Vikan

Tölublað

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 14

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 14
Pólýneskir unglingar lifðu m|ög glaðværu og hamingjuríku Iffi. í félagslífi þeirra höfðu svokölluð „gamanshús" miklu hlut- verki að gegna, en engum skyldi koma sú ósvinna í hug að setja þær stofnanir á bekk með hóruhúsum Vesturlanda. Að vísu umgekkst æskufólkið þarna hvert annað mjög frjólslega, en í fyrsta lagi voru gamanshúsin aðeins sótt af ógiftu fólki, í öðru lagi voru stúlkurnar einróðar um að velja sér elskhuga og í þriðja lagi datt þeim ekki í hug að lóta borga sér greið- ann. Raunar voru gamanshúsin talin mjög virðulegar og nauð- synlegar þjóðfélagsstofnanir, þar eð það var víðs fjarri pólý- nesískum hugsunarhætti að vera með nokkurskonar pukur í sambandi við kynlífið, hvað þá að skoða það saurugt eða syndsamlegt. Fyrir bragðið losnaði þetta heilbrigða eyjafólk við sektarmeðvitund þá ásamt tilheyrandi tilfinningaflækjum, sem stöðugt tröllríður vesturlenzkri æsku. Dansar Pólýnesa voru snar þáttur í kynlífi þeirra, þó ekki húladansinn frægi, sem í fyrsta lagi þekktist varla annars- staðar en á Havaí og byggðist í öðru lagi einkum á táknrænum handahreyfingum. Ennþá fjarstæðara er að skoða havaígítar- inn — úkúlelið — sem dæmigert pólýnesískt hljóðfæri, því það barst fyrst til Havaí með portúgölskum innflytjendum seint á nítjándu öld. Fyrir þann tíma voru helztu hljóðfæri Pólýnesa trumbur úr tré eða hákarlsskráp og flautur, sem blásið var í með nefinu. Evrópumenn hafa til siða að dansa með fótunum en Pólý- nesar gerðu það öllu fremur með mjöðmunum og neðri hluta kviðarins. Dansar þeirra voru mjög margbrotnir og eru af sér- fróðum mönnum margir hverjir taldir hin fegurstu snilldarverk. Hinir erótísku þeirra miðuð að því að laða kynin saman, enda lauk danshátíðunum ósjaldan með allsherjar ástaleikjum í skauti hinnar undurfögru náttúru Suðurhafseyja. Aðeins ein undantekning virðist hafa verið á hinni almennu reglu um frjálsræði æskunnar í ástamálum. Hún var sú, að dætur voldugustu höfðingj- anna urðu fyrir hvern mun að vera jómfrúr unz þær gift- imtm iimiiiiMj Jli imm -jn. ust. Sérstaklega þótti þetta jððfi bT** H Uj'Ch mikilvægt á Tonga og Samoa. S B ■ |1 Þetta stafaði þó auðvitað BLM ■ H jjní ekki af því, að kynmökin mT BBnjftaÆr ■ B ■ ■ væru talin hinum eðlu döm- um að neinu leyti til minnk- unar, heldur af því, að aðalsblóðið varð fyrir hvern Ib mun að haldast hreint, en alltaf gat verið hætta á ■ ■ því, að stúlkurnar yrðu óléttar eftir einhvern múg- Bgtk mann, ef þær fengju að fara fram sem þær vildu. Bl H Höfðingjasynirnir áttu við engar slíkar hömlur að búa, SUÐURHAFSEYJUM enda var það talinn hinn mesti ávenningur hverri kotungsfjöl- skyldu, ef konungborið barn fæddist henni. Hjá okkur hér vestra eru kynsjúkdómar og lausaleiksbörn háalvarlegt vandamál, sem bæði voru óþekkt hjá Pólýnésum. Aður en Evrópumenn komu til eyjanna, voru kynsjúkdómar þar óþekktir, og þótt ógift stúlka eignaðist barn, var henni það síður en svo til nokkurrar minnkunar. Ef nokkuð var, jók slikur viðburður á giftingarmöguleika stúlkunnar, því með því að fæða barn hafði hún sannað frjósemi sína, sem var mikið atriði í augum pólýnesískra karlmanna. Ekki var heldur nein ástæða fyrir stúlkuna til að ana út í hjónaband þótt hún hefði eignazt barn, því alltaf var einhver ættingja hennar reiðubú- inn til að annast afkvæmið. HJÓNABANDSSÆLA. Maður skyldi nú ætla, að jafn frjálshuga fólk og Pólýnesar hafi haft andúð á hjónabandi, þessu almenna