Vikan

Tölublað

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 27

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 27
r Framhaldssagan eftir Serge og Anne Golon 50. hluti Af þröskuldi herbergisins festi hann ruddalegt augnaráð sitt á ungu konunni. Hann hélt áfram að hlæja, hækkandi og lækkandi og hikstandi. Svo, án þess að minnka hláturinn, tók hann að hreyfa sig aftur. Eins og í leiðslu fylgdu augu hennar hreyfingum þessa afskræmis. Hann kom ekki í áttina til hennar, heldur yfir herbergið, og allt í eiiiu sá hón á veggnum eina af þessum koparskífum, sem hún hafði séð í hinum herbergjunum. Hún reyndi að finna einhverja leið til að vekja traust hans, og að lokum krosslagði hún tvo fingur og spýtti á jörðina eins og fólk undir- heimanna gerir, þegar það sver eiða. — Allt í lagi, svaraði varðstjórinn. — Ég hef ekki oft vitað þennan eið rofinn. Ég mun bíða eftir þér, en láttu mig ekki bíða lengi. Og það sakar ekki að taka út dálítið fyrirfram.... En hún stökk undan og flúði. Hvernig gat hann vogað sér að snerta hana, þegar hún hélt á barni sínu í fanginu! Karlmenn báru ekki virð- ingu fyrir neinu! Rue de la Vallée-de-Misére var beint bak við Chatelet. Það var að- eins fá skref í burtu, en Angelique slakaði ekki á fyrr en hún náði Le Coq Hardy. Gekk inn í gegnum veitingasalinn og inn í eldhúsið. Þar var Barbe ennþá að reita fjaðrir af gömlum hana. Angelique lagði barnið i kjöltu hennar. — Hér er Cantor, sagði hún blásmóð. — Littu eftir honum, passaðu hann. Lofaðu mér því, að þú skulir ekki yfirgefa hann, ,hvað sem gerist. Hin trúa og trygga Barbe þrýsti fuglinum og barninu að brjósti sinu, sínu í hvorri hendi. •— Ég sver, Madame. -— E'f húsbóndi þinn, Bourjus, fær æðiskast.... ... .skal ég lofa honum að öskra, Madame. Ég segi honum, að þetta sé mitt barn, sem ég hafi átt með fótgönguliða. — Allt í lagi.... Og nú Barbe.... — Já, Madame? — Taktu fram talnabandið þitt. — Já, Madame. — Og biddu til heilagrar guðsmóður fyrir mér. — Já, Madame. — Áttu svolitið koníak? — Já, Madame. Á borðinu þarna yfirfrá. Angelique þreif flöskuna og saup langan teig. Hún hélt að hún myndi hniga niður á steingólfið og varð að halla sér upp að borðinu. En eftir andartak náði hún sér aftur og fann miskunnsaman ylinn streyma um líkama sinn. Barbe starði stóreyg á hana. -—■ Madame — hvar er hárið? — Hvernig á ég að vita það? hreytti Angelique út úr sér. — Ég hef annað þarfara að gera, en að líta eftir hárinu á mér. Hún gekk hratt og ákveðið í átt til dyra. —■ Hvert eruð þér að fara, Madame? — Ég ætla að fara og ná í Florimond. 63. KAFLI Við horn leirhúsahverfisins stóð guðsmynd stolin úr kirkju í Saint- Pierre-aux-boeufs. Framhjá þessari styttu, inn í ógeðslegt hverfið hand- an við hana, fóru þeir einir, sem áttu erindi í þetta konungdæmi myrk- urs og skelfingar. Guðsmyndin stóð á mörkunum, sem enginn varð- maður eða lögreglumaður fór yfir, án þess að stofna lfíi sínu i voða. Virðulegt fólk fór heldur aldrei yfir þessi mörk. Hvaða erindi hefði það svo sem átt inn í þetta óþrifalega hverfi, þar sem hrörleg, svört hús, leirkofar, gamlir vagnar, myllur og ferjur, komnar hingað á einhvern óskiljanlegan hátt, voru heimili þúsunda fjölskyldna, sem sjálfar voru nafnlausar og rótlausar, og áttu hvergi samastað annarsstaðar en 5 undirheimunum ? Angelique vissi, að hún var komin í ríki Stóra-Coesre. Hún þekkti það á djúpu myrkrinu, á breyttri þögninni, sem umlukti hana. Söngv- arnir frá kránum hurfu í fjarska. Hér voru engar krár, engin ljós, eng- ir söngvar. Ekkert nema ólýsanleg eymd með óhreinindum sínum og rottum og snuðrandi hundum. Angelique hafði komið hingað áður, í þetta lagalausa hverfi Faubourg Saint-Denis, en aðeins um bjartan dag, í fylgd með Calembredaine. Hann hafði sýnt henni samastað Stóra-Coesres, undarlegt hús, nokk- urra hæða, sem hlaut að hafa verið gamalt klaustur, því ennþá mátti sjá á því klukkuturnana og rústir kapellunnar innan um moldarhauga. gamla planka, staura og skran, sem hrúgað var undir húsið og upp að því, svo það hryndi ekki. Þetta var sannarlega hæfileg híbýli fyrir konung betlaranna. Hér bjó Stóri Coesre með hirð sinni, konum sínum, ráðgjöfum og fíflinu. Og hér, undir