Vikan

Tölublað

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 6

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 6
Hinn heimsfrægi fegurðarsérfræSingur Heiena Rubinstein selur hér á landi hinar dásamlegu snyrtivörur sínar. Hclena Rubinstein lætur sér sve annt um fegurSlna aS hún hefir helgaS lif sitt rannsóknum á húSinni og notkun fegurðarlyfja. GjöriS svo vel að kynna yður snyrtivörur Helenu Rubinstein. Heaven Sent ilmkrem, baðpúður og sápa. [) 0 Apple Blossom gestasápa og ilmolía. •O Apple Blossom baðpúð- ur og baðsalt. Apple Blossom ilmúðun — Handtösku ilmúðari — Handáburður — Bað- O vökvi — Baðpúður með Velour-svampi — Bað- og andlitssápa — Hrolnai- krem - Næringarvökvl - Silki-andlitspúður - Silki-krerrtíyúðiir d* varálitur. -O Apple Blossom handáburð ur — sápa og baðsalt. HANN - EÐA HINN? Vitra Vika! Þar sem ykkar vilji er að leysa allra vanda, langar mig að skýra ykkur frá mínu vandamáli, þótt það virðist mér óleysanlegur galdur, er líklegt, að ykkar ásjónu sýnist leiðin greiðfær. Þannig er mál með vexti, að ég hitti mjög oft tvo vini á skemmti- stöðum. Annan þeirra þekki ég nokkuð vel, en hinn sáralítið. Sá fyrrnefndi sýnir greinilegan áhuga á mér, en ég hef engan á móti. En það er vinur hans, sem mig langar að kynnast, og þar liggur hundurinn grafinn, því sá þeirra sem er á hnotskóg eftir mér, ver það eins og hann frekast má, að hann dansi eða tali við mig. Þetta mundi honum kannske ekki takast ef vinur hans væri ekki eins hægur og veikgeðja og hann er. En eins og ástandið er núna, hef ég ekki minnstu hugmynd um hvort hægt væri að koma honum til eða ekki. Nú er það spurningin hvort ég á að slíta af mér alla fjötra og gefa piltinum í skyn vilja minn svo ekki verði um villzt eða sjá hvað setur. Sérð þú aðra lausn á dæminu? Svo óska ég Vikunni velfarn- aðar. Óstýrilát. --------Spumingin er ekki að- eins um aff „slíta af sér fjötra“, eins og þú segir. Þetta er spurn- ing um framtíðina alla, hjóna- band, lífsförunaut og allt það. Þú segist lítiff hrifin af þessum sem ver þig svona vel. Slíttu félagsskap viff hann strax. Komi á daginn, aff þér sé hann meira í hug en þú gerir þér grein fyrir nú, má sjálfsagt jafnan það. En ég myndi ekki ráffleggja þér að grípa til neinna róttækra ráff- stafana gagnvart hinum. Þú seg- ir, aff hann sé veikgeffja. Þaff kann ekki góffri lukku aff stýra. Ég myndi ráffleggja þér aff velja nýjan kunningjahóp, og reyna aff gleyma þessum báðum. Þá finnur þú kannski hæggerðan mann viff þitt hæfi, sem ekki er veikgeffja. Sértu jafn óstýrilát og þú sjálf segir, og jafn tvíátta og bréf þitt ber meff sér, sýnist mér áríffandi fyrir þig aff velja þér hæggerffan mann en sterkan, ein- hvem, sem hefur lag á því aff stjórna þér án þess aff þú finnir þaff sjálf. ER HANN ELU TRÚLOFAÐUR? Kæri Póstur! Við erum hérna 4 stelpur, og okkur langar mjög til að biðja þig að leysa úr veðmáli fyrir okkur. Við getum ekki komizt að niðurstöðu. Geturðu sagt okkur, hvort Erl- ingur Bjömsson, gítarleikari hjá Hljómum, er trúlofaður? Það er ekki bara af forvitni, sem við jspyrjum. Einnig langar okkur mjög til að vita, hvort Hljómar ætla aftur út um land næsta sum- ar. Við vonum að þú viljir og getir svarað þessu. Með fyrirfram þökk fyrir svar- 18, 4 í vandræðum. P.s. Hvernig er skriftin? -------— Viff vorum aff rabba viff þá Hljómapilta héma á Vikunni fyrir skömmu, og kemur þaff viff- tal í næsta blaði, viff spurffum þá einmitt þessarar sömu spuming- ar. Svariff var: „Sumir eru trú- lofaðir, affrir giftir, sumir alveg lausir og sumir í hugleiffingum .... en það er bezt aff tala ekk- ert um þaff. Þaff gefur því dá- lítiff „kick“ aff láta kvenfólkið vera í óvissunni". .... og öravísi get ég ekki svaraff. 12 ÁRA BRJÓST. Elsku Vika! Ég er 12 ára og langar til að spyrja þig um dálítið. Ef ég fer að nota brjóstahaldara strax, er þá nokkur hætta á að brjóstin verði slöpp? Ég vil ekki eiga það á hættu. Ég vil helzt hafa þau útstandandi. L.A. --------Ég held aff þú eigir ekk- ert á hættu meff þetta, mín kæra, og aff þú getir notaff brjóstahald- ara óhrædd hvað þaff snertir, ef þér finnst þú þurfa þess meff. í VANDRÆÐUM MEÐ MÖMMU. Kæri Póstur! Ég leita til þín í vandræðum mínum í því trausti, að þú mun- ir hjálpa mér. Ég á alveg dásam- lega mömmu, eina þá allra beztu. Hingað til hefur hún alltaf verið ánægð með mig, ég hef verið dugleg í skólanum (menntó) og ekki verið á neinu næturrölti. En fyrir svona mánuði tók hún upp á því að setja út á bókstaflega aUt sem ég gerði. Ég hef gert g VIKAN 1. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.