Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 48
þessar myndir voru teknar? Vissi
hún að SMERSH var í málinu?
Það hnussaði í Nash: — Auð-
vitað vissi hún ekki um myndirnar,
Rosa treysti henni alls ekki. Allt
of tilfinningarfk. En ég veit ekki
mikið um þá hlið málsins. Við vinn-
um öll í deildum. Eg veit aðeins
það, sem ég hef heyrt útundan mér.
Já, auðvitað vissi stúlkan, að hún
var að vinna fyrir SMERSH. Henni
var sagt, að hún yrði að komast til
London til þess að geta njósnað þar.
Bölvaður bjáninn, hugsaði Bond.
Hversvegna í andskotanum hafðí
hún ekki sagt honum, að SMERSH
væri við málið riðið? Hún hlaut
að óttast stofnunina of mikið til
þess að geta nefnt nafn hennar.
Bjóst sennilega við, að hann myndi
láta læsa hana inni eða eitthvað.
Hún hafði alltaf sagt, að hún myndi
segja honum allt, þegar hún kæmi
til Englands. Að hann yrði að
treysta henni og vera ekki hræddur.
Treysta! Þegar hún sjálf hafði ekki
minnstu hugmynd um, hvað var að
gerast! O, jaja. Krakkagreyið. Það
hafði verið snúið á hana og hann
líka. En minnsta vísbending hefði
verið nóg. Til dæmis hefði það
bjargað lífi Kerims. Og hvað um
líf hennar og hans?
Framhald i næsta biaði.
Framliald af bls. 29.
— Madame, barn mitt er að deyja úr hungri og kulda. Skipið ein-
hverjum þjóna yðar að flytja til heimilisfangs, sem ég skal gefa honum,
börur fullar af eldiviði, skál með súpu, brauð, kerti og föt.
Hefðarkonan starði á betlikerlinguna i undrun.
— Þér eruð svei mér frek, dóttir mín. Fenguð Þér ekki súpuskálina
yðar í morgun?
— Ég lifi ekki á einni skál af súpu, Madame. Það, sem ég bið um,
er lítilmótlegt á móti öllum yðar auðæfum: Börur af eldiviði og matur,
sem bér sendið mér, þar til ég þarf ekki lengur á hjálp yðar að halda.
— En sú frekja! hrópaði hertogafrúin. — Heyrirðu þetta, Bertille?
Ósvífni þessarra betlikerlinga verður stöðugt meiri með hverjum deg-
inum sem líður! Slepptu mér, kona! Snertu mig ekki með þínum aur-
ugu höndum, eða ég skal láta þjónana mína velgja þér undir uggum.
— Gætið yðar, Madame, sagði Angelique í lágum hljóðum. — Gætið
yðar, annars segi ég frá barni Kouassi-Ba!
Hertogafrúin hafði tekið um pilsin, til að stíga upp i vagninn. Nú
staðnæmdist hún með annan fótinn í lausu lofti.
Angelique hélt áfram:
— Ég veit um hús i Faubourg Saint-Denis, þar sem verið er að ala
upp lítið Márabarn....
— Talið lægra, muldraði Madame de Soissons reiðilega. •— Hvað á
þetta allt saman að þýða?
Til þess að gera eitthvað tók hún blævæng sinn og blakaði honum á-
kaflega við andlit sér. Hún lét það ekki á sig fá þótt snarpur, kaldur
norðanvindurinn gerði henni erfitt fyrir með blævænginn.
— Ég veit, hvar verið er að ala upp Márabarn. Hann fæddist í Fon-
tainbleau, á degi sem ég get nefnt, sonur móður, sem ég veit hvað heitir,
og ég gæti sagt hverjum þeim, sem áhuga hefði á. Myndi ekki ýmsum
við hirðina þykja gaman að vita, að Madame de Soissons hefur borið
sama barnið í kvið sér í þrettán mánuði?
—• Ó, svínið yðar! hrópaði hin fallega Olympe og réði ekki lengur
við suðrænt skap sitt.
Hún starði fast á Angelique og reyndi að þekkja hana, en unga konan
leit niður, fullviss um, að i þessu ásigkomulagi myndi engum detta i
hug að rugla henni saman við hina ljómandi glæsilegu, Madame de
Peyrac.
— Nú er nóg komið! sagði de Soissons hertogafrú æfareið. Hún steig
í flýti upp í þrepið á vagninum sínum. — Þér ættuð skilið að vera barin.
Ég ætla rétt að láta yður vita, að ég kæri mig ekki um að vera höfð
að fífli!
