Vikan


Vikan - 05.11.1964, Side 40

Vikan - 05.11.1964, Side 40
ULPAN á Hærra minn guð til þín og eitt- hvað svona. Kolamyrkur, maður, ekki týra rauð eins og hjá sumum öðrum. Jæja, svo heyri ég það, að það fer að umla eitthvað í Indriða. Svona eins og svefnrof eða eitt- hvað svona. En ekkert sást. Þetta gengur svona dálitla stund, svo heilsar hér Konráð afabróðir okkar Gíslason, og býður mig nú vel- kominn í salinn, frænda sinn, nátt- úrlega. Og þá var nú ekki meira talað, þá ! bili. En rétt á eftir heyr- ist eins og kveikt á eldspýtu, inni í svefnherberginu hans Indriða. Og birti svo, að maður sá skiliríið á kommóðunni. Það var alveg á móti okkur, sko. Og nú hugsa ég: Ja, nú hefur karl bruggðið sér inn og kveikt á spýtu; þótti gott, að nú var hann að leika á þá. Svo hverf- ur þetta rétt undir eins. Rétt á eft- ir er kveikt aftur, og kemur ekki einn, líkt og mynd af frelsaranum, maður, í hvítum hjúp þarna frá rúminu hans, fyrir servantinn og kommóðuna og hverfur þarna inn í hornið. Inni í herberginu. Ja, þar hefur nú Indriði náð lakinu úr bólinu og skellt á sig. Helvíti er hann klókur, hugsa ég enn. Svo hverfur þetta eins fljótt, sést bara á meðan það gengur fyrir. Nú kemur hann í þriðja sinn. Alútur í hjúpnum og kemur á milli portéranna og horfir fram í salinn. Þá verð ég að segja, að mér fór ekki að Iítast á blikuna, þv! þá sé ég, hvar Indriði situr á stólnum. Það birti svo af þessu. Og þeir fara að stinga saman nefjum fyrir aftan mig: Sjáiði til, haldiði ekki, að bróðirinn sé miðill líka eins og Indriði! Og þetta var fyrsti Kkamn- ingurinn, sem sást. Já. Og ég fór nú að hugsa, að einhver anzkot- inn væri þetta nú, hvað þetta gæti nú verið. Og botnaði ekkert í, en það sá ég, að Indriði var það ekki, því hann sat ! stólnum. Svo kem- ur þetta fram úr herberginu, mað- ur, og stendur upp við ofninn. Og ofninn var svo hár, að það var rétt að hann var rúmlega heldur hærri. í hjúpnum þarna. Og þá fór nú hálpartinn að fara um mann- skapinn, þegar hann var kominn fram í salinn, ef hann kæmi ein- hvers staðar á milli fólksins, sko. Svo hverfur þetta niður, ofan frá, og það voru eins og stjörnur á gólfinu seinast. Já. Svo kemur kempan, lagsmaður, þar alveg fyr- ir framan hnén á okkur þremur, Einari, mér og Birni. Og ég var að hugsa um að reka hnefann í hann, taka í hann, en þorði ekki almennilega að eiga undir því, vissi ekki nema ég gæti drepið með þv! miðilinn, ef þetta væri nú einhver vofa frá öðrum heimi, og gerði það ekki. En þá segir Björn Jónsson: — „Nú hrukkuð þér við, Kristinn." En ég hélt, að það hebbði nú komið fyrir fleiri, því þeir tókust báðir á háaloft, Björn og iEnar, en hann sagði þetta til að leiða athygli m(na frá þv(, hvað hann var drulluhræddur. — Ég man nú ekki, hver þetta átti að vera, — VIKAN 45. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.