Vikan

Tölublað

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 8

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 8
Dásamleg ilmefni, bundin í mildum smyrslum. Núið þeim létt ó háls og arma.. . umvefjið yður Ijúfasta ilmi, sem endist klukkustundum saman . .. Um fimm unaðstöfrandi ilmkrema- tegundir að velja; .. . dýrðlegan Topaz .. . óstljúfan Here is My Heart... æsandi Persian Wood,... hressilegan Somewhere, og seiðdulan To a Mrild Rose. ★ KYNNIÐ YÐUR AÐRAR AVON-VÖRUR: V ARALITI — MAKE-UP — PÚÐUR — NAGLALÖKK — KREM — SHAMPOO — HÁRLÖKK — SÁPUR o. fl. ÚTSÖLUSTAÐIR í REYKJAVÍK: Oculus, Orion, Gyðjan, Regnboginn, Tíbrá, Sápuhúsið. — ÚTI Á LANDI: Hafnarfjarðar Apótek, Verzl. Embla, Hafnrafirði, Akraness Apótek, Verzl. Drangey, Akranesi, Verzl. Einars Sigurðssonar, Bolungarvík, Straumur, Isafirði, Apótek Sauðárkróks, Kristján Jónsson, Hólmavík, Kaupfél. Þingeyinga, Húsavík, Kaupfél. Austur-Skaftfellinga, Höfn, Verzl. Edda, Keflavík, Stjörnuapótekið, Akureyri, Rakarastofa Jóns Eðvarðs, Akureyri, Kaupfél. Borgfirðinga, Borgarnesi, Silfurbúðin, Vestmannaeyjum, Verzl. Jóns Gíslasonar, Ólafs- vík, Kaupfél. Vopnfirðinga, Vopnafirði, Siglufjarðar Apótek, Verzl. Guðrúnar Rögnvalds, Siglufirði, Verzl. Túngata 1, Siglufirði, Verzl. Grein, Hveragerði, Kaupfél. Rangæinga, Hvolsvelli, Kaupfél. Árnes- inga, Selfossi, Kaupfél. Þór, Heilu, Verzl. Jóns Bjarnasonar, Bíldudal. ! 1 Gosœetics LONÐOW • Nfv / YORK • MONTRLAL Kalt er mér á klónum. Nú er járnsmiður Ásmundar bú- inn að standa í nokkur ár á flöt- inni við Snorrabrautina og menn eru hættir að rífast um hann. Fleiri og fleiri kunna nú að meta þetta verk og sjá kraftinn sem býr í því. Nú er járnsmiðurinn ekki eins einn á báti og áður var; hann hefur fengið kollega vestur við kirkjugarð, sem raun- ar er ekki iðnlærður heldur bara útilegumaður. Hvorttveggja eru góð verk og borgarprýði. Útilegu- manninn sjáið þið á forsíðu- myndinni, þar sem hann er snjó- ugur og kaldur í skammdeginu. Járnsmiðnum er lika kalt í snjón- um, sérstaklega þegar sólin bræð- ir snjóinn á daginn svo lekur niður í buxurnar. Snuðmælar. Bílasérfræðingar segja að þið getið ekið með 10 kílómetra meiri hraða nú um jólin og ný- árið, en leyfilegt er! Ástæðan er sú, að allflestir bíl- ar í minnsta og milliflokki fari hægar en hraðamælirinn sýnir. Fjöldi nýrra bíla af árgangi 1964 hefur verið rannsakaður að þessu leyti, og tilraunirnar hafa sýnt að allflestir hafa svokallaða snuð- mæla. Þegar mælirinn sýnir 90 km hraða, þá þýðir það að senni- lega sé hraðinn aðeins 80—85 km. Ef mælirinn sýnir 100, eru líkindi til að hraðinn sé aðeins 90—92 km. Þegar ekið er á lög- legum utanbæjarhraða á íslandi •—• 70 km, er haðinn því senni- lega nálægt 65 km. Þegar litið er á það, að mælitæki lögreglunnar geta sýnt dálitla skekkju, er yfir- leitt ekki farið að reksa út af því þótt maður syndgi dálítið, enda hefur reynslan sannað að sjaldan er maður sektaður fyrir hraða, sem fer örlítið yfir há- mark. Víða í Evrópu er reiknað með 10% misvísi á tækjum lög- reglunnar. Ef snjódekk eru komin undir bílinn, getur mælirinn aftur breytzt. Skekkjan getur minnkað. Jafnvel að mælirinn sýni þá of lítinn hraða. Hraðinn er að jafn- aði mældur eftir snúningshraða öxulsins á öðru framhjólinu, og er miðaður við venjulega hjól- barða. En áður en þið farið að haga ykkur eftir þessu, væri kannske réttara að láta mæla hraðamæl- inn upp. Hann gæti sýnt réttan hraða.... Hangandi jarðgöng. Á ítalíu er nú verið að byggja glæsilegar bílabrautir um allar trissur. Vegurinn frá Róm til Neapel er tilbúinn, og haldið er áfram til Salerno. Leiðin Salerno — Reggio er næst og Þar er unn- ið af fullum krafti. Þegar þessi spotti er búinn, nær vegurinn allt til Messinasundsins. Og þá hefjast erfiðleikarnir. Hvernig á að tengja Sikiley við megin- landið með öruggri bílabraut? Áætlanir hafa verið gerðar bæði með brú og undirgöngum, en jarðskjálftar eru svo tíðir á þessu svæði, að óyfirstíganlegir erfiðleikar eru á slíku, því jarð- skjálfti gæti þá valdið geysilegu slysi. En nú hefur verkfræðingnum R. Merlini frá Róm, tekizt að leysa vandann. Hann ætlar að hengja undirgöng í kapla ofan í sjónum í sundinu. Um þrjátíu metra undir yfirborðinu ætlar hann að strengja kapla og hengja svo í þá bílagöng og járnbraut- argöng. Undirgöngin verða 2,5 km. Tvær akbrautir verða á bíla- brautinni, og loftræsting með sterkum sogdælum. Þessi göng eiga að þola jafnvel mikla jarð- skjálfta, og þau hafa þar að auki þnn kost að vera ódýrari en bæði brú og venjuleg undirgöng.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.