar sér
að þær komi auga á það. En auðvitað sjá kon-
urnar ytra höfuðið og segja: ,,Hvað heldur hann
að hann sé, þessi gamla fuglahræða? Getur hann
ekki séð, að hann er nógu gamall til að geta
verið afi minn?
Árið, sem rakarastofan, þar sem ég hef unn-
ið sem rakari í nærri því þrjátíu ár, var stækk-
uð: speglarnir og vaskarnir endurnýjaðir, vegg-
irnir og skáparnir málaðir, fannst eigandanum
að það væri heppilegt að bæta snyrtidömu við
starfsliðið; hún hét lole. Fyrir utan eigandann
voru þrír á stofunni. Ungur maður um það bil
tuttugu og fimm ára, kallaður Amato, hann
var dökkur á brún og brá og alvörugefinn, hafði
verið lögregluþjónn áður en hann kom til okk-
ar; Jósep, fimm árum eldri en ég, lágvaxinn,
feitur og sköllóttur; og svo ég. Og eins og
alltaf, þar sem kvenmaður er einn innan um
nokkra karlmenn, þá varð ekki hjá því komizt
að okkur varð tíðlitið á hana. Hún hafði það,
sem kallað er póstkortsandlit, þægileg, þybbin,
hafði góðan vöxt og dökkt hár. Það eru til
milljónir stúlkna líkar henni. Nú vil ég taka
það fram, án þess að vera nokkuð að gorta,
að ég er álitlegur maður. Ég er grannur, í
meðallagi hár, með fölt svipmikið andlit, og
konur segja, að ég vekji forvitni þeirra. Auð-
vitað eru svolítið sprungnar æðar í augunum,
sérstaklega ef ég lít til hliðar, en þau eru hlý-
leg og tilfinninganæm, stundum svolítið van-
trúuð. En það fallegasta, sem ég hef til að bera,
er hárið Ijós valhnetubrúnt, mjúklegt og bylgjað,
klippt á sérstakan hátt, þannig að það minnir
á eldtungur, og langa barta, sem ná hálfa leið
niður á kinnar. Ennfremur er ég alltaf vel til
hafður; þegar ég er utan vinnu er klæðnaður
minn óaðfinnanlegur, bindi, sokkar og vasa-
klútur allt í stíl. Á stofunni er ég í slopp, sem
er svo hvítur, að þú myndir fremur taka mig
f.yrir skurðlækni en rakara. En það er ekkert
til að furða sig á, að mér, með þessi persónu-
einkenni, skuli verða vel til kvenna. Síðan þessi
kvenhylli min varð óbrigðul, hef ég vanið mig
á, ef kona gefur mér gaum, að
líta oft á hana, með dálítið
spyrjandi augnaráði, sem er
meira virði fyrir hana en hundr-
að gullhamrar. Þegar ég svo
nálgast hana, eftir að hafa horft
á hana lengi og ákafur, finn
ég að ávöxturinn er fullþrosk-
aður og allt, sem ég þarf að
gera, er að rétta út höndina
og gæða mér á honum.
Á stofunni óttaðist ég Amato
mest, hvað snerti lole. Hann leit
ekkert vel út og var ekki
skemmtilegur, en hann var ung-
ur. Hvað við kom Jósep, tók ég
hann alls ekki með í reikning-
inn,- hann var eldri en ég og með
þetta útlit var hann a|veg von-
laus.
lole sat alltaf við snyrti-
borðið í horninu, sljó af leið-
indum og hreyfingarleysi, sökkti
sér niður í að lesa og lesa aftur
þessi tvö eða þrjú blöð, sem
til voru á stofunni, eða þá að
hún snyrti sínar eigin neglur á
meðan hún beið eftir að fá við-
skiptavin. Ósjálfrátt næstum því
á móti vilja mínum, hélt ég
áfram að horfa á hana. Ef við-
skiptavinur kom og settist í stól-
inn, tók ég handklæðið, breiddi
úr því með glæsilegri hreyfingu
og samtímis því sendi ég henni
heitt augnatillit. Eða ef ég var
að þvo hárið á einhverjum, þá
horfði ég ennþá heitar á hana,
meðan ég nuddaði sápunni inn
í hárið. Ef ég var að laga til
hárið á einhverjum, beitti ég
skærunum aldrei meira en fjór-
um sinnum, milli þess að ég
leit á hana. Og ef hún hreyfði
sig, á sinn letilega hátt, til að
sækja einhver verkfæri úr skápn-
um, fylgdi ég henni með aug-
unum í speglinum. Ég verð að
segja, að lole var hvorki fjörug
eða feimin. Aftur á móti hafði
hún tamið sér letilegt fas, eins
og stór syfjaður köttur. Það leið
nokkur timi, áður en hún upp-
götvaði að ég var að horfa á
hana, svo eins og samþykkti
hún, að það væri horft á hana,
og að lokum endurgalt hún
augnatillit mín. Án minnstu
glettni, það er satt, vegna þess
að hún átti enga til. En á klaufa-
legan og þunglamalegan hátt,
sem ekki var hægt að misskilja.