og bindandi mannfélagsfyrirbæri, en því fór fjarri. Piparfólk var áreiðan- lega stórum fágætara meðal þeirra en okkur. Flestir giftu sig ungir og fólk, sem misst hafði maka sína eða sagt skilið við þá, hafði jafnan hraðann á að gifta sig aftur. Skýring þessa er sú þýðing, sem hjónabandið hafði ( hinum pólýnesísku þjóðfélögum. Frá kynferðissjónarmiði var það án alls mikilvægis. En hjá Pólýnesum, líkt og flestum öðrum frum- stæðum þjóðum, hafði fjölskyldan þýðingarmiklu hlutverki að gegna sem efna- hagsleg heild. Kvæntur maður var betur til lífsbaráttunnar búinn en ókvæntur. Þrátt fyrir allt áður um talað frjálsræði Pólýnesa ( ástamálum skyldi enginn halda, að það hafi verið takmarkalaust. Þegar um val ektamakans var að ræða, höfðu þeir til dæmis ekki l(kt þv( eins frjálsar hendur og við. Á Vesturlöndum er víðast látið óátalið, þótt allnáskylt frændfólk giftist, en á flestum Suðurhafs- eyjanna voru hjónabönd milli fjórmenninga harðlega bönnuð og á einstaka eyjum giltu enn strangari reglur um þessi efni. Á þessari reglu sem öðrum voru þó auðvitað undantekningar, og var sú helzta varðandi kvonföng höfðingja og aðalsmanna. Pólýnesar höfðu nefnilega, svo sem áður er vikið að, ofstækisfulla trú á hreinleika blóðsins, næstum eins og Foringinn og hans fólk. Þessi trú, sem var nátengd ættardrambi, var sterkust á Havaí, þar sem tignasta fólkið varð helzt að ganga ( hjónaband með systrum sínum og bræðrum. Er þetta hliðstætt því, sem þekkist hjá faraóum Egypta forðum tíð. í samræmi við þetta voru hjónabönd milli höfðingja og alþýðu álitin nánast glæpsam- leg. Til þess að ekki slaknaði á þessum um aga var talið nauðsynlegt, að foreldr- ar réðu öllu eða mestu um hjónaband barna sinna. Hjá lægri stéttunum var frjálsræðið meira, enda var blóð þeirra óhreint hvort eð var. Þar voru unglingarnir að mestu ein- ráðir um makaval, en formlegt samþykki foreldranna var þó nauðsynlegt til að löggilda hjónabandið. [ sambandi við bónorð voru margskonar venjur í gildi. Þar eð Pólýnesar voru menn með afbrigðum félagslyndir, var það algengt, að nokkrir ungir menn ( giftingarhugleiðingum tækju sig saman og færu í heimsókn til einhverrar rómaðr- ar heimasætu og gerðu hosur s(nar grænar fyrir henni með öllum mögulegum ráðum. Þegar stúlkan valdi svo einhvern úr hópnum, óskuðu hinir honum hjartan- lega til hamingju með sigurinn eins og ( hverri annarri íþróttakeppni. Síðan héldu hinir sigruðu förinni áfram heim til næstu heimasætu, og þar var leikur- inn endurtekinn. Þar eð Pólýnesar þekktu ekkert til hugmyndar okkar um „hina einu réttu", tóku þeir sér hryggbrot yfirleitt ekki nærri. Giftingarathöfnin var víðast hvar mjög einföld, hjá almúganum víðast alls engin, og hjá aðli margra eyja aðeins fólgin í því, að foreldrar brúðhjónanna skiptust á gjöfum. Á Tahiti og Nýja Sjáland voru þó einnig hafðar um hönd blessanir og bænir í trúarlegum anda. Brúðkaupsveizlurnar voru hinsvegar þeim mun íburðarmeiri, stóðu oftlega í viku eða hálfan mánuð, allt eftir efnum og ástæðum. Á Markgreifaeyjum, þar sem íbúarnir virðast hafa verið dálítið veikir fyrir ýmiskonar öfgum, voru alláhrifamiklir brúðkaupssiðir um hönd hafðir. Við hverja brúðkaupsveizlu fór þar fram sérstakt kynferðislegt ritúal, sem virðist hafa átt að tákna skilnaðinn við hið áhyggujlausa líf æskuáranna. Þegar veizlan var á enda „hópuðust allir viðstaddir karlmenn saman eftir gefnu merki brúðgum- ans. Dansandi og syngjandi, stilltu þeir sér upp f biðröð og féllu hver af VIKAN 1. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.