Vikan


Vikan - 05.11.1964, Side 34

Vikan - 05.11.1964, Side 34
penol SKÓLAPENNINN PENNIOG [BLÝANTUR I' Lgjafaöskjuí Reynslan sannar, að PENOL skólapenninn er áreið- anlegasti skólapenninn, sem nú er völ á. Hann er einkar sterkur, og ný|a blekkerfið tryggir, að blekið þornar ekki, þótt penninn liggi ónotaður. Hann tekur við sér um leið og hann snertir pappír- inn — ómetanlegur kostur í daglegri notkun. ^ PENOL sjálfblekungurinn er framleiddur meS hinum eftirsótta, sveigjanlega penna. PENOL sjálfblekungurinn er með nýju blek- “ kerfi. PENOL sjálfblekungurinn er framleiddur úr óbrjótanlegu undraefni: „DELRIN". PENOL sjálfblekungurinn er þægilegur í hendi, failegur í útliti og viðurkenndur af skriftarkennurum. PENOL ■iálfblek. ungurinn *r með Quink blckfylllngu. Nafn: . Heimili: Bóksali: Sendið afklippuna með nafni og heimilis- fangi til næsta bóksala og takið þátt í skóla- pennahappdrætti PENOL. Dregið um 100 penna. að slá á kvöldin og vöktu alla nótt- ina. Þá vissum við, strákarnir, að ef við fengjum að vaka, að við kæmumst í miðnæturkaffið. Þá var alltaf kvenmaður á fótum, sko, til að hita kaffi og gefa þeim um miðja nóttina. Og svona slógu þeir. Þetta mátti til. Svo slógu þeir til hádegis, og þá lögðu þeir sig. Já, það var nú helvíti stórt stykki, dag- sláttan, maður, já. Og svo voru vellir í túnunum. Svo — þetta breyt- ist allt, þegar allt túnið er orðið slétt, þá hverfa vallaheitin. Eg þorði ekki annað hérna hjá mér, en að skjalfesta alla velli út frá bænum í túninu. Þeir voru fjandi margir. Til dæmis Fjósahluti hér fyrir neðan, Efstivöllur, Miðvöllur og Kolbeinsvöilur, sko, svona voru nöfnin á þessu. — Eg hélt, að túnin væru yfir- leitt flest skírð og kölluð sínu nafni. — Já, það var það, sagði Elín- borg. — Nei það er víst mikið nokkuð búið að vera, sagði Kristinn. — Þó segjum við stundum, elskan mín, að þetta hafi verið inni á Efstavelli. En hann er nú sléttaður orðinn við Miðvöll. Efstivöllur og Vikuvöllur, Hálfsmánaðarvöllur og Miðvöllur. Og það var meira en helmingurinn þýbbður í þessu. Svo karlarnir urðu að sperrast við upp á líf og blóð og beinbrot, það þótti skömm að klára ekki völlinn á svipuðum tíma. Það var nú margt, sem gerði, að nöfnin komu á þetta. Jahá. — Það hefur tekið hálfan mán- uð að slá Hálfsmánaðarvöll. — Já, hálfan mánuð. Já. Það held ég. — Það hefur margt breytzt síð- an þið byrjuðu búskap hér. Hvenær var það? — Eg er búinn að vera hálfa öld hér. Eg kom hérna tíu og byrjaði fjórtán. — Þá hefur það verið orf og hrífa og ristuspaði. — Já, já. Og öll þessu áhöld, Ijái, skeifur, orf og hrífur, maður smíðaði þetta allt sjálfur. Ekki hægt að sækja neitt. Við höbbðum nú fljótt hérna vagn og ég fékk plóg og annað svona, sko, og þá var ekki vagn hér til á nokkrum bæ. Nei, það var nú það, góði minn. Það var hér plógur í tíð Kristjáns kammeráðs, hann var að kaupa þetta karlinn, en það hefur eng- inn kunnað að fara með þetta, sko. Það vantaði þá tamda hesta í það. Það varð að hafa samstillta hesta. Ég habbði alltaf tvær, þrjár kerrur, og svona fjóra vagnhesta. Þetta létti óskaplega á mannl. Til dæmis í mónum. Við vorum alltaf í honum, svona fjögur, fimm, venju- lega vikuna fyrir sláttinn, þá var maður við móverkin. Já, það er breyting, voðaleg breyting mikil. En nú er það af, náttúrlega, sko, þetta, sem maður framleiddi heima, það er helzt allt orðið keypt að. Það nennir enginn maður að smíða hrífuskaft eða hrífuhaus eða nokkurn skapaðan hlut. Alit keypt. 34 VIKAN 45. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.