Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 05.11.1964, Qupperneq 33

Vikan - 05.11.1964, Qupperneq 33
er þa'ð eina, sem hefur haldið henni uppi.“ Þá um kvöldið heimsótti ég Emmu. Hún hafði ekki vitað um heimsókn mína til Selmu í Miin- chen. Fríið, sem við konan mín tókum okkur um sama leyti, hafði gramizt henni nóg, þótt hinu væri ekki bætt við. Ég var nú kominn á eftirlaun, og sonur minn, sem tekið hafði viS af mér, barmaði sér sárlega, líkt og ég hafði gert, yfir firrum Emmu og hagnaðist jafnframt vel á þeim. Af þessum sökum hafði ég ekki hitt hana um nokk- urt skeið. Útlit hennar samsvar- aði aldrinum og vel það. Augu hennar virtust horfa inn á við og vera haldin ótta við það sem þau sáu. Hún hlustaði á mig án þess að taka fram í. Þá kom allt í einu líf í andlit hennar og auga henn- ar gneistuðu af reiði. „Þetta er lýgi,“ sagði hún. „Selma hefur mútað henni til að segja yður þessa sögu.“ Ég benti henni á að það væri ólíklegt, að Selma hefði beðið með það í öll þessi ár, ef henni á annað borð væri trúandi til slíks atferlis. Jafn ólíklegt væri að deyjandi kona léti múta sér. Þetta espaði Emmu ennþá meira. „Ég trúi því ekki,“ æpti hún af óvanalegum krafti, „ég mun ekki trúa því.“ Samt trúði hún því. Selma hafði haft á réttu að standa. Hatur Emmu á systur sinni hlýtur að hafa verið hið eina, sem hélt henni uppi til elliára. Viku eftir að ég sagði henni frá játningu Maríu, fékk hún slag og dó. ★ ÞÁ VORU ENGIN GRÝLUKVÆÐI SUNGIN Framhald af bls. 26. að maður var kominn með mótor. Nei, ég held sko, hebbði verið hlaðið allt fullt, að skipin hebbðu velt úr sér, þau myndu bara flat- skella. Svo maður fór ekki nema bara lognhægt með svoleiðis lagað. Það var eins, þetta langa leið, það var hál helvíti glæfralegt að vera með svona 16—17 tryppi laus í skipi. Já. En það var ótrúlegt, hvað þetta stóð, þótt það væri nú drif og bára. — Nú er mér sagt, að það sé alla vega bölvað, að flytja hross á sjó. — Já, jú, jæja, nei, ég læt það allt vera. Það er þetta með hross- in — féð getur maður látið stökkva bara upp að framan úr bátnum. En maður verður helzt að land- leggja skipinu með góðum stað, til þess að hestarnir geti stokkið upp um miðjuna á því. Þess vegna er svo illt að lenda þar sem bára er með hesta. Það er allt annað með fé. — Einhverntíma var mér sagt, að ef hestur leggðist ( skipi, stæði hann ekki aftur upp að sjálfs- dáðum. — Það er helvítis vitleysa. Ég flutti þá stundum bundna á sauða- bandi, maður. Já, já. Svo þegar maður var búinn að leysa fæt- urna á þeim, gaf maður þeim trukk og þá rykktust þeir upp. Já, já, já. En ég man nú ekki eftir því, að það leggðist óbundinn hest- ur. Það væri þá eitthvað sérstakt. Þetta er orðið núna, sjáðu, tómur leikur hjá því sem áður var. Uss, maður lifandi, það er ýtt á rass- gatið á þessu eins og hjólatík ein- hverskonar. Nú fer maður til sjó- ar í bíl og stígur upp í mótor. Nei, nei, það er ekki nokkurt sport í þessu helvíti. Eins er þetta á túni. Það er ekki bundin ein einasta sáta. Menn eru hættir að kunna að binda sátur — eða axla! Þetta þurfti mað- ur að axla allt fyrir framan sig í eyjunum, sisvona, og bera þetta, því þar voru ekki hestarnir. Og bera til skips. Langa leið. Já, já. Því það varð alltaf að bera á í vari við eyjarnar, þótt það væri lengra að bera það, sko. Ef kul var. Já, já. Nú drögum við galt- ana bara af túnunum, sláum á þá köðlum og það slæðist varla nokk- ur hlutur og beint inn í hlöðu, meðan það er hægt, og svo ofan um gat. Það er ekkert líkt eða var í gamla daga, og miklu hægara. Og þó er spursmál, hvort menn verða brattari eða eldri. Þetta trén- eraði mann voðalega. Þótt maður yrði þreyttur; maður þurfti ekki annað en að velta sér um hrygg, þá var maður orðinn afþreyttur aftur. Það var nú meðan maður var ungur. En mér finnst, ha ha ha, finnst yngri menn núna, þeir vera ekkert brattari, þótt maður komi á mótor svona keyrandi og leggi varla út ár, heldur en í gamla daga, þegar maður réri eins og fjandinn utan úr eyjum og þurfti að ganga heim. Þá fór maður annað hvort að rista ofan af eða eitthvað að vinna, þegar maður kom heim. Þeir eru ekkert viljugri orðnir núna. Onei. Ég var núna með orf og var að slá, þegar þið komuð, þar sem við komumst ekki að með vél, og ég er kominn yfir hálfáttrætt. Ég get slegið í allan dag, bara ef ég vil. Já, já, já. Og fyndi ekki fyrir þvi. En þetta var helvítlegt ( gamla daga, þegar þúfurnar voru, þá var eins og hundi gefin heil kaka, ef maður komst á sléttan blett. Og sló skart! Ha ha ha. Það var ekki að tala um það, það varð að fara út klukkan fjögur stundum á nóttunni, ef það var svo heppi- legt, að það var komið náttfall, og slá, því þá var svo gott að slá. Og fram eftir deginum, og þá lagt sig eitthvað, dálitla stund, þeir sem voru linari, hinir héldu áfram. Já. Þegar ég var strákur á Hvoli, við vorum allir þar heima, bræð- urnir, pöntuðum við stundum að fá að vaka, þegar náttfallið kom snemma, því þá byrjuðu piltarnir HOLMEGAARDS-GLASVÆRK G. B. Silfuríbúðin Laugaveg 55 — Sími 11066 ÁVALLT UNG ^ANtASIIR rakamjólk „LAIT HYDRANT". þurr húð þarf meiri raka en húðvefirnir hafa við að framleiða. Til þess að bæta úr þessum rakaskorti framleiðir LANCASTER nú RAKAMJÓLK „LAIT HYDRANT", sem einkum er ætluð fyrir þurra og viðkvæma húð. Þessi áburður bætir húðina strax eftir fyrstu notkun. Húðin verður mjúk, fersk og notaleg. ASItR TJTSÖLUSTAÐIH. — REYKJAVÍK: Tíbrá, Gjafa- og snyrtivörubúðin, Orion, Holts-Apótek, Tjarnar- hárgreiðslustofan. — AKUREYRI: Verzlunin Drífa. PATREKSFIRÐI: Verzl. Ó. Jd&annessonar. VIKAN i». tl)l. — gtj

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.