Vikan

Tölublað

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 49

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 49
— Kannske í gærkveldi? — J4. Kannske í gærkveldi. Hún fann til óstyrks í hnjáliönnum og settist á rúm Barbe. —• Rosine. Er ég orðin gömul? Unga stúlkan féll á kné fyrir framan hana, rannsakaði hana vandiega og strauk svo um kinn hennar. — Nei, ég held ekki. Það eru engar hrukkur á þér og hörund þitt er mjúkt. Angelique lagaði hárstrýið eins vel og hún gat, og reyndi að fela gráa lokkinn undir hinum. Svo batt hún svartan satínklút um höfuðið. •— Hve gömul ertu, Rosine? — Ég veit það ekki. Fjórtán ára, kcLnnske fimmtán. —■ Nú man ég eftir þér. Ég sá þig í kirkjugarðinum i Saint-Innocents eitt kvöldið. Þú varst í fylgd með Stóra-Coesre, með nakin brjóst. Það var vetur. Var þér ekki ískalt, svona nakin að mittisstað? Rosine leit stórum, dökkum augunum á Angelique. Það vottaði fyrir ásökun i þeim. — Þú sagðir sjálf að við skildum ekki tala framar um þetta, muldraði hún. 1 sama bili knúðu Linot og Flipot dyra. Glaðir í bragði komu þeir inn fyrir. Barbe hafði lánað þeim steikarpönnu, tólgarmola og krús með deigi. Þeir ætiuðu að búa til pönnukökur. Glaðari staður var ekki til á þessu kvöldi í Parísarborg, en litla her- bergið í Le Coq Hardy á rue de la Vallée-de-Misére. Angelique bakaði pönnukökurnar og Linot hamaðist á lírukassa Flipots. Marquise des Polacks hafði fundið hljóðfærið á götu sinni og gefið barnabarni gamla tónlistarmannsins. Enginn vissi, hvað orðið hafði af gamla manninum. Nokkru síðar kom Barbe upp með kertastjaka. Hún sagði að enginn viðskiptavinur hefði komið inn í veitingastofuna þetta kvöld og Maitre Bourjus hefði lokað fyrr en venjulega, fullur örvæntingar. Ofan á allt annað hafði úri hans verið stolið, og þessvegna fékk Barbe frí fyrr en venjulega. Þegar hún hafði lokið við að segja frá þessu, beind- ust augu hennar að allskonar hlutum, sem höfðu verið settir upp á tré- skápinn, þar sem hún geymdi fötin sín. Það voru tveir tóbakspungar, budda með nokkrum equs, hnappar, öngull, og einmitt í miðjunni.... — En.... Þetta er úrið hans Maitre Bourjus! hrópaði hún. — Flipot! hrópaði Angelique. Flipot var mjög lítillátur: — Já, ég gerði það, þegar ég fór niður í eldhúsið, til að ná í pönnukökudegið. Angelique þreif í eyrað á honum og hristi hann til. —• Ef þú gerir þetta aftur kasta ég þér út, og þú getur farið aftur til Rotna-Jean. Dapur í bragði gekk drengurinn út í horn í herberginu, hringaði sig þar saman og sofnaði. Linot fór að dæmi hans, síðan Rosine. Angelique kraup fyrir framan eldinn, ásamt Barbe. Hún heyrði ekk- ert hljóð, því herbergin sneru út í húsagarðinn, en ekki út að götunni, sem á þessari stundu var að fyllast af fjárhættuspilurum og drykkju- mönnum. —■ Þarna slær klukkan í Chatelet níu, sagði Barbe. Henni til undrunar lyfti Angelique augabrúnunum og þjáningarsvip- ur færðist yfir andlit hennar. Svo stóð hún snöggt á fætur. Eitt andartak stóð unga konan og horfði á Florimond og Cantor sofa. Svo gekk hún til dyra. — Við sjáumst aftur á morgun, Barbe, hvíslaði hún. — Hvert er Madame að fara? —■ Ég á eftir að gera eitt enn, sagði Angelique. — Að því loknu verður öllu lokið. Þá getur lífið byi’jað á ný. 65. KAFLI Það voru aðeins fáein skref frá rue de la Vallée-de-Misére til Chat- elet. Or gluggum Le Coq Hardy sáust yddaðir turnar gamla virkisins. Angelique var fljót að aðalhliði fangelsisins. Eins qg nóttina áður, var aðalinngangurinn upplýstur með kyndlum. Angelique gekk upp að hliðinu, hörfaði svo undan og tók að ráfa um strætin á nágrenninu, í von um að kraftaverk eyddi þessum gamla, hryllilega kastala, þessum veggjum, sem þegar höfðu staðið af sér margar aldir. Ævintýri liðins dags höfðu næstum þurrkað úr minni hennar loforðið, sem hún hafði gefið varðstjóranum. En orð Barbe höfðu minnt hana á það. Nú var stundin komin, hún varð að halda orð sín. — Svona nú, sagði hún upphátt. — Þetta ráf stoðar ekki. Ég verð að standa við orð min. Hún sneri aftur að fangelsinu. Við aðaldyrnar varð hún að vikja til hliðar fyrir líkfylgd, sem var að