Vikan

Tölublað

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 15

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 15
<i Á Samoa-eyjum voru nokkrir heilagir blettir og þar leyfðist takmarkalaust ástafrelsi. Aðalsmaður hlaut stöðu sinnar vegna að eiga fleiri en eina konu. Svo var það öruggara til viðhalds ættinni. O O Dætur voldugra höfðingja urðu að vera jóm- frúr þegar þær giftust. Það var gert til að stuðla að hreinleika blóðsins. II. hlutí Dagur Þorleílsson tók saman öðrum í útbreiddan faðm brúðarinnar, sem lagt hafði sig til á hátíðarsvæðinu með höfuðið í fangi brúðgumans. Annar sérkennilegur siður Markgreifaeyinga, sem var einnig tíðkaður á Rarotonga, Mangæa og víðar, var að ættmenni brúðarinnar lögðust á jörðina í röð og létu brúðgumann ganga á sér sem hverju öðru teppi. Hið sama gerðu ætt- menn brúðgumans fyrir brúðina. Þótti brúðhjón- unum þeim mun meiri virðing sýnd, sem „teppið" var lengra. Trúnaðarheit það, sem evrópsk hjónaefni plaga að gefa hvort öðru við vígsluna, var al- gerlega framandi fyrir Pólýnesum. Því var það, þegar trúboði einn á Tonga hugðist kvænast innfæddri stúlku samkvæmt kalvínsku ritúali, sem hafði auðvitað inni að halda „hátíðlegt loforð um trúnað við eiginmanninn alla ævina, og að ekkert nema dauðinn gæti ieyst hana frá því loforði." Þessir afarkostir gengu svo fram af aumingja stúlkunni, að hún steinhætti við giftinguna. En auðvitað sigraði ástin samt sem áður: trúboðinn gekk af trúnni og kvæntist stúlku sinni eftir pólýnesískri siðvenju. Lifðu þau síðan saman vel og lengi. Þegar tignar aðalsmeyjar, sem eins og fyrr er sagt, urðu að vera jómfrúr framundir brúð- kaupið, gengu í það heilaga, urðu þær oft að ganga undir ýmsar prófraunir. Á Havaí hafði æðsti höfðinginn eða konungurinn einkarétt á að afmeyja þær (sbr. íslenzk munnmæli um Tobíasarnætur), og á Samoa var það gert við hátíðlega og opinbera athöfn. Þótt Pólýnesar legðu að vísu áherzlu á, að hjón væru hvort öðru trú, voru þeir þó hvergi nærri jafn einstrengingslegir í þeim efnum og Vesturlandamenn. Þannig var hverjum kvænt- um manni frjálst að sofa hjá mágkonum sín- um, svo og konum fóstbræðra sinna og mág- konum. Þetta hafði í för með sér tölu- verða fjölbreytni, því pólýnesískar fjölskyldur voru oft fjölmennar og víkingar Suðurhafa tíðk- uðu mjög að ganga í fóstbræðralag, ekki síður en andfætlingar þeirra á Norðurlöndum fyrr á tíð. Giftar konur nutu hliðstæðs frelsis. Þegar Pólýnesi fór í ferðalag, sem oft bar við, lánaði hann gjarnan einhverjum fóstbræðra sinna frúna á meðan, og naut sjálfur hliðstæðrar gestrisni af hálfu þeirra, sem hann gisti. Þess vegna fór heldur illa fyrir enskum kaupmanni sem gisti eitt sinn hjá kóngi einum á Markgreifa- eyjum. Þegar hann var í þann veginn að festa blundinn, varð hann þess var að einhver skreið upp f til hans. Hann hrökk upp með andfæl- um og hrinti manneskjunni framúr, en brá heldur illa í brún er hann sá að þarna var komin engin önnur en hennar hátign drottn- ingin! Þetta frjálslyndi Pólýnesa átti sjálfsagt sinn þátt f því, að hjónabönd þeirra voru fremur endingargóð. Ef hjón vildu hins vegar skilja, þótti það ekkert tiltökumál. Þau skiptu þá með sér börnunum og fóru hvort heim til sinna for- eldra. Venjulega fundu þau sér fIjótlega ann- an maka, og sama var að segja um ekkjur og ekkla. Ef kona varð ekkja, þótti sjálfsagt að yngri bróðir eiginmannsins sálaða kvænt- ist henni. Voru þetta hliðstæð lög og giltu hjá ísraelsmönnum til forna. FJÖLKVÆNI - FJÖLVERI. „Stúlkurnar sögðu okkur að allir egúarnir (höfðingjarnir) á Tongatabú ættu margar konur, og spurðu hve margar frönsku egú- arnir almennt ættu. Þegar þær heyrðu að þeir ættu aðeins eina