Vikan

Tölublað

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 2

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 2
Canadian Mist er heimsþekkt vörumerki DEuTA RYTHME BÓYS ÓV.FAJAGERpiM \ BOLHOLTI 6 Biðjið um vörur úr Canadían A/1 ist poplíni CANADA LTD. í FULLRI HLVÖRU: HIN GÓÐU ÁFORM Nýtt ár er gengið i garð. Við höfum um þessi áramót litið um öxl og séð að allt sem við gerðum á árinu sem leið, var liarla gott. Eða livað? Var kann- ski ekki allt seni skyldi? Við hétum því um síðustu áramót ef ég man rétt, að verða nýtt og betra fólk. Batnandi manni er bezt að lifa. Við ákváðum að hætta að reykja frá og með kl. 12 á miðnætti á gamlárskvöld, við ákváðum að halda áfram að drekka til morguns og drekka lítt við sleitur þessa einu nótt, en síðan ekki meir. Við sáum það líka, að við yrð- um að vera stundvísari og halda okkur betur að vinnunni, þessu sem elsku atvinnurekendurnir höfðu trúað okkur fyrir og borg- uðu okkur fyrir að minnsta kosti eins og þeir gátu. Jafnvel opinberir starfsmenn sáu þetta lika og hétu því með sjálfum sér að vera ekki í kaffi meira en tvo tíma í einu svo þeir væru ekki að snuða rikið og láta fólk híða. Já, meira en það: Skrif- stofustjórar og forstjórar og deildarstjórar stigu á stokk og strengdu þess heit, að hvenær sem væri skyldu þeir hlaupa frá laxinum allt að einu sinni i viku, iivort heldur þeir væru uppi Norðurá eða allar götur norður í Laxá. Því livað jafnast á við vinnunna og þá fullvissu með sjálfum sér, að maður hafi unn- ið gotl starf. Svo hefur árið liðið einhvern veginn si sona eins og önnur ár og fyrir sjö nóttum höfum við enn stigið á stokk með kampa- vínsglas i hönd, meðan flug- eldarnir geistust um himinhvolf- ið. Allt batnandi menn, uppfull- ir af góðum áformum. Það hef- ur verið ákveðið að gefa laxin- um frí allt að tveim dögum i viku, hvernig sem á stendur, • til þess að blessað fólkið þurfi ekki að fara erindisleysu á skrif- stofurnar. Prentarar hafa heitið þvi að reyna ekki að eyðileggja útgáfust'>rfsemina með verkföll- um í nóvemher. Stjórnin var einhuga í þeirri heitstrengingu að láta ekki nema 200 milljónir vanta uppá fjárlögin að ári og sjómenn voru einhuga í því að ganga ekki svona fádæma klaufa- lega frá smyglinu, að tollararn- ir gætu gengið beint að því. Skál, og gleðilegt ár. Vikan hefur ákveðið með sjálfri sér að verða betri en nokkru sinni fyrr. fíS. 2 VIKAN 1. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.