koma út. Fremstur fór maður með ós- andi kyndil. Síðan kom hópurinn á eftir. Börurnar í fararbroddi. Það fór hrollur um Angelique, og hún flýtti sér inn i varðstofuna. — Jæja, þar ertu komin, sagði varðstjórinn. Hann sat reykjandi með báða fætur uppi á borði. — Ég bjóst ekki við að hún kæmi aftur, sagði einn mannanna.. — Ég bjóst við því, sagði varðstjórinn. — Ég hef séð karlmenn ganga bak orða sinna, en konur aldrei. Jæja, vinkona? Hún leit isköldum augum á kafrjótt andlit hans. Hann rétti út hönd- ina og kleip hana hjartanlega í bakhlutann. —• Fyrst förum við með þig til skurðlæknisins, svo hann geti þvegið: þér og gengið úr skugga um, að þú sért ekki veik. Ef þú ert veik„ setur hann eitthvert krem á þig. Ég fer alltaf varlega, skal ég segja þér. Svona burt með þig! Einn varðmannanna fylgdi Angelique til læknisins. Þar varð hún að láta sér lynda að leggjast á bekk og gangast undir nákvæma rannsókn. — Þú getur sagt varðstjóranum, að hún sé hrein eins og mjöll og fersk eins og golan, hrópaði læknirinn til varðmannsins, sem stóð fyrir framan. — Við rekumst ekki oft á konur af hennar tagi hér á þessum stað. Hermaðurinn fór með hana aftur fram í varðstofuna og þaðan var henni visað inn í einkaherbergi varðstjórans. Hún var ein í þessu her- bergi, sem var með rimlum fyrir gluggunum eins og fangelsi og á veggj- unum héngu slitin veggteppi. Á borðinu var kyndill, sverð og blek- bytta, en birtan frá kyndlinum hafði lítið að segja undir hvolfþakinu. Herbergið angaði af gömlu leðri, tóbaki og víni. Angelique stóð kyrr við borðið, ófær um að setjast niður eða taka sér nokkuð fyrir hendur, veik af taugaóstyrk og smám saman, eftir því sem tíminn leið, kaldari og kaldari, því það var saggi i herberginu. Að lokum heyrði hún fyrirganginn í varðstjóranum i ganginum og hann kom bölvandi og ragnandi inn í herbergið. Hann fleygði sverði sínu og skammbyssu á borðið, settist másandi niður og skipaði um leið og hann rétti annan fótinn í áttina til Angelique: — Taktu mig úr stígvélinu! Blóðið stanzaði andartak í æðum Angelique. — Ég er ekki þjónn þinn! — Ja, hérna! muldraði varðstjórinn og lagði lófana á hnén, meðan hann virti hana betur fyrir sér. Angelique sagði við sjálfa sig, að það væri brjálæði að vekja reiði mannætunnar, á þeirri stundu, þegar hún ætti allt sitt undir honum. Hún reyndi að draga úr hörku svarsins: — Ég myndi með ánægju gera það, ef ég kynni nokkuð á einkennis- föt þín. Stígvélin þin eru svo stór, og hendur mínar svo litlar. Sjáðu. HOT Verð aðeins Kr. 26,00 með söluskatti. eldneytisnýtingu. og géra(^tó'| sjálf kertin endingarbetri. Þessir eiginleikar eru jafn ■, - ? -■ ■ ariðandi i nyjum bilum sem gömlum. ' AC KERTI er eina kertið, sem hefur hreinan bruna og heitan odd til að auð-, velda gangsetningu, auka FIRE 1 RIHG AC-KERTI eru í öllum Opel-, Vauxhall- og Chev- rolet-bílum. VÉLADEILD — Já, litlar eru þær, sagði hann. — Þú hefur hertogaynjuhendur. — Ég get reynt.... — Hugsaðu ekki um það, spörfuglinn minn, muldraði hann og ýtti henni frá sér. Hann tók um annað stígvélið sitt og byrjaði að toga í það, stynjandi og grettur. 1 sama bili heyrðist fótatak á ganginum fyrir framan og rödd kallaði: — Varðstjóri! Varðstjóri! — Hvað er að? — Þeir voru að koma með lík, sem þeir fundu skammt frá Petit-Pont. — Setjið það i líkhúsið. — Já, en það er í sundur á honum maginn, þér verðið að gera skýrslu. Varðstjórinn bölvaði og guðlastaði nóg til að allir nærliggjandi kirkju- iturnar hryndu, og þaut svo út. Angelique beið enn, stöðugt kaldari. Hún tók að vona að öll nóttin liði á þennan hátt, eða þá að varðstjórinn kæmi ekki aftur eða — hver •■veit hvað? Kannske yrði hann drepinn.... En að lokum bergmálaði <Chatelet enn einu sinni undan sterkri rödd hans. Hermaður var í fylgd með honum. — Taktu af mér stígvélin, skipaði varðstjórinn. — Allt í lagi. Og faxðu nú út. Og þú, stúlka mín, hoppaðu nú upp í, í staðinn fyrir að standa þarna, stíf eins og gulrót, með glamrandi tennur. öll réttindi áskilin — Opera Mundi, Paris. Framhald í nœsta blaöi. VIKAN 1. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.