Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 4
SYRPA
UM ALDARANDA O& ALMENNINGSÁLIT
Á ÍSLANDI 1965. EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON
ELLIMÖÐIR
ALDAMÖTAMENN
------------------------!
Þegar byrjað var að koma
á nútima þjóðfélagi á íslandi
um síðustu aldamót, var flest-
allt ógert; það var síma og raf-
magnslaust, það var vegalaust
og atvinnutækjalaust. Það mátti
jafnvel heita húsalaust, því Dan-
ir skildu svo við, að hús úr
varanlegu efni höfðu ekki verið
byggð undir þeirra stjórn að
heitið gæti.
Aldamótakynslóðin tók við
þessum arfi með barnalegri
bjartsýni og trú á menningu,
sem mundi vaxa í lundum nýrra
skóga á nýbyrjaðri öld. Nú eru
aldamótamennirnir orðnir elli-
móðir, fyrrastriðskynslóðin kom-
in á miðjan aldur og síðara-
striðskynslóðin tekin að liafa
veruleg afskipti af gangi mála.
Enn lifir sá hugsunarháttur með-
al hinna öldnu aldamótamanna,
að þau störf ein séu hagnýt, sem
miða að matvælaframleiðslu. Ég
átti tal við sjötugan bónda um
þetta í sumar. Hann taldi að
menningin væri góð og blessuð,
ef hún tæki ekki of mikinn tíma,
en fyrst þyrfti nú að framleiða
ketið. Unga kynslóðin gerir grín
að hugsjónum gömlu mannanna.
Ekkert er eins útjaskað og gam-
aldags eins og ungmennafélög
og sjálfboðaliðsvinna. Nú eru
peningar hin eina sanna hug-
sjón og gildi.
ÞEKKJA EKKI GILDI
PENINGA
Mér er sagt, að hér áður fyrr
hafi unglingar verið aldir upp
„í guðsótta og góðum siðum“.
Þá gat það naumast komið fyrir,
að unglingar hefðu tekjur; þeir
voru ef til vill sendir i verið,
teygðir á árinni, og nutu ekki
einu sinui sjálfir afrakstursins
af erfiðinu. Margir reyna enn
þann dag i dag að ala unglinga
upp í góðum siðum, en varla i
guðsótta. Það er óhætt að segja,
að uppeldi barna og unglinga
ber vitni þvi losi, sem hér er á
flestum hlutum. Það ber vitni
aldarandanum á íslandi, þegar
rúmur þriðjungur lifir þessarar
aldar.
í Reykjavík að minnsta kosti
hefur ótrúlegur fjöldi barna
mikla peninga undir liöndum.
Þau virðast geta fengið þá hjá
foreldrum sínum eins og þau
langar til og mæður kaupa sér
jafnvel frið með því að fleygja
peningaseðli i börn sin og segja:
Farðu nú út skinnið mitt og
kauptu þér eitthvað. Afleiðing-
in af þessu er sú, að sjoppurnar
eru fullar af börnum; þau taka
frá sér matarlyst með sælgætis-
áti á hverjum degi og eru bein-
línis alin upp i fullkomnu skeyt-
ingarleysi um gildi peninga.
Verðbólgan hefur kennt fólki,
að það er allt að þvi ámælisvert
að spara. Fljótteknum tekjum
skal fljótt eyða. Þegar brennivín
vantar i partýi hjá sjómönnum
í Vestmannaeyjum, þá er sjálf-
sagður hlutur að hringja til
Reykjavíkur, — og panta flugvél
með nokkrar flöskur.
STÉTTLAUS
TOGARABRAGUR
Eitt af því, sem talið hefur
verið islenzku þjóðfélagi til gild-
is er jafnræði stéttana. Við búum
i nálega stéttlausu þjóðfélagi og
það hefur vissulega sína kosti.
í okkar landi er enginn fæddur
til að drottna og fáir eru fæddir
til þess áuðs, að þeir geti leyft
sér að slæpast alla ævi. En stétt-
leysið hefur líka uppfóstrað á-
kveðna framkomugalla. Eldra
fólk verður ekki aðnjótandi
þeirrar virðingar sem þvi ber og
sjálfsagt þykir í rótgrónum
menningarlöndum. Á sama hátt
er engin virðing borin fyrir
yfirmönnum eða jafnvel yfir-
burðum. Unglingar bera ekki
virðingu fyrir kennurum sinum
og tala um foreldra sina sem
„kallinn og kellinguna“.
