Vikan


Vikan - 05.11.1964, Síða 10

Vikan - 05.11.1964, Síða 10
MESSAÐ 'IVIÐEY Rétt innan seilingar frá Reykja- vík stendur lítil, snotur kirkja, sem fáir sækja — enda eru mess- ur þar nú orðnar æði strjálar. Byggð er engin á staðnum, og yfirleitt lítið um mannaferðir. Þessi kirkja er í Viðey. Það er nú af, sem áður var á. Viðey er ekki lengur glæsi- legt höfuðból. Þó hefur hún að geyma merkar fornminjar, Við- eyjarstofu, sem fullgerð var árið 1754, og Viðeyjarkirkju, sem fulllokið var árið 1777. Hvort tveggja handverk Skúla fógeta. Séra Bjarni Sigurðsson á Mos- felli, er nú þjónandi prestur í Viðey. Meðan Viðey var enn í byggð, hafði hann fyrir reglu að messa einu sinni á sumri, en nú eru sex ár liðin, síðan þar var messað síðast. En í sumar mátti á ný heyra klukkurnar slá, og sálmasöng berast út yfir eyna, því sunnudaginn 6. septem- ber fór fjölmennur hópur með báti slysavarnafélagsins, Gísla J. Johnsen, frá Gufunessbryggju út 1 Viðey, og hlýddi þar á messu séra Bjarna. Kristján Magnússon, ljósmynd- ari VIKUNNAR, var þar með í för og tók meðfylgjandi myndir, utan myndina af hreppstjórun- um þremur í Viðeyjarstofu. Stofan og kirkjan eru reisulegar byggingar, sem bera stórhug þess, er reisti þær, glöggt vitni. En tímans tönn er iðin, og margir virðast hafa gengið í lið með henni um eyðileggingu þessara merku minja. Rúður hafa verið brotnar í stofunni og fleiri spjöll gerð, en kirkjan hefur verið látin í friði. Hins vegar ha.fa aldur, elli og viðhaldsleysi sett mark sitt á bæði húsin, svo hafa verður snögg viðbrögð, ef takast á að varðveita þessi fornu hús. £> $ Stiginn niður af bryggjunni í Gufunesi er ætlaður hæla.háum skóm kvenfólksins, en allt vel — og var jafnvel bara nokkuð gaman. víst ekki fór þetta

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.