Þá hélt ég að ávöxturinn, eins
og sagt er, væri þroskaður. Og
einn laugardaginn bauð ég
henni að koma með mér á
ströndina við Ostia eftir hádegi
á sunnudaginn. Hún þáði það
strax, gerði samt nokkrar at-
hugasemdir um, að ég mætti
ekki vera of gagnrýninn á bað-
fötin hennar; þau væru orðin
heldur þröng, vegna þess að
hún'hefði fitnað. Hún sagði, án
þess að vera hið minnsta feim-
in. ,,Ég hef þykknað svolítið af
því að sitja á stofunni allan dag-
inn." Þetta þýddi, að stúlkan
var algjörlega laus við feimni,
og þess vegna kunni ég ennþá
betur við hana. Við ákváðum
að mætast við San Paolo stöðina;
ég gerði mig sem bezt úr garði,
áður en ég fór af stað. Ég rak-
aði mig og sáldraði talkúm á
kinnarnar. Ég kembdi hár mitt
með fínum kambi, til þess að
losna við jafnvel hinn minnsta
vott af flösu. Ég bar fjóluilmvatn
í hárið á mér og vasaklútinn.
Ég var í skyrtu með opnu háls-
máli, léttum hitabeltisjakka og
hvíutm buxum. lole var mjög
stundvís. Klukkan tvö sá ég hana
koma í áttina til mln, gegnum
hóp af skemmtiferðamönnum.
Hún var hvítklædd, hún virtist
vera fremur lágvaxin og fyrir-
ferðarmikil, en samt sem áður
ung og aðlaðandi. „En sá hóp-
ur!" sagði hún um leið og hún
heilsaði mér. ,,Ég er hrædd um,
að við verðum að standa alla
leiðina." En þar sem ég er ridd-
aralegur að eðlisfari, sagði ég
að ég myndi áreiðanlega finna
sæti handa henni, hún skyldi
bara láta mig um það. Á meðan
lestin kom inn á stöðina og fólk-
ið á brautarpallinum ruddist um
hræðslulega, eins og herflokkur
væri mættur þar, allir kölluðu
og hrópuðu hverjir á aðra, og ég
þrengdi mér áfram að dyrunum,
steig upp í tröppuna og lyfti
mér upp og var að komast inn,
kom ungur maður og ýtti við
mér og reyndi að komast fram-
hjá mér. Ég ýtti við honum á
móti og hleypti honum ekki fram
fyrir, þá tók hann í ermina mina,
en ég gaf honum duglegt oln-
bogaskot í magann, losaði mig
og hentist inn í vagninn. En þar
sem stympingarnar við unga
manninn höfðu tekið sinn tíma,
var vagninn þegar orðinn full-
ur, nema eitt sæti var laust. Ég
Svo henti hún sér niður og velti
sér í sandinum, likami hennar
var svo fjaðurmagnaður, að
sandurinn tolldi ekki við hana,
heldur datt niður í rökum flygs-
um,
rauk að því og ungi maðurinn
líka og samtímis setti ég bað-
fötin mín í það og hann jakk-
ann sinn, til þess að taka það
frá. Við litum hvor á annan.
„Ég var á undan," sagði ég.
„Hver segir, að þú hafir verið
það?" „Ég geri það," svaraði ég,
og þeytti jakkanum hans framan
í hann. I sömu andrá kom lole,
settist niður án nokkurs hiks og
sagði: „Þakka þér fyrir, Luigi."
Ungi maðurinn tók upp jakkann
sinn, hikaði svolítið og kunn-
gerði svo hárri röddu þegar hann
sá að hann gat ekki rekið lole
burt, um leið og hann fór:
„Heimski, gamli asni".
Lestin fór af stað, og hald-
andi í stöngina í loftinu, reyndi
ég að standa eins nálægt lole
og ég gat. En ég hafði misst
allan áhuga og langaði mest
til að fara út og heim. Þessi orð,
„heimski, gamli asni", höfðu
dunið á mér á augnabliki, sem
ég hafði sízt átt von á þeim.
Ég fann, að það lágu tvær mein-
ingar að baki orða unga manns-
ins. Móðgunin lá í orðunum
„heimski asni", en það gerði
ekkert til, hann hafði ætlað að
ergja mig með því. En orðið
„gamli", ef þvf hefði ekki verið
hnýtt við. Hann sagði „gamli",
eins og það væri sjálfsagður
hlutur.- Á sama hátt og hann
hefði sagt, ef ég hefði verið
sextán ára en ekki fimmíugur:
„Strákfífl"! Fyrir hann, alla, lole
líka, var ég áreiðanlega gamall
maður. Það gerði kannske ekkert
til, þó að hann kallaði mig asna,
þar sem lole fannst ég vera gáf-
aður. Kannske hafði það ekki
verið nauðsynlegt fyrir lole að
setjast. Á endanum hefði ungi
maðurinn gefizt upp og eftirlát- «
ið mér sætið, vegna virðingar
við aldur minn. Þetta fékk ég
staðfest af manni, sem sat á móti
lole og hafði orðið vitni að öllu.
„En ruddalegur ungur maður!
Hann hefði átt að eftirláta yður
sætið, vegna aldurs yðar, þótt
ekki væri af öðru."
Mér fannst mér verða kalt
og varð hálf ruglaður. Við og
við strauk ég mér um andlitið,
eins og ég væri að reyna að
sanna, hve gamall ég væri, í
fjarlægum spegli. lole tók auð-
vitað ekki eftir neinu. Þegar við
vorum hálfnuð til Ostia, sagði
hún við mig: „Það er leitt, að
þú skulir þurfa að standa.', og
ég gat ekki að mér gert að
svara: „Ég er gamall maður,
Jg — VIKAN 38. tbl.