Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 05.11.1964, Qupperneq 36

Vikan - 05.11.1964, Qupperneq 36
PE 31 Er geysisterkt „Long-play" segul- band. Sérstaklega hentugt fyrir t. d. skóla, verzlanir og hótel. PE 41 Er „Double-Pley" segulband fyrir öll 2ja og 4ra rósa segulbandstæki. PE 65 Triple Record. Er þunnt, en sterkt. Er þrefalt lengra en venjuleg segul- bönd. ÚTSÖLUSTAÐIR: TÝLI H.F. Austurstræti 20, RADIÓVER Skólavörðu- stíg 8, VÉLAR & VIÐT/EKI Laugaveg 92, GEORG ÁMUNDASON, viö- tækjaverzlun. Stefán Thorarensen h.f. Heildverzlun — Laugaveg 16 — Sími 21484. Rándýrt helvíti. En þetta er náttúr- lega nokkuð gott. Sérstaklega þessi alminíumverkfæri, þau eru fjarska góð. En maður verður eins og anz- kotinn af þessu, kolsvartur. En þetta er allt saman, með öllu þessu járnarusli, sem víðast er, óskap- lega dýrt. Eldiviður, Ijósmeti, allt keypt. Aður gerði maður þetta allt heima. Eg hafði meira' að segja einu sinni kolanámu. Hérna niðri frá. Það gekk Ijómandi vel. Ég held það sé eina náman á landinu, sem hefur borið sig, og ríkið lét ekki fimm aura í hana. Já, við fengum sæmilegan hagnað af henni. Það var Olafur Egilsson, utan úr Flatey, hann sá um flutn- ingana, hann átti báta, svo var einn múrari úr Reykjavík, og hann var verkstjórinn, og svo ég, svona til hlaupanná. Nú er hrunið f.yrir námuna, en það er stutt síðan ég mokaði það upp og Englendingur fór þar inn. Hann* var nú drullu- hræddur, hélt það myndi koma sprenging, svo anzkoti lífhræddur, maður! Það eru tveir gangar langt inn. Við byrjuðum rétt frammi v.ið flæðarmál og tókum gangana inn og fluttum allt á handvögnum út. En svo byrjuðu þeir námu hérna á Tindum inn frá. Það var h.f. Kol. Þeir yoru þarna að bora og allan anzkotann að gera, og það var allt tóm helvitis vitleysa. Þetta var svo erfitt, af því að kolin byrjuðu svo framarlega, að hebbðu þeir byrjað á göngunum að framan, hebbðu þeir kabbnað í námunni, því það hebbði náð á flóðunum inn. Það varð að bora niður, uppi fyrir ofan flæðarmálið, niður í surtarbrandinn. Ég varð áldeilis var við það, því að ég skerpti fyrir þá alla borana, og það var nú meira þrekvirkið, að komast það. Þetta var svona eins og fjórðipart- urinn af stofunni hérna, svona fer- köntuð gröf, og gert eins og í gamla daga með handafli bara og bor. Og þá var farið að bora sig inn. Það var lyfta þarna hjá þeim, anzi vel búin, og gerð bryggja þarna, sem var tóm hel- vítis vitleysa, af því að það er bara þurrt fyrir framan, nema rétt um flóðið. Svo voru þeir að bora þarna og vita, hvort það næði langt upp í landið, og ég er hrædd- ur um, að það hafi — ég skal ekki segja annars, en ég habbði aldrei trú á, að þeir kæmust þar ofan í kol nokkuð. Svona gekk þetta, og svo var þessu hætt. Svo hef ég heyrt sagt núna, að það séu ein- hverjir höbbðingjar að reyna að koma þessu á ríkið, af því að það varð tap. Mér finnst þeir bara mega tapa, sem flana út í svona anzkotans vitleysu, og ekki eðli- legt að skella því á rikið, og láta okkur borga, hina, sem ekki viljurh koma nálægt þessu helvíti. Þeir vildu fá mína námu í þetta. Ég sagði, að mér litist ekkert á þetta. Svo þeir firrtust, og töluðu aldrei um það aftur. Það var búið að rannsaka þetta, og kolin voru ágæt, og hjá okkur voru þau eins og þetta hátt — Kristinn mældi tæpa mannhæð frá gólfi — og massíf alveg. A Tindum eru þau líka ágæt, en það eru grjótlög eitthvað tvö í . kolalagið, og erfitt að hreinsa þau, af því það er grjót í þeim. Og svo er aðstaðan hál bölvuð. Það er engin höfn, en hér var skipað út í bátana beint fram. En á Tindum átti aldrei að gera þessa bryggju. Hún var alveg gagnslaus. Og þeir voru nærri búnir að drepa menn einu sinni með þessu. Það var svo ‘mikill halli þarna niður, og járnspor með vagni, og þeir misstu einu sinni vagninn hlaðinn, og hann rúllaði alla leið fram í Baldur og mölvaði part úr lunning- unrii, og mesta lán, að þeir drápu ekki ménn, sem voru í lestinni, og það var maður frá mér, annar maðurinn, ha ha ha. Það vildi til, að þeir sáu vagninn og gátu skot- izt út undir. • Ég fór aldrei ofan í þetta helvíti. Leizt ekki á það. Að fara þarna 16 metra niður og eiga að fara að grafa. Það var ekki gott að eigá fótum sínum fjör að launa þar. Þarna höbbðu þeir kaðalstiga niður. Það voru trétröppur á milli kaðla. Og þetta vár þægilegt, hægt að bretta það eins og maður vildi. En bóndinn á Tindum, hann varð fyrir Valinu að kveikja í, þegar þeir voru að sprengja. Það var nú ekkert elskulegt, því upp varð að fara, og þetta var eins og múr- pípa. Hver dauður, sem væri á leiðinni upp, þegar sprengingin yrði. Svo var habbður neðst í stig- anum kaðall upp á brún. Svo kveik- ir hann í með pipunni sinni. Fjór- um, fimm, sex skotum, maður. Þá hleypur hann strax í stigann og hinir hal'a; þangað til hann er kom- inn upp og stiginn á eftir honum. Það voru auðvitað ekki sparaðir þræðirnit, en þetta var glæfralegt helvíti. Nú eru þeir drulluhræddir, þótt þeir séu nærri kvartmílu frá með rafurmagn að kveikja í. Og þetta lánaðist þó svo, að það meiddist enginn. Það hebbði þó ekki þurft annað en fara steinn úr brúninni þarna uppi til að drepa þá, sem voru að vinna þarna niðri. Ég kom ekki þarna fyrr en um vor- ið, að ég fór með Haraldi Guð- mundssyni, sem var fyrir þessu. Ágætis karl, mér líkaði stórvel við hann, þegar við fórum að kynnast. Þá segi ég við Harald, þegar ég sé þetta: ,,Upp á hvers ábyrgð vinna þessir menn þarna niðri? Það myndi engin trygging taka þátt í þessu." Ja, hann saggði þetta væri líklega vörasamt. Þá eru þeir komn- ir. þarna niður, 16 metra, og það er heist upp á sandspili, mig minn- ir það væri tréstampsdjöfull og net í honum. Og ef eitthvað hebbði klikkað, þá var hvert kvikindi dautt þar niðri bara. Svo ég segi við hann: ,,Því sprengið þið ekki skúffu eins og komméðu út og látið kar! ana vera þar, svo þið drepið þó ekki alla, ef eitthvað bilar? Jú, það þótti Haraldi viss- ara, og lét gera það. 20 — VIKAN 45. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.