Vikan


Vikan - 05.11.1964, Síða 50

Vikan - 05.11.1964, Síða 50
Nýtt útlit Ný tækni Málmgluggar fyrir verzlanir og skrif- stofubyggingar í ýmsum litum og formum. Málmgluggar fyrir verksmiðjubygging- ar, gróðurhús, bíl- skúra o. fl. KALMGLUGGAH ^7 LÆKJARGÖTV, HAFNARFIRÐI. — StMI 50022 hnífnum á gólfið og þaut á móti Angelique með aðdáunarsvip á andlit- inu til að fagna Cantor litla. Þegar Angelique var komin aftur upp í litla herbergið sitt, setti hún börnin tvö á rúmið og flýtti sér að kveikja upp I arninum. — Ég er svo ánægður, sagði Florimond hvað eftir annað og horfði á hana með svörtu ljómandi augunum sinum. Hann þrýsti sér upp að henni. —. Þú aatlar ekki að fara frá mér aftur, mamma? — Nei, vinur minn. Sjáðu bara fallega barnið, sem ég kom með handa þér. — Ég er ekkert hrifinn af honum, sagði Florimond og þrýsti sér upp að henni með nokkurri afbrýðissemi. Angelique háttaði Cantor og bar hann yfir að eldinum. Hann teygði úr litlu handleggjunum sínum og geispaði. Almáttugur! Hvílikt krafta- verk það var, að hún skyldi geta fætt svona stórt og fallegt barn, mitt i öllum þjáningunum., I nokkra daga bjó Ángelique friðsamlega innan veggja musterisins. Hún hafði litla peninga, og vonaði að Raymond kæmi aftur. En kvöld nokkurt heimsótti fógetinn hana. — Dóttir mín, sagði hann vafningalaust. — Ég verð að segja yður, fyrir hönd hins mikla ábóta, að þér verðið að yfirgefa þetta svæði. Eins og þér vitið, hefur hann aðeins þá undir sínum verndarvæng, sem ekki geta skaðað álit þessa litla samfélags, Þér verðið að fara. Angelique opnaði munninn til Þess að spyrja, hver væri ástæðan fyrir þvi að hún gæti skaöað álit samfélagsins. Svo dat henni I hug að kasta sér fyrir fætur hins mikla ábóta. En í sama bili mundi hún orð konungs- ins: — Ég vil ekki heyra um yður framar. Svo þeir vissu hvar hún var! Þeir voru ennþá hræddir við hana. Ef til vill.... Hún fann, að Það var gagnslaust að biðja Jesúítana að hjálpa henni. Þeir höfðu hjálpað henni vel, á meöan eitthvað hafði verið að verja. En nú þegar teningunum var kastað, gátu þeir ekki hjálpað nein- um, sem eins og Raymond höfðu verið flæktir í þetta mál. — Jæja þá, sagði hún milli samanbitinna tannanna.í — Ég skal yfir- gefa musterismúrana fyrir kvöldið. Þegar hún var aftur komin upp) í herbergiö sitt, setti hún allar eig- ur sínar ofan í litla leðurtösku. Bjó börnin sín hlýlega og setti hvort tveggja á börur. Cordeauekkjan var á markaðnum. Angelique skildi litla pyngju eftir á borðinu. Þegar ég verð betur stæð skal ég koma aftur og vera örlátari, sagði hún við sjálfa sig. — Erum við að fara út að ganga? spurði Florimond. — Við erum að fara aftur til Hortense frænku. — Ætlum við að hitta Baba? Það var nafnið, sem hann hafði gefið Barbe. — Já. Hann klappaði saman höndunum. Svo litaðist hann um með ánægju- svip. Angelique ýtti hjólbörum á undan sér í gegnum göturnar, hálar af for og krapi. Hún horfði stöðugt á litlu andlitin tvö, sem lágu svo nærri hvort öðru undir teppinu. Framtíð þessara litlu barna lá eins og mara á henni. Yfir þökunum var himininn heiður og tær. Það myndi ekki verða frost í nótt, þvl veðrið hafði farið hlýnandi nokkra síðustu daga og hin- ir fátæku fundu vonirnar bifast I brjóstum sér, þegar þeir sátu vlð út- kulnaðar eldstór sínar. 1 rue Saint-Laundry rak Barbe upp fagnaðaróp, þegar hún sá Flori- mond aftur. Barnið teygði handleggina I áttina til hennar og kyssti hana glaður. — Ó, guð! Litli engillinn minn! stamaði þjónustustúlkan. Varir henn- ar titruðu og augu hennar voru full af tárum. Hún starði fast á Ange- lique eins og hún væri andi risinn: úr gröf sinni. Var hún að bera þessa mjóslegnu, hörkulegu konu, sem var fátæklegar til fara en hún sjálf, saman við koonuna glæsilegu, sem hafði kvatt Þar dyra aðeins fáein- um mánuðum áður? Angelique velti því fyrir séb af nokkurri forvitni, hvort Barbe hefði horft á bálið við Place de Gréve úr litla risglugganum sinum.... Hálfkæft skelfingaróp í stiganum kom henni til þess að snúa sér við. Þar stóö Hortense, með blys I hendinni, og virtist stjörf af hræðslu. Fyrir aftan hana á stigapallinum kom Maitre Fallot de Sancé í ljós. Hann var parrukslaus, klæddur í innislopp meö útsaumaða nátthúfu á höfð- inu. Munnur hans opnaðist af ótta, þegar hann sá mágkonu sína. Að lokum, eftir langa þögn, tókst Hortense að rétta upp stífan og titrandi handlegg. — Farðu burt! sagði hún hljómlausri röddu. — Þak mitt hefur of lengi skýlt bölvaðri fjölskyldu. — Þegiðu, fíflið þitt, svaraði Angelique og það fór hrollur um hana. Hún gekk upp stigann og leit í augu systur sinnar. — Ég skal fara, sagði hún. — En ég bið ykkur að taka þessi saklausu litlu börn, sem einskis ills eiga að gjalda. — Farðu! endurtók Hortense. Angelique sneri sér að Barbe, sem var enn að faðma Florimond, og Cantor. — Ég fel þá I þina umsjá, Barbe. Sjáðu, hér eru allir peningarnir, sem ég á eftir. Farðu og kauptu mjólk fyrir þá. Cantor þarf ekki brjósta- mjólk. Hann er vanur geitamjólk. — Farðu! Farðu! Farðu! æpti Hortense með síhækkandi rödd. Og til áherzlu stappaði hún niður fótunum. Angelique gekk til dyra. Hún leit um öxl, ekki á börnin, heldur á systur sína. Ljósið flökti I höndum Hortense og kastaði nornarskuggum á illilegt andlit hennar. Og þó, hugsaði Angelique. Og þó vorum við vanar að horfa saman á litlu konuna í Monteloup, vofuna, sem gekk þar um gangana með fram- rétta hönd. Og þó, vorum við vanar að þrýsta okkur hvor að annarri í stóra rúminu.... Hún lokaði dyrunum á eftir sér. Eitt andartak nam hún staðar til að horfa á manninn, sem hafði reist stlgann sinn upp við ljósastaurinn og var að kveikja á stóru luktinni fyrir utan hús Maltre Fallot de Sancé. Svo sneri hún sér við og gekk inn i París. Frh. í næsta blaði. öll réttindi áskilin — Opera Mundi. París 50 VIKAN 45. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.