hver, ráku þær upp skellihlátur." J. J. Labillardiére: Relation du voyage. Líkt og fjölmargir aðrir þjóðflokkar, voru Pólý- nesar síður en svo frábitnir fjölkvæni, enda þótt það hjá þeim — sem víðar — væri aðeins tíðkað hjá yfirstéttunum. Þetta tilkom yfirleitt ekki af kvensemi höfðingjanna, heldur af félags- legri nauðsyn. Ef fyrsta kona reyndist óbyrja, var óhjákvæmilegt að fá sér aðra til viðhalds ættinni. Einn aðalsmaður varð líka að lifa hærra en múgmaður, stöðu sinnar vegna, og átti auk þess að jafnaði 'við meiri gestanauð að búa. Og í Pólýnesíu voru heimilin ekki einungis stað- ur, þar sem menn borðuðu og sváfu, heldur skemmtu þeir sér þar einnig, og allur fatnað- ur var gerður þar, svo og búshlutir. Og þv( fleiri sem eiginkonurnar voru, þeim mun meiri vinnukrafti hafði heimilið á að skipa. Einnig bar það oft við, að einhverjum smákonungum þótti af pólitískum ástæðum heppilegt að gerast tengdasonur nábúakóngsins, og var þá ekki að súta það þótt hann ætti konu fyrir. Því fór fjarri, að konan væri lægra sett í fjölkvænishjónaböndum en öðrum, enda eru þess fá eða engin dæmi, að pólýnesfskar kon- ur hafi haft neitt við þau að athuga. Þá virð- ist samkomulag kvenna, sem áttu sameiginlegan eiginmann, yfirleitt hafa verið gott. Olli þar mestu um, að Pólýnesar höfðu allnákvæmar reglur um stöðu kvennanna í slíkum hjóna- böndum, skiptu með þeim verkum, létu hverja hafa eigið svefnhús og uppálögðu eiginmann- inum að sinna þeim öllum jafnt. Er þetta gott dæmi um það, hve raunsæir og praktískir þess- ir Parad(sarbúar voru. Á Markgreifaeyjum, þar sem menn þurftu alltaf að vera öðruvísi en allir aðrir, tíðkuðu þeir annað hjónabandsform öllu sjaldgæfara — fjölveri, sem einnig var að mestu bundið við aðalinn. Var ekki óalgengt, að hefðarfrúr þar á eyjunum ættu þetta þrjá—fjóra eiginmenn hver. Virðist þetta upphaflega hafa komið til af því, að konur voru lengst af færri á eyj- unum en karlmenn, hvernig sem nú á því stóð. í hinu pólýnesíska samfélagi höfðu karlmenn- irnir völdin að mestu, og fjölverið breytti þar engu um. í þesskonar hjónabandi var einn eiginmannanna yfirmaður hinna. Þeir urðu að vinna það sem hann bauð og máttu ekki sofa hjá konunni nema með leyfi hans. Að vísu gætti yfirmaðurinn að jafnaði fullrar sanngirni hvað þetta snerti, því annars mátti búast við að undirmennirnir segðu skilið við konuna og bættu sér ( eiginmannahóp einhverrar annarrar. Sumsstaðar, til dæmis á Samoa, stóð kyn- ferðissvall í nánu sambandi við trúarlegar iðk- anir, einkum frjósemisdýrkun, og er það vel þekkt fyrirbrigði úr menningarsögunni. Þá fyrir- fundust á stöku stað nokkurskonar heilagir blett- ir, þar sem takmarkalaust ástafrelsi ríkti. Á Nýja Sjálandi var til dæmis heit laug, sem var fjölsóttur baðstaður fyrr á tíð. Hverjum, sem þangað kom, var heimilt að stofna til ástamaka við hvern sem var af baðgestum, án alls tillits til hjúskaparstéttar eða annarra félagslegra hindrana. Offjölgunarvandamálið, sem er mjög á dag- skrá í heiminum nú á tímum, var mjög alvarlegt í Pólýnesíu. Eyjarnar eru smáar og urðu fljótt fullbyggðar og (búar þeirra þekktu ekki getn- aðarvarnir af neinu tagi. Ef (búar einhverrar eyjar urðu fleiri en svo, að hún gæti brauðfætt þá, varð einhver hluti þeirra að flytjast úr landi, og væri það úrræði ekki fyrir hendi, var gripið til fóstureyðinga og jafnvel voru kornbörn deydd. Nú virðist mönnum ef til vill, að það athæfi Pólýnesa, sem rætt er um í þessum kafla, bendi til að þeir hafi verið algerir villimenn. Niður- staðan verður þó önnur, ef dýpra er skyggnzt ( sálarlíf þessara náttúrubarna og hugsunarhátt, Framhald á bls. 43. VIKAN l. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.