Vikan - 05.11.1964, Page 5
Þetta var ekki maðurinn, sem hún hafði þekkt. Maðurinn, sem bar
sig svo vel og var svo glæsilegur á velli, og naut allra lífsins gæða.
Þetta var mannlegt flak, eins og öll önnur mannleg flök, sem komið
höfðu hingað á undan honum, berfætt, á skyrtunni einni með snöru
um hálsinn.
Á því andartaki lyfti Joffrey de Peyrac höfðinu. í teknu, litlausu og
afskræmdu andlitinu, skinu dökk augun með annarlegri glóð.
Kona nokkur rak upp skerandi óp.
-— Hann er að horfa á mig! Hann ætlar að heilla mig.
En de Peyrac greifi var ekki að horfa á fólkið. Hann horfði beint
áfram, á gömlu steindýrðlingana, á grárri framhlið Notre Dame. Hvaða
bæn var hann að biðja til þeirra? Hvaða svar fékk hann? Sá hann þá
yfirleitt ?
Dómsritari hafði gengið upp að hlið hans og lesið dóminn nefmælt-
ur. Likhringingin hljóðnaði. Það var varla hægt að heyra orðin.
Þessu næst las Bécher hina opinberu aflausn:
-í- Ég viðurkenni glæpina, sem ég er ákærður fyrir. Ég bið um fyrir-
gefningu guðs. Ég tek á móti refsingunni fyrir gerðir mínar.
Fólkið beið eftir þvi að rödd sakborningsins heyrðist og það gætti
sífellt meiri óþolinmæði meðaf mannfjöldans.
— Talaðu, þú handbendi djöfulsins.
— • Heldurðu að það verði ekki gaman að loga I helvíti með meistara
þínum?
Angelique hafði það á tilfinningunni, að eiginmaður hennar væri að
safna saman síðustu kröftum. Örlítið líf færðist í tekið andlit hans.
Hann reisti sig upp við axlir böðulsins og prestsins. Það var eins og
hann stækkaði, þangað til höfuð hans gnæfði yfir Maitre Aubin. Sekúndu
áður en hann opnaði munninn, hafði Angelique getið sér þess til með
innsæi ástarinnar, hvað hann ætlaði að gera, og skyndilega hljómaði
djúp titrandi og sérstæð röddin í frostbitru loftinu.
Gullna röddin lét til sín heyra í síðasta sinn.
Hún söng á málinu, sem talað var í Languedoc, ljóðið, sem Ange-
lique þekkti.
„Les genols flexes am lo cap encli
A vos reclam la regina plazent
Flor de las flors, nou Jhésus prés nayssenga
Vulhatz guarda la) cientat de Tholoza....“
Angelique skildi meininguna:
.... Með hné mín beygð og drjúpandi höfði
í hendur þinar ég sel mig, drottning ljúf
Blómanna blóm, þar sem Jesús fæddist
Bæn mína heyr og Toulouse geym....
Blómanna blóm, skjól mitt og hlif.. ..
Blómanna blóm, verndari grózku....
Varðveit Toulouse.. ..
Angelique fann sársaukann, eins og fleini hefði verið stungið í gegn-
um hana og rak upp óp.
Ópið reis eitt sér, skyndilega, hræðilega. Því rödd söngvarans hafði
þagnað. Bécher hafði lyft fílabeinskrossinum sinum og slegið honum
á munn hins dæmda manns, svo höfuð hans féll fram yfir sig, meðan
blóðið streyhdi úr vörum hans til jarðar. En næstum samstundis lyfti
Joffrey höfði á ný.
— Conan Bécher, hrópaði hann, með sömu tæru,; söngröddinni. —
Við munum hittast fyrir dómstóli guðs, fyrr en þig grunar.
Það var eins og óttinn breiddist út meðal mannfjöldans og það heyrð-
ust reiðileg hróp, sem yfirgnæfðu rödd de Peyracs greifa. Áhorfendur
voru viti sinu fjær af bræði, gripnir æðislegri hneykslun. Það var ekki
fyrst og fremst vegna hneykslanlegrar framkomu Béchers, heldur fullt
eins miltið vegna hroka hins dæmda. Aldrei höfðu eins reiðilæti heyrzt
á torginu fyrir framan Notre Dame! Að syngja!.... Hann hafði
vogað sér að syngja! Ef hann hefði bara sungið sálm! En dæmdi mað-
urinn hafði sungið á framandi tungumáli, á einhverri djöfullegri
tungu....
Elns og fjölarma skrímsli lyfti mannfjöldinn Angelique upp. Hún var
barin, slegin, fékk olnbogaskot, það var troðið á henni, en að lokum
var hún ein uppi við kirkjuna. Það voru dyr rétt hjá henni og hún ýtti
þeim opnum. Rökkur tómrar Dómkirkjunnar tók á móti henni.
