Vikan - 17.09.1964, Qupperneq 39
sjálfboðaliðarnir höfðu verið að
vinna við undanfarnar vikur. Verk-
inu var að mestu lokið, þakið hætt
að leka, nýjar dyr komnar á skrúð-
húsið og kirkjan öll nýmáluð að
utan sem innan. Kári vissi að eng-
inn var að vinna þar á þessum
tlma dags, og varð því dálítið undr-
andi þegar hann sá Ijós þar inni.
Hann lét það afskiptalaust og ætl-
aði að halda rakleiðis áfram, þeg-
ar hann sá mann standa fyrir utan
kirkjudyrnar og veifa til sín.
Þegar hann kom nær, sá hann
að það var sálfræðingurinn Ordn-
eszky.
„Góða kvöldið, herra Kári", sagði
hann á bjagaðri ensku. „Mig lang-
ar til að ræða við þig smástund,
ef þú mátt vera að".
„Ég skil ekki að við höfum neitt
um að ræða, Ordneszky", svaraði
Kári á sinni sjómanna-ensku. „Hef-
ur Fanney ekki talað við þig?"
„Jú, við vorum að ræða málið
nú fyrir skemmstu. En ég er hrædd-
ur um að það gæti einhvers mis-
skilnings í sambandi við þetta allt
saman, sem ég vildi gjarnan fá
tækifæri til að leiðrétta".
„í hverju liggur sá misskilning-
ur?"
„Væri þér ekki sama, þótt við
gengjum hérna aðeins innfyrir í
kirkjuna. Ég vil helzt ekki ræða
þetta viðkvæma mál hérna úti. Það
fer betur á því að við stöndum inni
í þessu helga húsi á meðan".
„Það er algjör óþarfi. Þetta mál
þolir alveg að um það sé rætt und-
ir berum himni".
„Nei, gerið mér þann greiða,
herra Kári, að koma aðeins inn-
fyrir. Það sem sagt er fyrir framan
altari heilagrar kirkju hlýtur að
vera sagt í góðum tilgangi og jafn-
framt heilagur sannleikur, — og
mér er umhugað um að þú trúir
mér. Láttu þetta nú eftir mér".
„Jæja, sama er mér", sagði Kári
hálf fyrirlitlega, blés út úr sér reykj-
arstrók, henti sígarettunni á jörð-
ina, stakk höndum [ vasa og gekk
á undan honum inn í kirkjuna.
Það var rökkur í anddyrinu, því
þar var ekki kveikt á Ijósum, og
Kári ætlaði því að ganga rakleiðis
inn í salinn, þegar hann heyrði
að Ordneszky skellti aftur dyrunum
og læsti þeim vandlega. Hann sneri
sér við til að vita hverju þetta sætti,
en heyrði þá um leið eitthvert
ógreinilegt hljóð og þrusk fyrir aft-
an sig, og áður en hann vissi meira,
lá hann meðvitundarlaus á gólfinu.
Það fyrsta, sem hann skynjaði
þegar hann var að rakna við úr rot-
inu, var óbærilegur höfuðverkur.
Hann vissi varla [ þennan heim né
annan, og var nokkra stund að átta
sig á því hvar hann væri staddur,
en smám saman skýrðist sjónin og
hann lá innarlega á kirkjugólfinu.
Þá mundi hann allt í einu síðustu
augnablikin áður en hann rotaðist
og ályktaði að eitthvað hefði dottið
ofan á sig af kirkjuloftinu með þess-
um afleiðingum. Ordneszky hefði
svo dregið hann innar í kirkjuna og
vafalaust farið til að sækja hjálp.
Hvaöa tegund OMEGA hentar yður?
OMEGA-vörurnar bjóða yður ótrúlegt úrval úra, bæði
hvað útlit og gæði snertir. Nú getið þér fengið ná-
kvæmlega það úr, sem þér hafið alltaf óskað yður,
— úrið, sem hentar yður fullkomlega, — úrið sem er
óskagjöfin fyrir hvern og einn. Yðar er að velja. —
Munið bara eftir einu. — Þér munuð nota OMEGA-úrið
yðar í fjöldamörg ár, því að OMEGA-úrið er gert til
að endast. Sérstök nákvæmni er höfði við framleiðslu
þess og siðustu fágun. Það er mótað í sígildum stíl,
sem aldrei verður úreltur. Eins og hver OMEGA eig-
andi getur vottað, er það mjög nákvæmt og öruggt
úr. Yður getur ekki skjátlast ef þér kaupið OMEGA.
