Vikan


Vikan - 05.11.1964, Side 49

Vikan - 05.11.1964, Side 49
NYR STÆRÐARFLOKKUR 1964. ÞÁ SELDUST 300.000 BÍLAR AF ÞESSARI GERÐ. NÚ END- URBÆTTUR í ÚTLITI OG BYGG- INGU. MEJRI ÞÆGINDI OG MEIRA ÚRVAL, 12 MISMUN- ANDI GERÐIR. LEITIÐ UPPLYSINGA. VÆNTAN- LEGUR BRÁÐLEGA. í> • ..r i CHEVELLE ’65 f .siPBiiÍ I.li inn. Þau fimmtán ár, sem hann hafði verið framkvæmdastjóri á Hotel Dieu, hafði hann sannarlega orðið að Þola margskonar einstaklinga, æpandi fisksölukonur og orðljótar vændiskonur. En aldrei höfðu Þær risið upp af sjúkrabeði sinum til að svara honum svona ákveðið, á svona ókurteisan hátt. — Kona, sagði hann og reyndi að vera eins virðulegur og hann gat. — Ég heyri af orðum yðar, að Þér eruð nógu sterk; til að snúa aftur heim. Þér getið yfirgefið Þennan stað, úr Þvi að Þér kunnið ekki að meta Það, sem fyrir yður er gert. —• Það verður mér aðeins gleðiefni, svaraði Angelique beisklega. — En áður en ég geri það, krefst ég þess að fötin, sem voru tekin frá mér, þegar ég kom hingað og voru sett með tötrum Þeirra, sem þjást af kúabólu, kynsjúkdómum og drepsóttum, verði þvegin hér, þar sem ég sé til, úr hreinu vatni. Verði það ekki gert, skal ég fara í lökunum einum saman út úr þessu sjúkrahúsi og hrópa upp yfir alla á torgin.u við Notre Dame, að gjafirnar frá Þeim auðugu og styrkurinn frá rik- inu fari til að Þyngja vasa framkvæmdastjórans á Hotel Dieu. Ég skal skírskota til Monsieur Vincents, samvizku konungdæmisins. Ég skal æpa svo hátt, að konungurinn sjálfur krefjist þess, að reikningar stofn- unnar yðar verði yfirfarnir. — Ef þér gerið það, sagði hann og hallaði sér áfram með ruddaleg- um andlitssvip, — skal ég láta gripa yður og loka yður inni á geðveikra- hæli. Það fór um hana léttur skjálfti, en hún lét ekki undan. — Ég vara yður við, að ef Þér reynið slíkt ofbeldi, mun öll fjölskylda yðar deyja á komandi ári. Það er engin áhætta að halda þvi fram, hugsaði hún um leið og hún teygði úr sér á óhrjálegri strámottunni. Karlmenn eru svo heimsk- ir....! Loftið á götum Parísarborgar, sem henni hafði áður fundizt svo þefjandi, virtist nú hreint og ilmandi, þegar hún var loksins orðin frjáls, lifandi og klædd i hrein föt utan við sjúkrahúsbygginguna. Hún gekk hratt, næstum léttilega og hélt barninu í höndum sér. Hún hafði aðeins áhyggjur af einu: Hún hafði mjög litla mjólk, og Cantor, sem hingað til hafði verið bezta barn, var byrjaður að kvarta. Hann hafði grátið alla nóttina áður og tottði ákafur tómt brjóst hennar. Innan múra musterisins eru geitahjarðir, hugsaði hún. Ég skal ala barnið mitt upp á geitamjólk. Ég hef engar áhyggjur af því, að hann verði að ropandi, ungri geit. Og hvað hafði orðið af Florimond? Cordeauekkjan hafði áreiðanlega ekki yfirgefið hann. Hún var góð kona. En Angelique fannst, eins og hún hefði yfirgefið eldri dreng sinn fyrir mörgum árum. Fólkið, sem hún mætti, var með kerti í höndunum. Ilmur af heitum pönnukökum barst frá húsinu. Hún sagði við sjálfa sig að það hlyti að vera annar febrúar. Fólkið var að minnast þess, Þegar Jesúbarnið var borið í musterið. Vesalings Jesú litli, hugsaði Angelique og kyssti Cantor á ennið, um leið og hún gekk í gegnum hlið musterisins. Þegar hún nálgaðist hús Cordeauekkjunnar, heyrði hún barnsgrát. Hjartað í henni missti eitt slag, þvi hún hafði á tilfinningunni að þetta væri Florimond. Svo kom litla veran á móti henni, hrasandi í snjónum og á eftir henni hópur tötraklæddra barna, sem létu snjóboltana dynja á honum. —■ Galdramaður! Hæ, litli galdramaður! Sýndu okkur hornin á þér! Angelique þaut áfram og þreif barnið i fangið, þrýsti þvi að sér og skauzt inn í eldhúsið, þar sem gamla konan var að byrkja lauk fyrir framan eldstæðið. —- Hvernig stendur á því, að þér látið Þennan óþverralýð fara illa með barnið mitt? Cordeauekkjan strauk yfir augun með handarbakinu. —■ Óhó, dóttir mín, æpið ekki svona hátt! Ég leit eftir stráknum yðar, þegar þér voruð farin, þótt ég væri ekki viss um, að ég myndi nokkurn- tíman sjá yður aftur. E'n ég get ekki haft hann á höndunum allan. dag- inn. Ég setti hann út, svo hann fengi svolítið ferskt loft. Hvað ætti ég svo sem að gera, þegar krakkarnir kalla hann galdramann? Það er stðreynd, er það ekki, að faðir hans var brenndur á Place de Gréve? Hann verður að venjast þvi. Strákurinn minn var ekki miklu stærri en þinn er núna, þegar byrjað var að kasta í hann hnetum og kalla hann Reipi-Um-Hálsinn. Ó, litii vinur! hrópaði svo gamla konan, sleppti VIKAN 45. tbl. — 40

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.