—■ Kóngurinn kærir sig ekki heldur um að vera hafður að fífli, muldr-
aði Angelique, sem fylgdi henni eftir.
Hefðarkonan varð eldrjóð, kastaði sér upp í mjúkt, plussklætt sæti
vagnsins, og lagaði pilsið af mikilli áfergju.
-— Kóngurinn! Kóngurlnn! Að heyra hálfbera betiikerlingu tala um
kónginn! Þetta er óþolandi! Jæja þá? Hvað viljið þér?
—- Ég sagði yður það, Madame. Aðeins mjög lítið: Börur með eldiviði,
hlý föt handa sjálfri mér og drengjunum mínum, einum á fyrsta ári,
einum tveggja ára, einum átta ára og einum tíu ára og daglegan mat. . . .
— Ó, hvað það er lítillækkandi, að láta tala þannig við sig, sagði
Madame de Soissons og beit í knipplingavasaklútinn sinn. — Og hugsa
sér, að þessi lögreglustjórabjáni skuli vera að óska sér til hamingju með,
að aðgerðir hans á Saint-Germain markaðinum hafi komið þessum
glæpamönnum til þess að draga inn klærnar.... Af hverju lokið þið
ekki vagndyrunum, hrópaði hún til Þjóna sinna.
Einn þeirra hrinti Angelique frá til að fullnægja skipun húsmóður
sinnar, en Angelique viðurkenndi ekki tap sitt og gekk aftur að vagn-
inum.
— Má ég koma til heimilis yðar í rue Saint-Honoré?
— Komið bara, sagði hertogafrúin kurteislega.
Þannig vildi það til, að Maitre Bourjus, fuglamatsveinn á rue de la
Vallée-de-Misére, sá undarlega fylkingu koma inn í húsagarðinn sinn,
þegar hann var að byrja á fyrsta vinglasinu sínu þennan dag og hugsa
með döprum hug um glöðu léttu söngvana, sem Madame Bourjus var
vön að raula á þessum tíma dagsins.
Tötrum klædd fylking, tvær ungar konur og þrjú börn á eftir þeim,
skartklæddur þjónn með fullar börur af eldiviði og fötum. Til að full-
gera þessa furðulegu mynd sat lítill api ofan á vagninum, virtist á-
nægður með ferðalagið og gretti sig framan i þá, sem framhjá fóru. E'inn
litlu drengjanna hélt á lírukassa og sneri sveif hans í ákafa.
Maitre Bourjus, stökk á fætur, bölvaði, lamdi krepptum hnefa í borð-
ið og fór fram í eldhús einmitt í þann mund, sem Angelique var að
leggja Florimond í arma Barbe.
— Hvað! Hvað er þetta? æpti hann utan við sig. — Ætlarðu að segja
mér, að Þú eigir þetta líka? Og ég, sem hélt að Þú værir siðsöm og virð-
ingarverð stúlka, Barbe.
— Maitre Bourjus, hlustið á mig. . ..
— Ég hlusta ekki á fleira! Þú ert að gera matstofuna mína að munað-
arleysingjahæli! Þetta er óbærileg vanvirða.... Hann fleygði húfunni
sinni á gólfið og hljóp út til þess að kalla á varðmennina.
— Haltu hita á stráknum mínum, sagði Angelique við Barbe. — Ég
ætla að fara og kveikja eld í herberginu þínu.
Undrandi og hneykslaður varð þjónn Madame de Soissons að bera
klyfjar sínar upp á sjöundu hæð, upp hrörlegan stiga, og setja þær frá
sér í litlu herbergi, þar sem enginn húsgögn voru, önnur en tjaldalaus
rekkja.
—- Og munið að segja Madame de Soissons, að senda mér samskonar
skammt á hverjum degi, sagði Angelique.
— Sjáðu nú til, stúlka mín. Ef þú vilt taka við minni ráðleggingu....
— Ég þarf ekki á þinni ráðleggingu að halda, bóndafífl, og ég banna
þér að tala við mig í svona kunnuglegum tón, sagði Angelique með
hljómfalli sem átti illa við rifna blússu hennar og stuttklippt höfuðið.
Þjónninn forðaði sér niður stigana og fannst — eins og Maitre Bourjus
— að hann hefði orðið fyrir mikilli lítillækkun.
Nokkru seinna kom Barbe upp stigana með Florimond og Cantor í
höndunum. Linot og Flipot voru önnum kafnir við að blása í skíðlogandi
arineldinn. Hitinn var kæfandi og kinnar þeirra voru rjóðar. Barbe sagði
frá því, að húsbóndinn væri ennþá í æðiskasti og lætin í honum hefðu
skelft Florimond.
