Vikan

Tölublað

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 37

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 37
inga standi á afar bágbornu stigi, svo ekki sé meira sagt. Það er aðeins á allra síðustu árum, að almenningur hefur uppgötvað að einhverju leyti, að fleira er matur en feitt ket, ef svo mætti að orði komast. Fyrir fáum ár- um var varla annar jólamatur til en hangikjöt eða þá þessi venjulega lambasteik, sem höfð var i sunnudagsmatinn allan árs- ins hring. Nú hefur það mikið færst í vöxt á allra siðustu ár- um, að fólk matbúi fugla, rjúpur, kalkún eða kjúklinga, eða noti svinakjöt i stað kindakjötsins, sem áður var einrátt. Að nokkru leyti liefur þessi þróun orðið fyrir þá sök að íslending- ar eru farnir að ferðast talsvert til annarra landa og þar hafa þeir kynnzt matarkúltúr, sem augsýnilega liefur yfirburði. Þrátt fyrir gnægð sjófangs og að því er virðist góða aðstöðu til þess að hafa á borðum fjöl- breytta fiskrétti, þá hefur dag- legt fæði manna verið næsta fábrotið. Kindakjöt og ýsa, ýsa og kindakjöt. Nema nú ku því vera við snúið, sem áður var, og það er kindakjöt á borðum sex daga í vilcu, en fiskur einn. Ég skil aldrei í því, þegar ég kem í fiskbúðir og sé fátæktina þar. En það hljóta að vera ein- hevr ljón á vegi fisksalanna, sem ég ekki þekki. Þeir mundu sjálf- sagt liafa fleiri fisktegundir á boðstólum, væri það hægt. Ég lýk þessari syrpu með þeirri ósk, að komandi ár megi færa okkur eitthvað fleira en bókaútgáfnna til sannindamerk- is um það að við séum þróuð menningarþjóð. GS. Helena Rubinstein Framhald af bls. 19. og með miskunnarleysi unglingsins þóttist ég ekki sjá tár móður minn- ar. Svo lagði ég af stað, — þvert yfir hnöttinn, með skilnaðargiöf mömmu vandlega geymda í far- angri mínum, — tólf krukkur af Valaze-kremi . . . Um það bil fjórum mánuðum seinna kom ég til Coleraine. Það var lítil nýlenda, með um það bil tvö þúsund íbúum. Nafnið er dregið af keltnesku orðunum — land burkn- anna, — en ég gat ekki séð neina burkna, ég sá bara fleiri hundruð jarmandi kindur og nokkrar vesæld- arlegar kýr. Frysta dáginn varð ég fyrir óskap- legum vonbrigðum. Það var hvasst og sólin steikjandi. Svo langt sem augað eygði, var ekkert annað að sjá en óendanleg beitarlönd og eitt og eitt aumingjalegt gúmtré á stangli og allt þetta var svo ólíkt því sem ég hafði gert mér í hug- arlund. Augu mín fylltust tárum, þegar ég hugsaði heim. Eg hafði farið í mitt fínasta púss, til þess að koma ættingjum mínum sem bezt fyrir sjónir, — hvítan, felldan kjól, terella VIKAN I. tbl. gy

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.