Vikan - 17.09.1964, Page 19
„Og þér segið að hann hafi þekkt
yður þarna um kvöldið?"
„Það er sannleikur. Hann kom
hingað í morgun, talaði lengi við
mig, og kvaðst ekki álíta að ég
væri neitt viðriðinn morðið."
„Eg þarf að hitta hann að máli
áður en ég tek frekari ákvörðun,"
sagði ég. „Hvar býr hann?"
Foley sagði mér það, og bætti
við: „Þér segið honum ekki hvers
vegna ég hafi misst vinnuna,- ég á
í nógum erfiðleikum þó að ekki
verði farið að róta í því — en meðal
annarra orða,- hafið þér áhuga fyrir
að vita nánar um þetta skilnaðar-
mál hans?"
„Ég skal greiða yður fimmtíu
dali út í hönd, ef þér færið mér
nákvæmar sannanir fyrir því, að
Roy Bradshaw hafi dvalizt hér síð-
astliðið sumar vegna h|ónaskilnað-
armáls. Þér getið haft símasamband
við mig á morgun," sagði ég og
gaf honum upp símanúmerið á
gististaðnum, þar sem ég dvalist.
Gistihúsið, þar sem Foley sagði
mér að Bradshaw byggi, reyndist
gamaldags og úr sér gengið. En
það kom heim — gamli næturvörð-
þá að segja tafarlaust upp stöðu
sinni við háskólann, hvað hún líka
gerir áður en langt um líður — en
svo er það vegna móður minnar.
Ég veit ekki hvenær ég þori að segja
henni það."
„Hún mundi áreiðanlega lifa það
af . . ."
„Það er ekki það. Engu að síð-
ur . . ."
Ég þóttist vita hvað var. Pening-
arnir. Bradshaw var líkari vand-
ræðalegum menntaskóladreng en
nokkru sinni fyrr.
„Já, hvað um Foley?" spurði
hann.
„Hann sagði mér, að þér hefðuð
þekkt sig um kvöldið, þegar hann
rann á okkur í myrkrinu."
„Það var öllu fremur hugboð, en
að ég þekkti hann." Bradshaw hafði
náð Harvardhreimnum aftur og
beitti honum sem einskonar radd-
grímu. „Ég gat ekki farið að benda
lögreglunni á hann fyrr en ég vissi
það örugglega, en þegar hann hafði
sagt mér frá öllu saman, þóttist ég
ekki í vafa um að hann væri sak-
laus."
„Það tel ég líka, en engu að síð-
ur vildi ég vita meira um hann,"
ingu eina; „Lögfræðiskrifstofa Stev-
ens og Ogilvy" stóð yfir dyrunum.
Það rifjaðist upp fyrir mér, að verj-
andi McGees hafði hafði einmitt
heitið Gil Stevens. Ég gekk að næsta
göfuhorni, tók mér sæti á bekk á
strætisvagnastöð og beið í stund-
arfjórðung. Þá var bíl ekið upp að
dyrum skrifstofubyggingarinnar, frú
Deloney kom út, steig inn í bílinn,
sem hélt síðan á brott. Ég lagði
númer bílsins mér á minni áður en
ég gekk inn í bygginguna. Ég sneri
mér að símastúlkunni, kynnti mig
og kvað mjög áríðandi að ná tali
af Gil Stevens sem snöggvast.
Stúlkan leit í minnisbók. „Nægja
yður fimm mínútur?" spurði hún
vingjarnlega.
'Ég játti því; hún taiaði nokkur
orð við Stevens í skrifstofusímann
og vísaði mér síðan inn til hans.
Hann sat í leðurdregnum stól bak
við mikið mahónískrifborð og á bak
við stóð glerskápur, þar sem gat að
líta verðlaunagripi fyrir kappsigl-
ingar. Hann var stórleitur og svip-
mikill og þungur á brún; hárið þunnt
og mjög tekið að grána.