verndarvæng hins mikla meistara, geymdi Rotni Jean birgðir sínar af stolnum börnum — lausaleiksbörnum og hjóna- bandsbörnum, sem hann hafði keypt. Um leið og Angelique var komin inn í þetta hverfi, tók hún að svip- ast um eftir þessu ákveðna húsi. Eðlisávísun hennar sagði henni, að Florimond væri þar. Hún gekk rakleitt og ótrauð, hulin af svörtu myrkrinu. Þeir, sem framhjá fóru, sýndu þessum kvenmanni, sem virt- ist sannur fulltrúi hverfisins, enga athygli. Þótt hún hefði verið rann- sökuð nánar, hefði hún sloppið án minnstu grunsemdar. Hún var nægi- lega kunnug tungumáli og framkomu undirheimanna. Hún bar þann dularbúning, sem gerði henni kleift að ferðast klakk- laust í þessu helvíti: Dularbúning fátæktar og niðurlægingar. Hún varð að fara varlega svo hún Þekktist ekki. Tveir hópar, sem stóðu í samkeppni við Calembredaine, voru í þessu hverfi. Hvað myndi gerast, ef það spyrðist, að Marquise des Anges væri að snuðra hér? Til enn meira öryggis nam hún staðar og smurði andlitið auri. Á þessari stundu mátti þekkja hús Stóra Coesres frá hinum vegna þess að það var upplýst. Bak við gluggana mátti greina litla daufa nátt- ljósið, sem gert var með því að stinga fatapjötlu ofan í skál, fulla af olíu, og kveikja svo i pjötlunni. Angelique tók sér stöðu bak við staur og horfði um stund á húsið. Þetta var einnig hávaðasamasta húsið í hverfinu. Þetta var samkomustaður betlara og glæpamanna á sama hátt og Nesle turninn var. Menn Calembredaine áttu oft leið hingað. Þar sem nóttin var köld, höfðu allar gáttir verið þéttaðar með plönkum. Að lokum nálgaðist Angelique einn gluggann og gægðist inn milli tveggja planka. Herbergið var fullt af fólki. Hún þekkti nokkur andlit: Litla Gelding, Jean gráskegg og Rotna Jean. Hann hélt hvítum roð- skinnshöndum sínum að eldinum og talaði við Jean gráskegg. — Þetta tókst bærilega, minn kæri vinur. Það var ekki aðeins, að lögreglan gerði okkur engan miska, heldur hjálpaði hún okkur dyggi- lega við að eyða óaldarflokki þessa óþolandi Calembredaine. — Þú ferð nokkuð frjálslega með staðreyndir, þegar þú segir að lögreglan hafi ekki gert okkur neinn miska. Fimmtán af mönnum okk- ar voru hengdir, svo að segja án dóms og laga, á gálgunum við Mont- faucon! Og við erum ekki einu sinni vissir um að Calembredaine hafi verið á meðal þeirra! — Uss! Hann hefur allavega fengið vel á baukinn og getur ekki snú- ið hingað aftur og orðið sá sem hann var, ef hann skýtur upp kollinum aftur, sem ég efa. Rodogone E'gypzki hefur tekið allar hans stöður. Jean gráskeggur andvarpaði. —• Svo þá verðum við að berjast við Rodogone, áður en langt um líður. Þessi Nesleturn, sem hefur í för með sér lykilaðstöðu við Pont- Neuf og á markaðinum við Saint-Germain, er of áhrifamikill staður. Hér áður fyrr, þegar ég var að kenna nokkrum strákum sögu, í skól- anum í Nevarre.... Rotni Jean var ekki að hlusta. — Vertu ekki svartsýnn um framtið Nesleturnsins. Hvað mig snert- ir, er mér sama um svona smábyltingu, svona við og við. Og ég veiddi mætavel í Nesleturninum! Eitthvað um tuttugu góða krakka, sem seinna meir gefa ágætan arð í beinhörðum peningum. — Hvar eru litlu kerúbarnir þínir? Rotni Jean benti upp í loftið. —■ Þarna uppi, undir lás og slá. Madeline, stúlkan min, komdu hingað og sýndu mér kjúklinginn þinn. Feit og móðurleg kona tók barn af brjósti sinu og rétti Rotna Jean. — Er hann ekki fallegur, þessi litli Mári? Þegar hann er orðinn stór, klæði ég hann i himinblá föt og sel hann við hirðina. Þegar hér var komið byrjaði einhver að leika á pípu sína og hinir að dansa. Angelique heyrði ekki lengur hvað Rotna Jean og Jean grá? skegg fór á milli. En nú vissi hún nokkuð fyrir víst. Börnin, sem rænt hafði verið í Nesleturninum, voru í þessu húsi. Sennilega í herberginu inn af aðal- ínnganginum. Hún gekk hægt umhverfis húsið. Hún fann dyr, sem lágu að stiga. Hún fór úr skónum og gekk berfætt. Snúinn stiginn lá upp á gang á fyrstu hæð. Veggirnir og gólfin voru klædd með þurrkuðum leir og stráum. Til vinstri sá hún autt herbergi og ljósglætu frá því. Það voru keðjur festar við veggina. Hverja hlekkjuðu þeir á þessum stað ?. Hverja V VIKAN 1. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.