Á togara yrði hlegið, ef ein-
hver reyndi að innleiða fágaða
siði. En togarabragurinn er lika
i landi. Sumum finnst kurteisi
jafnvel bera vott um veika lund
eða undirlægjuhátt. Maður á
umfram allt að vera „töff“. Öll
þjónusta er okkar þjóð að mestu
leyti framandi hugtak. Einn
aðalbanki landsins auðmýkir
viðskiptavini sina með þvi að
láta þá standa úti á götu til þess
að ná fundi bankastjóra. Þegar
ég hitti fyrir þá sönnu kurteisi,
sem kemur að innan, þá er það
oftast hjá eldra fólki úti á lands-
byggðinni. Togarabragurinn hef-
ur ekki náð þangað ennþá.
Það er einkennandi fyrir þá
allsherjar ringulreið og vanmat
á réttu gildi, sem hér ríkir, að
barþjónar eru með allra tekju-
hæstu einstaklingum þjóðfélags-
ins. Hinsvegar eru kennarar
illa haldnir og mundu ekki geta
lifað af kaupi sínu, ef þeir kæm-
ust ekki í vel borgaða vinnu yf-
ir sumarmánuðina. Samt er
framlag þeirra að vissu leyti
undirstaðan undir menntun og
menningu þjóðarinnar. Yfirleitt
gengur launamönnum illa að
lifa af kaupinu sínu, en þeir
sem vinna þýðingarmikil á-
byrgðarstörf verða verst úti.
Þeir verða að fórna starfinu
öllum sínum tíma og hafa ekki
aðstöðu til þess að drýgja tekj-
ur sínar á sama hátt og hinir,
sem eiga tímann sjálfir eftir
kl. fimm.
SJÁLFSAGT
AÐ SNUÐA RÍKIÐ
Um þessi áramót er vert að
minnast þess, að æði margt er
komið undir hatt hins opinbera
reksturs. Mörgum hugsandi
mönnum stendur nokkur stugg-
ur af þeirri þróun. Menn hafa
ekki þá reynslu af opinberum
rekstri að hann sé til fyrirmynd-
ar. íslendingum gengur illa að
eiga hlutina saman, þeir eru
einstaklingshyggjumenn fram í
fingurgóma; þeir hafa haldið
velli og tórt í þessu landi fyrir
persónulega harðneskju í margar
aldir. Þeir eru í ætt við íslenzka
birkið, sem svo hefur liarðnað
i raunum harðindanna, að nú
granda þvi engin vorhret. Hinn
kollektívi liugsunarháttur er ís-
lendingum framandi og enn
stendur í góðu gildi orðtækið,
að garður er granna sættir: Það
er bezt, að hver eigi sitt.
Þegar rikið er annarsvegar,
gildir alveg sérstakt almennings-
álit. Það er til dæmis ekkert
stórlega athugavert við það að
snuða rikið eða svikja. Ríkið er
eitthvað ópersónulegt og jafnvel
óviðkomandi.
ÁHRIFAMESTI
MENNINGAR-
MIÐILLINN
______________________j
Allt er á ferð og flugi, háð
þróun og breytingum likt og
flug liimintungla um geiminn.
Menningin tekur á sig ný form,
fagurfræðilegar stefnur koma
og fara, tízkan er breytileg eins
og veðrið á íslandi.
Ekkert menningartæki i heim-
inum jafnast að áhrifum á við
sjónvarpið og má segja að við
eigum ýmislegt eftir, meðan við
höfum ekki reynt að standa á
eigin fótum i þeim efnum. í
dagblaðafrétt var nýlega frá
þvi greint, að ofarlega i sölu
fyrripart desembermánaðar að
minnsta kosti, væri The un-
touchables, saga um bruggara i
Chicago, sem verið hefur afar
vinsæl í vallarsjónvarpinu hér.
Ekkert tæki mun jafnast á við
sjónvarpið til þess að ráða
smekk, skapa tizku, skapa stjörn-
ur, umtalsefni, afmanna eða
mennta þjóðina. Nú hefur verið
hafinn undirbúningur að ís-
lenku sjónvarpi og er líklegt
að þar verði ýmsuin málum
ráðið á þessu nýbyrjaða ári.
Mér þykir líklegt, að sjónvarp-
ið verði til þess að styrkja sér-
kenni íslenkrar menningar frem-
ur en hitt, likt og útvarpið hefur
gert í örfáum tilfellum, þegar
bezt lætur. Nægir að benda á
þáttinn „Vel mælt“, sem sýnir
að íslendingar eru síður en svo
búnir að missa tökin á ferskeytl-
unni, þessu skemmtilega list-
formi, og mun óliætt að slá því
föstu, að þáttur sem þessi örvar
okkar mörgu hagyrðinga. Þannig
vona ég að verði um sjónvarp-
ið. Þar er ekki mest um vert,
^ VIKAN 1. tbl.