Hver úrsmiður, sem selur OMEGA mun virða fullkom-
lega árs ábyrgð og bak við hana mun ávallt standa
hin einstaka OMEGA heimsþjónusta. Hér fyrir neðan
eru nokkur sýnishorn af gerðunum.
Constellation.
Eitt af beztu úrum,
dem nokkurn tíma hafa
komið frá Sviss. —
Hvert CONSTELLATI-
ON úr er staðfestur
kronometer með þraut-
reyndum nákvæmnis-
gráðum frá opinberum
svissneskum prófunar-
stöðvum. Að útliti er
það búið öllum beztu
eiginleikum nýtízku
úra; það er vatns-
þétt og sjálftrekkjandi,
ekki aðeins til þæg-
indaauka fyrir yður,
heidur einnig til að
varðveita hinn hárná-
kvæma gang og auka
einstakt öryggi.
Nr. 168.005 Constell-
ation m/dagatali.
Sjálftrekkjandi, vatns-
þétt, segulvarið og
höggþétt. Fáanlegt í
18 karata gulli, gull-
húðað eða ryðfríu stáli.
Seamaster de Ville.
SEAMASTER flokk-
urinn er sérstak-
iega framleiddur fyrir
iþróttamenn. Undir-
staða í þessum úrum
er styrkleiki. Þau þola
harða viðkomu og högg
og sýna samt sem
áður furðu nákvæm-
an og öruggan tíma.
SEAMASTER úr hef-
ir farið í 'gegnum sér-
staka prófun til að
tryggja að það sé
vatnsþétt, — örugg-
lega vatnsþétt niður á
100 feta dýpi. SEA-
MASTER DE VILLE
sameinar þessa hæfi-
leika um leíð og það
er sérstaklega fyrir-
ferðalitið og glæsilegt
í útliti.
Nr. 166.020 Seamaster
de Ville m/dagatali.
Sjálftrekkjandi, vatns-
þétt, segulvarið og
höggþétt. Leðurólar
eftir eigin vaU. Fáan-
legt í 18 karata gulli,
gullhúðað og ryðfríu
stáli.
Classic for Men.
Þessi tegund af úri er
fyrir þann mann_ sem
óskar eftir úri, er
sýnir sérstaklega ná-
kvæman tíma um leið
og það er mjög glæsi-
legt í útliti. Mörg
Classic úrin eru fyrir-
myndir fyrir heims-
tízku á úramarkaðin-
um. Þau eru hið fuU-
komna val athafna-
mannsins, sem vill úr
er hann getur treyst
— og treyst á alla ævi.
Nr. 111.024
Ferhyrnt, handtrekkt,
segulvarið og högg-
þétt. Fáanlegt £ 18
karata gulli, gullhúð-
að eða ryðfríu stáU.
Sapphette.
fcÉfeSWÍSSaStij'
SAPPHETTE úrið er
framúrskarandi fallegt
og nákvæmt um leið.
Glerið er handgerður
safír, ljómandi og með
leifturglampa. Þetta er
Bérstaklega hagnýtur
eiginleiki, — það risp-
ast ekki. Gimsteina-
festing í kassanum úti-
lokar raka frá ilm-
vatni, púðri og ryk.
Nr. 711.079 Sapphette.
18 karata gullkassi.
Handgerður safír krist-
all með gimsteinafest-
ingu. Scgulvarið og
höggþétt.
Classic for Ladies.
Þér getið verið viss um
að OMEGA CLASSIC
ber nafn með rentu.
Það er formað til að
Vera ávaUt I tizku.
Þér munið njóta þess
í tugi ára að eiga
það, eins vel og dag-
inn sem þér fenguð
það. OMEGA CLASSIC
flokkurinn er stærsta
safn nákvæmra dömu-
úra £ heimi. Þér getið
valið yður óskaúrið —
við kvöldklæðnað, —
til Innkaupaferða £
borgina — i raun og
veru getið þér ávallt
treyst því.
Nr. 511.008
Ferhyrnt úr £ 18 karata
gullkassa. Handtrekkt,
segulvarið og högg-
þétt.
n
OMEGA fást hjá flestum úrsmiðmn
VIKAN 38. tW.
39