Ég sagði til nafns og stöðu, en
hann greip fram í fyrir mér sterkri
„Hinn manninn, til dæmls . . .
elskhuga Constance McGee. Mér
skilst að það hafi verið mikilvægt
atriði í vörn yðar?"
„Dómarinn vildi ekki taka það til
greina, nema að ég leiddi McGee
sem vitni, en það taldi ég frágangs-
sök."
„Ég Ijóstra ekki upp þeim leynd-
armálum, sem mér er trúað fyrir.
Annars væri mér ekki heldur trúað
fyrir þeim. Þau leyndarmál gref
ég • ■ ■"
„Var það kannski erindi ekkju
Deloneys við yður — að fá eitthvert
leyndarmál grafið?"
„Ég hafnaði launatilboði frú
Deloney. McGee er enn skjólstæð-
ingur minn."
„Vitið þér hvar hann heldur sig?"
„Ég gæti komið yður í samband
við hann. Hittið mig að máli um
borð í kappsiglingaskútunni minni
klukkan sex í kvöld. Þeir við höfn-
ina geta sagt yður hvar „Revenant"
liggur."
„Annan greiða gætuð þér gert
mér — athugað fjarvistarsönnun Roy
Bradshaw í sambandi við morðið á
ungfrú Haggerty."
til þess!“ ,,Þér fáið ekki orð
angelsi á ný?“ En
urinn sagði mér, að Roy Bradshaw
byggi í herbergi nr. 31; „Bradshaw
og kona hans", það voru hans
óbreytt orð.
Vægast sagt undrandi hélt ég
upp stigann. Ég heyrði óm af rödd
karlmanns og kvenmanns inni fyrir
í herbergi nr. 31, en þegar ég knúði
dyra, datt á þögn. Svo heyrðist
fótatak og Bradshaw spurði inni,
án þess að opna, hver kominn væri.
Ég sagði til mín.
„Þurfið þér að tala við mig fyrr
en á morgun?" Það var óþolinmæði
í röddinni og hann virtist hafa
gleymt Harvardhreimnum í bili.
„Ég þarf að tala við yður tafar-
laust. Það er í sambandi við Jud-
son Foley."
Hann reyndi að smeygja sér út
milli stafs og hurðar án þess að
ég sæi inn, en engu að síður sá
ég Lauru Sutherland bregða þar
fyrir. Hún sat uppi í rekkjunni, hárið
féll í lausum lokkum um naktar
herðar henni og hún var fegurri
og sælli á svip en nokkru sinni.
Bradshaw skellti hurð að stöfum.
„Þá vitið þér það," sagði hann.
„Ég veit ekki hvað ég veit . . ."
varð mér að orði.
„Við Laura vorum löglega gefin
saman í hjónaband fyrir hálfum
mánuði, en af vissum ástæðum kjós-
um við að halda því leyndu fyrst
í stað. Og ég ætla að fara fram á
það við yður, að þér látið það ekki
uppskátt. Fyrst og fremst yrði hún
hann þagði
sagði ég.
„Ég þekki hann sáralítið — hitti
hann einu sinni eða tvisvar heima
hjá Helenu í sumar."
„Hér í Reno?"
„Já, ég dvaldizt hér um tíma
( sumar — enn eitt, sem ég vil síð-
ur að komist í hámæli. Sérhver mað-
ur hefur rétt á einhverju einkalífi,
finnst mér . . ." Rödd hans var hik-
andi.
Ég spurði hann ekki nánara hvað
hann ætti við, en ákvað að komast
að raun um það. Ég hélt flugleiðis
til Los Angeles um morguninn; las
í dagblöðunum, að konumorðinginn,
McGee, sem látinn hefði verið laus
fyrr á árinu, yrði kallaður fyrir rétt
í sambandi við Haggertymorðið. Það
fyrsta, sem ég gerði þegar heim
kom, var að spyrjast fyrir um nið-
urstöðurnar af rannsókn skotfæra-
sérfræðinganna, en þeirra var þá
ekki að vænta fyrr en seinna um
daginn; eitthvað, sem gerði þeim
erfitt fyrir, kúlan kannski hnoðuð,
eins og oft vill verða, þegar hún
lendir í höfuðbeinum.
