Vikan


Vikan - 05.11.1964, Síða 44

Vikan - 05.11.1964, Síða 44
mmn Suðurlandsbraut 16 - Reykjavík - Sjmnefni: '»Volvpr<<- - Sími35200 öll þín mól. Svo komst hún að þeirri niðurstöðu, að þú værir skratti mikill karl. Bond glennti upp augun og reyndi að horfa niður eftir nefinu á sér. Engin svipbrigði sáust á and- liti hans. — Hún sagðist einkum hafa hrif- izt af þér vegna þess, að þú minnt- ir hana á söguhetju í bók eftir einhvern rússneskan náunga, sem kallaður er Lermontoff. Og þetta virðist hafa verið hennar uppá- haldsbók. Þessi náungi var fjár- hættuspilari og eyddi öllum sínum tíma í að komast í og úr klípum. Jæja, þú minntir hana allavega á hann. Hún sagðist ekki hafa get- að hugsað um nokkurn annan, og dag einn datt henni í hug, að ef hún gæti látið flytja sig til ein- hvers annars lands, gæti hún kom- ist í samband við þig og þú mynd- ir koma og bjarga henni. — Eg hef aldrei heyrt aðra eins þvælu, sir. Eg er viss um að yfir- maður T hefur ekki gleypt við þessu. — Bíddu andartak. Það var eins og M væri að þreifa fyrir sér. — Vertu ekki of fljótur að draga ályktanir vegna þess að eitthvað skýtur upp kollinum, sem þú hefur ekki rekizt á áður. Látum okkur segja, að þú værir nú kvikmynda- stjarna, í stað þess að vera í þessu sérstaka starfi. Þú myndir fá alls- konar bréf frá stúlkum hvarvetna að úr heiminum, full af guð má vita hvers konar kjaftæði, um að þær geti ekki lifað án þín o.s.frv. o.s.frv. Hér er heimskulegt stúlku- barn, sem vinnur í Moskvu. Senni- lega hefur eingöngu kvenfólk unn- ið í hennar deild. Ekki nokkur einasti karlmaður f herberginu til þess að horfa á. Og þar rakst hún á — hér — gullfallegt andlit þitt í möppunni, sem sífellt er verið að bæta í. Og hún er það, sem ég held að sé kallað „skotin" í þess- um myndum, rétt eins og stúlkurn- ar um allan heim verða skotnar í þessum hræðilegu andlitum í leik- arablöðunum. M veifaði pípunni sinni til merkis um fyrirlitningu sína á venjum þessarra fávísu kvenna. — Það veit sá sem allt veit, að ég veit ekki mikið um þessa hluti, en þú verður að viður- kenna að þetta gerist. Bond brosti að þessarri óbeinu hjálparbeiðni. — Já, í raun og veru, sir, er ég aðeins að sjá Ijósglætu í þessu. Það er engin ástæða til að ætla, að rússnesk stúlka sé ekki alveg eins heimsk og ensk. En það hlýtur nú að vera eitthvað í hana spunnið úr því að hún gat látið sér detta þetta í hug. Vissi yfir- maður T hvort hún gerði sér Ijós- ar afleiðingarnar ef upp um hana kæmist? — Hann sagði, að hún hefði verið viti sínu .fjær af ótta, sagði M. — Var sífellt að litast um á bátnum til að fylgjast með því hvort nokkur veitti henni athygli. En það voru aðeins þessir venju- fjórðung kom stúlka, og tók sér stöðu við hlið hans. Rússnesk sfúlka, mjög falleg, segir hann. Og eftir að þau höfðu talað saman um útsýnið o.s.frv. skipti hún allt í einu um umtalsefni og sagði hon- um mjög einkennilega sögu. M þagnaði til að kveikja í píp- unni sinni. Bond skaut inn í: — Hver er yfirmaður T, sir? Eg hef aldrei unnið í Tyrklandi. Maður, sem heitri Kerim, Darko Kerim. Faðir hans var tyrkneskur en móðir hans var ensk. Athyglis- verður náungi. Hefur verið yfir- maður T síðan fyrir stríð. Einn af okkar allra beztu mönnum, yfir- leitt. Vinnur mjög vel og þykir vænt um vinnu sína. Hann er gáf- aður og þekkir þennan hluta heims eins og handarbakið á sér. M ýtti Kerim út af dagskrá með því að banda með pípunni sinni til hlið- ar. — Jæja, en saga stúlkunnar var sú, að hún væri liðþjálfi í MGB. 44 — VIKAN 45. tbl. Hefði unnið þar síðan hún kom úr skóla, og hefði nú verið nýflutt til Istanbul til að starfa þar í dulmáls- deildinni. Hún kom þessum flutn- ingum í kring, vegna þess að hana langaði til að komast út úr Rúss- landi og til okkar. — Það er ágætt, sagði Bond. — Það gæti verið gagnlegt að hafa eina af þessum dulmálsstelpum, en hvers vegna vill hún koma til okk- ar? M leit yfir borðið á Bond. — Vegna þess að hún er ástfangin. Hann þagnaði og bætti við mildi- lega: — Hún segist vera ástfang- in af þér. — Ástfangin af mér? — Já, þér. Það segir hún að minnsta kosti. Hún heitir Tatiana Romanova. Hefurðu nokkurn tíma heyrt um hana. — Almáttugur minn. Nei! — Ég meina nei, sir. M brosti að blöndnum svipnum á andliti Bonds. — Hvern andskotann meinar hún? Hefur hún nokkurn tíma hitt mig? Hvernig veit hún að ég er til? — Þetta virðist allt saman jafn fáránlegt, sagði M. — En það er svo brjálað, að það gæti næstum verið rétt. Stúlkan er 24 ára gömul. Síðan hún hóf störf hjá MGB, hefur hún unnið í aðalskjalasafni þeirra, sem er sambærilegt við skýrslusafn- ið okkar, og hún hefur unnið í ensku deildinni þar. Þar vann hún í sex ár. Ein af möppunum, sem hún átti að sjá um, var mappan þín. — Mig myndi langa til að sjá hana, sagði Bond. — Hún segist fyrst hafa orðið hrifin af myndunum, sem þeir hafa þar af þér. Hún dáðist að útliti þínu o.s.frv. Munnvik M drógust niður á við eins og hann hefði ver- ið að sjúga sítrónu. — Hún las um - Stillið á lit og saumið - Það er þessi einfalda nýjung, sem kölluð er „Colormatic", sem á skömm- um tíma hefur aukið vinsældir HUSQVARNA 2000 til stórra muna. Beinn saumur, hnappagöt, blindfaldur og úrval mynztursauma er hægt að velja með einu hand- taki. Þar sem það er sýnt á greinilegan hátt, í litum, á „saumveljara". ÖSi HUSQVARNA heimilistæki, saumavélar o. fl. eru þekkt hér á landi í yfir 60 ár. Hafa nafninu hér sem annarstaðar stöðugt vaxið vinsældir. Kynnið yður þessa nýjung á sviði sauma- véla, og þér munuð komast að raun um að Husqvarnai er í fremstu röð enn. sem fyrr. m ÍÉ

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.