Hún reyndi að ná valdi yfir sjálfri sér. Valdi yfir þjáningunni, sem
heltók hana. Barnið hafði hreyft sig ofsalega meðan Joffrey söng.
Daufur ómur af hrópum úti fyrir náði henni. Nokkrar mínútur var
eins og hávaðinn næði hámarki, svo dofnaði hann smám saman.
— Ég verð að fara. Ég verð að komast til Place de Gréve, sagði
Angelique við sjálfa sig.
Hún hvarf úr skjóli kirkjunnar. Á torginu fyrir framan var hópur
af mönnum og konum að slást á staðnum, þar sem Bécher hafði slegið
de Peyrac greifa.
— Eg fann tönn úr galdramanninum, hrópaði einn þeirra.
Svo hljóp hann í burtu, en hinir fylgdu á eftir. Kona nokkur veifaði
hvitri pjötlu.
— Ég náði í snifsi úr skyrtunni hans. Hver vill það? Það táknar
gæfu.
Angelique hljóp. Hinum megin við brúna hjá Notre Dame náði hún
mannfjöldanum sem fylgdi vagninum. En í rue de la Vannerie og í rue
de la Coutellierie var nú næstum ógjörningur að komast leiðar sinnar.
Hún grátbað fólk um að leyfa sér að komast fram hjá. Enginn hlustaði.
Allir virtust vera í einhverju undarlegu æði. Undir heitum geislum
sólarinnar rann snjórinn í flyksum af húsunum og féll niður á axlir
fólksins. Enginn skeytti því hið minnsta.
Að lokum náði Angelique horni torgsins. 1 sama bili sá hún háan loga
teygja sig upp frá bálkestinum. Hún sveiflaði höndunum og heyrði
sjálfa sig hrópa eins og hún hefði misst vitið:
— Hann brennur! Hann brennur!
Hún ruddi sér I æði leið áleiðis að bálinu. Næst komst hún svo nærri,
að hún fann hitann af því. Það var talscert kul, sem æsti logana.
Hvaða mannvéra var þetta, sem hreyfðist þarna við fætur bálsins?
Hver var maðurinn, rauðklæddi maðurinn, sem var á hreyfingu um-
hverfis bálköstinn með logandi kyndil?
Hver var maðurinn í svarta kuflinum, sem hélt i stigaþrepin. Mað-
urinn, sem með uppglentum augnabrúnum hélt krossmarki í útréttum
handlegg og hrópaði:
— Trú! Trú!
Hver var maðurinn, sem var innan í þessum lifandi kesti? Nei, hann
var ekki lifandi, því böðullinn hafði kyrkt hann.
— Heyrið þið hvernig hann æpir, hrópaði fólkið.
— Nei, nei, hann æpir ekki, hann er dáihn, endurtók Angelique hvað
eftir annað. Hún greip báðum höndum fyrir eyrun, því hún vildi ekki
heyra, ef einhver óp bærust frá þessum voðalega kesti.
■—■ Heyrið þið hvernig hann öskrar! Heyrið þið hvað hann öskrar!
hélt mannfjöldinn áfram.
Og aðrir kvörtuðu:
-—- Hversvegna settu þeir poka yfir höfuðið á honum? Við viljum sjá
á honum svipinn!
Vindurinn þreif bylgju af brennandi ösku úr bálinu og dreifði henni
yfir höfuð fólksins.
— Þarna eru galdraskræðurnar, þær brenna með honum....
Vindurinn sló eldinum niður undir jörð. Rétt í svip sá Angelique
staflann af bókum úr bókasafninu úr Höll hinna glöðu vísinda, og þar
fyrir aftan staurinn efst á kestinum. Við hann var bundið eitthvað
svart og sköpulagslaust og efst á því var svartur poki. Hún féll í yfirlið.
50. KAFLI
Hún kom til sjálfrar sín í slátrarabúðinni við Place de Gréve.
Ó, hvað ég finn til, hugsaði hún um leið og hún settist upp.
— Var hún orðin blind? Hversvegna var orðið svona dimmt. Kona með
kerti beygði sig yfir hana.
—• Nú eruð þér betri vina mín. Ég var hrædd um að þér væruð kann-
ske dauð. Það kom hérna læknir og tók yður blóð. En ég held, ef þér
viljið vita það, að þetta séu fæðingarhriðir.
— Ó, nei! hrópaði Angelique og greip um kvið sér. — Ég á ekki von
á mér fyrr en eftir þrjár vikur. Hversvegna er svona dimmt?
— Það er orðið framorðið. Þeir eru búnir að hringja til Angelus.
— Og bálið?
— Því er öllu lokið, sagði kona slátrarans og lækkaði röddina. — En
það stóð lengi. En sá dagur, drottinn minn. Líkaminn var ekki brunninn
fyrr en tveim klukkustundum eftir hádegið. Og Þegar öskunni var
dreift ætlaði allt um koll að keyra. Allir vildu ná i ösku. Þeir rifu böð-
ulinn næstum í sig!