— Skildu þá bara eftir hérna, nú þegar orðið er hlýtt, og haltu áfram
við þín störf, Barbe. Ertu reið yfir þvi, að ég skildi koma hingað með
börnin mín?
— Ó, Madame! Þér gátuð ekki gert mér meiri gleði.
— En þessi vesalings börn, við verðum líka að koma þeim fyrir, sagði
Angelique og benti á Rosine og litlu drengina tvo. — Ef þú bara vissir,
hvaðan þau koma!
— Madame, þetta fátæklega her-bergi mitt er yðar.
— Baaaaarbeeeee!
Maitre Bourjus var að öskra niðri í húsagarðinum. Allt nágrennið
bergmálaði af öskrum hans. Það var ekki aðeins, að betlarar hefðu ráð-
izt inn í húsið hans, heldur var þjónustustúlkan einnig búin að tapa glór-
unni! Hún hafði látið sex kalkúnhana brenna.... Og hvernig stóð á
þessu neistaflugi, sem kom upp úr risreykháfnum ■—■ reykháf, sem ekki
hafði eld séð í fimm ár? Það liði ekki á löngu, þar til húsið stæði í ljós-
um logum! Þetta voru endalokin. Ó, hvers vegna hafði Madame Bour-
jus dáið?
1 pottunum, sem Madame de Soissons hafði sent, var kjöt, súpa og
nýt grænmeti. Þar voru einnig tveir brauðhleifar og kanna með mjólk.
Rosine fór niður til að ná í vatnsfötu í brunninum í húsagarðinum, og
þær hituðu vatnið yfir eldinum. Angelique þvoði drengina sína, klæddi
þá í hrein föt og hlý teppi. Aldrei framar skyldu þeir vera hungraðir,
aldrei framar kaldir....!
Cantor saug kjúklingabein, sem Barbe hafði komið með úr eldhúsinu.
Hann bablaði ánægður við sjálfan sig og lék sér að fótunum á sér. Flori-
mond virtist enn ekki hafa náð sér. Hann sofnaði aðeins og vaknaði
svo grátandi. Hann skalf og hún vissi ekki, hvort það var af hita eða
ótta. En eftir að hann hafði fengið bað, svitnaði hann ákaflega og féll
svo í friðsaman svefn.
Angelique lét Linot og Flipot fara út úr herberginu, og þegar röðin
kom að henni, baðaði hún sig upp úr kerinu sem Barbe notaði fyrir
þvottaskál.
— Ó, hvað þú ert falleg! sagði Rosine. — Ég veit ekki hver þú ert,
en þú hlýtur að vera ein af stúlkunum hans fallega stráks.
Angelique var að þvo á sér hárið og komst að raun um, að það var
mjög auðvelt, þegar búið var að klippa það allt saman af.
—■ Nei, ég er Marquise des Anges.
— Ó, ert þú hún! hrópaði unga stúlkan alveg hissa. — Ég hef heyrt
svo mikið um þig. Er það satt, að Calembredaine hafi verið hengdur?
— Ég veit það ekki, Rosine. Eins og þú sérð, erum við í látlausu en
siðsamlegu húsi. Það er krossmark á veggnum. Við megum ekki tala
um þetta framar.
Hún fór í hrjúf línundirföt og þar utan yfir í dökkblátt ullarpils og
blússu, allt úr sendingunni frá Madame de Soissons. Fallegur vöxtur
Angelique var hulinn í þessum illa sniðnu fötum, en þau voru hrein,
og hún fann til mikils léttis, þegar hún henti gömlu tötrunum sínum
á gólfið.
Hún tók lítinn spegil upp úr skrininu, sem hún hafði náð í á rue
Val d’Amour. I skríni þessu átti hún ýmsa hluti, sem henni var sárt
um, þar á meðal greiðu úr skjaldbökuskel. Hún lagaði stuttklippt hár
sitt. Andlit hennar undir þessari stuttklipptu ló var henni mjög fram-
andi.
— Klippti lögreglan af þér hárið? spurði Rosine.
— Já — ójá! Það grær aftur. En Rosine! Hvað er þetta?
— Hvað?
— 1 hárinu á mér. Sjáðu!
Rosine kom.
— Það er grár lokkur, sagði hún.
— Grár lokkur! endurtók Angelique skelfd. — En það getur ekki
verið! Ég.... 1 gær hafði ég ekkert grátt hár, það er ég viss um.
VIKAN 1. tbl.