Þegar ég kom út úr lögreglu-
stöðinni, sá ég tvær fullorðnar kon-
ur, svartklæddar, ganga spölkorn
á undan mér og þekkti þar móður
Helenu heitinnar og ekkju Luke Del-
oneys. Þær skildu leiðir þegar kom
fyrir hornið. Ég veitti ekkju Delon-
eys eftirför.
Hún hafði ekki lengi gengið, þeg-
ar hún hvarf inn ( skrifstofubygg-
út úr mér frekar . . ,,Ekki
röddu. „Ég veit hver þér eruð,
herra minn, og ég þykist líka vita
erindi yðar. Þér viljið gjarnan spyrja
mig um mál McGee, er ekki svo?"
Ég lét hann ekki slá mig af lag-
inu. „Og Deloneymálið," sagði ég.
Sagði honum síðan hvað komið
hefði fyrir Luce Deloney.
„Hvers vegna leitið þér til mín?"
„Þér voruð verjandi McGee. Lát
konu hans var annað í röð þriggja
morða, sem virðast . hvert öðru
tengd; morðið á Delpney var hið
fyrsta, Haggertymorðið hið þriðja
og síðasta. Þeirri morðsök er nú
verið að reyna að koma á McGee
eða dóttur hans, eða ef til vill þau
bæði. Ég álít McGee saklausan, og
að hann hafi einnig verið saklaus
af morðinu á eiginkonu sinni."
„Kviðdómendurnir tólf voru ann-
arrar skoðunar."
„Þeir fóru villt. Dóttir McGee hef-
ur játað það nú, að hún hafi bor-
ið Ijúgvitni í málinu."
„Sú játning kemur helzt til seint.
Ég hefði átt að yfirheyra hana, en
faðir hennar vildi það ekki."
„Hvers vegna ekki?"
„Hver veit það. Föðurást. Kannski
hefur honum fundizt að telpan væri
þegar búin að líða nóg. Tíu ár í
dyflissu er hátt verð fyrir slíka nær-
gætni."
,,Mér leikur hugur á að leggja
nokkrar spurningar fyrir McGee,"
varð mér að orði.
„Um hvað?"
„Þess þarf ég ekki," svaraði hann
og glotti. „Ég sat, ásamt honum við
háborðið í háskólasamkvæminu, og
get borið um að hann hreyfði sig
ekki þaðan, þann tíma sem morðið
var framið."
Ég spurði eftir frú Hoffman í
Pacific hótelinu, en hún var þá ný-
farin; vikapilturinn, sem borið hafði
föggur hennar, kvað hana hafa ekið
á brott, ásamt annarri gamalli konu
í grænni kápu. Ég lét hann hafa
símanúmerið mitt, rétti honum fimm
dollara og hét honum öðrum fimm,
ef hann gæti komizt að hvert þær
hefðu farið. Hélt síðan á gististað-
inn og beið þess að hann hringdi,
eða þá Judson Foley.
Vikadrengurinn varð fyrri til,
kvað þær, frú Hoffman og frú Del-
oney, hafa tekið á leigu garðbú-
stað við Brimgarð, og væri leigan
hundrað dollarar á sólarhring.
Foley hringdi nokkru seinna, og þeg-
ar ég hafði endurtekið loforð mitt
um fimmtíu dollarana, og að ég
skyldi senda þá í símaávísun, leysti
hann frá skjóðunni. „Samkvæmt
réttarskjölum dvaldizt Roy Brads-
haw hér á meðan hann var að fá
lögskilnað við eiginkonu sína, að
nafni Letitia O. Macready". Hann
stafaði nafnið. „Ég ræddi við lög-
fræðinginn, sem kom þessu í kring
fyrir Bradshaw, en hann vissi ekk-
ert frekar um konuna; Bradshaw
hafði ekki einu sinni vitað heimilis-
Pramhald á bls. 44.
VIKAN 38. tbl. — -IQ