E’ftir stundarkorn bætti hún við:
— Þektuð þér galdramanninn?
—• Nei sagði Angelique, eftir stundarhik. — Ég veit ekki hvað kom
yfir mig. Þetta er í fyrsta skipti, sem ég sé nokkuð þessu líkt.
—- Já, það tekur á mann. Við, sem eigum heima hérna við Place de
Gréve, höfum séð svo mikið af þessu, að það tekur ekki lengur á mann.
Okkur myndi finnast hálftómlegt, ef það væri ekki maður hengdur við
og við.
Angelique hafði langað til að þakka þessu góða fólki, en hún hafði
sama og enga peninga á sér. Hún sagðist myndi koma aftur, og borga
fyrir heimsókn læknisins.
Það hafði kulað með kvöldinu. Við hinn enda torgsins lék vindurinn
að rauðri öskunni, sem voru síðustu menjarnar um bálköstinn.
Þegar Angelique gekk yfir torgið, kom mannvera út úr skugganum
við gálgann. Það var presturinn. Hann kom nær. Hún hörfaði i skelf-
ingu, því með honum barst óbærileg lykt af brenndum viði og steiktu
kjöti.
— Ég vissi, að þér mynduð koma, systir min, sagði hann. — Ég beið
eftir yður. Mig langaði að segja yður, að eiginmaður yðar dó eins og
kristnum manni sæmir. Hann var reiðubúinn og bljúgur. Hann. harm-
aði að þurfa að deyja. En hann óttaðist ekki dauðann. Hann sagði mér
hvað eftir annað, að hann hlakkaði til að standa áugliti til auglitis við
skapara allra hluta. Ég held að honum hafi verið Tróun að þeirri vitn-
eskju, að hann myndi að lokum vita....
Það var hik í rödd prestsins og nokkur undrun.
— .... að hann fengi að lokum að vita, hvort"jörðin snýst eða ekki.
■—- Ó! hrópaði Angelique, gripin skyndilegri reiði. — Þetta var alveg
eftir honum. Alli karlmenn eru eins. Það skipti hann engu máli, þótt
hann skildi mig eftir á þessari jörð, hvort sem- hún snýst eða ekki, fá-
tæka og örvæntingarfulla.
— Jú, systir mín! Hann endurtók hvað eftir annað: „Segið henni að
ég elski hana. Hún ein hefur fært mér hamingju. Því miður gátum við
aðeins notizt stutta stund. En ég treysti henni til að sjá um sig sjálf.“
Hann sagðist einnig óska þess að barnið yrði kallað Cantor, ef það yrði
drengur, en Clémence, ef Það verður stúlka.
Cantor de Marmont, trúbadúrinn frá Languedoc. Clémence Isaure,
dis blómanna í Toulouse....
Hve fjarlægt þetta var allt saman! Hve óraunverulegt það var gagn-
vart þeim tímum, sem Angelique nú lifði. Það eina, sem hún gat nú, var
að komast til musterisins, en hún átti erfitt um gang. Nokkur andar-
tök var hún ennþá reið við Joffrey. Reiðin jók henni afl. Auðvitað hafði
Joffrey engu varðað, þótt hún ætti í vök að verjast og Þjáningin nagaði
hana. Hvers virði eru hugsanir kvenmanns? Móti því, að hann hinum
megin við lífið, fyndi að lokum svar við þeirri spurningu, sem hafði
valdið vísindasinnuðum huga hans svo miklum. vangaveltum.
En allt í einu streymdu tárin óhindrað niður kinnar Angelique og
hún varð að halla sér upp að næsta vegg til þess að verjast falli.
— Ó, Joffrey, ástin mín, muldraði hún. — Lokslns veiztu, hvort jörðin
snýst eða ekki! Vertu hamingusamur í eilifðinni!
Þjáningin í líkama hennar varð æ meiri qg óbærilegri. Henni fannst
eins og hún væri að splundrast. Þá loksins skildi hún að fæðingarhríð-
ir hennar voru byrjaðar.
Hún var langt frá musterinu. Hún hafði ekki gætt þess, hvar hún
gekk, og var orðin vilt. Hún litaðist um og sá, að hún var skammt frá
brúnni hjá Notre Dame. Það var vagn á leið yfir brúna. Angelique
hrópaði á ökumanninn
— Getur þú ekið mér til Hotel-Dieu?
— Ég er á leið þangað, svaraði maðurinn. — Ég er að sækja hlass
til að fara með í kirkjugarðinn. Ég er sá, sem ek hinum dauðu. Hopp-
ið upp í, fagra frú.
Framhald á bls. 47.
VIKAN 45. tbl. — g