Vikan

Tölublað

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 11

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 11
harla takmörkuS. Arfur og gjafir, sem þeim berast, verða annað tveggja hjú- skapareign eða séreign, eftir þvi sem á stendur, og að þvi er slík verð- mæti varðar, kemur til- högun laganna frá 1923 að góðu haldi. Aftur á móti sér vinnuframlaga þeirra, sem konan innir af hendi á heimili, ekki áþreifan- legan stað að þvi er varð- ar hjúskapareign hennar. Þótt kona hafi unnið baki brotnu á heimili sínu um 40 ára skeið, getur vel svo verið, að hún eiigi enga hjúskapareign, nema þá helzt fötin og aðra per- sónulega muni.“ — Er þá jafnrétti milli hjóna aðeins til í hugum manna? — Jafnrétti getur átt sér stað, ef þau eru barnlaus, vinna bæði fyrir sömu launum, eiga jafnmiklar eignir og vinna þá auð- vitað jafnt við heimilis- haldið. En eins og það er nú, finnst mörgum vera meira en nóg handa kon- um, sem gera ekkert gagn i þjóðfélaginu — eru bara lieima. Að visu er ætlazt til þess, að eiginmaðurinn sé svo góður við konuna sína, að hún geti haldið heimilið „svo sem samir hag þeirra,“ eins og það er orðað. Húsmóðirin á rétt á að fá sér hæfilega peninga til matarkaupa og annars heimilishalds, og til sérþarfa sinna, svo sem fyrir fötum og því- umlíku. En það er eins og peningar til sérþarfa hennar. Þetta kemur í Ijós, þegar talað er um, að það verði liennar eign, ef hún þarf ekki að eyða öllum heimilis- og sér þarfapeningum. Mikilsvirt- ur lögfræðingur sagði ekki alls fyrir löngu að ef konan gæti blandað smjörið með smjörlíki, án þess að maðurinn hennar kæmist að því, gæti hún stungið mismun- inum í vasann. — Ætli það sé þessu á- kvæði að kenna, að lang- mestur liluti þeirra, sem uppvisir verða að stuldi úr kjörbúðum, eru konur? — Það er sennilegt, þvi yfirleitt hafa konur ekki verið taldar jafn þjófgefnar og karlmenn, að minnsta kosti ekki á yngri árum. En ég get sagt þér dæmi um konu, sem mjaltaði svona af hús- haldspeningunum, til þess að geta gefið manni sín- um myndarlega afmælis- gjöf á meiriliáttar afmæli. Hún hafði enga möguleika á að afla sér peninga ut- an heimilis, en mundi þá eftir því, hvernig mamma hennar var vön að klipa af smjörskökunum, safna þvi saman og senda með vinnumanninum í kaup- staðinn, og fá fyrir það kaffi og annað það, sem bóndi hennar var naumur á. Önnur á að hafa tekið heilan lambsskrokk. Hún byrjaði ári fyrir stóra af- mælið og gat þannig náð saman upphæð, sem nægði fyrir gjöfinni. En maður- inn gleymdi víst að þakka fyrir sig, en spurði, hvern- ig hún hefði átt fyrir þessu. Hún sagði sem var. — Nú, þá hef ég látið þig hafa of mikið til heim- ilishaldsins, sagði maður- inn, og eftir það var mun mínna lagt til heimilis- ins. — Á ég að skilja þetta svo, að húsmæðurnar fái oftast naumt skammtað í húshaldið og til sérþarfa? — Náttúrlega er sann- leikurinn sá, að viða er svo lítið um peninga, að það er ekki hægt að láta eins mikið af hendi og þyrfti og vilji er til. En annars staðar eru til rneira en nógir peningar, og ein- hvers staðar stendur það i lögunum að lijónum sé skylt að segja hvort öðru til um fjárhag sinn. Á því verður samt iðulega mis- brestur, og duga ekki einu sinni ákvæðin i skatta- lögunum um það, að bæði hjónin undirskrifi skatta- framtal. Nýlega frétti ég til dæmis um konu, sem bað vinkonu sína að hjálpa sér til að komast að því, hvað eiginmaður hennar hefði í tekjur, svo liún vissi, hvað henni væri ó- hætt. — Nú veit ég, að það er víða svo, að eiginmað- urinn kemur með allt kaupið til eiginkonunnar og lætur hana annast fjár- málastjórnina. — Já, það er nokkuð algengt, en strangt tekið er hann þá allt of góður. Eða kannski að hann vilji losna við áhyggjurn- ar og erfiðið af þvi að láta tekjurnar endast -—• eða að konan sé of heimtu- frek. En ég er alls ekki að segja það, að konan eigi að hafa allan rétt- inn. Eins og meginreglan við dauðsfall eða hjóna- skilnað er helmingaskipti — sem sagt jafnt skipt — ættu jöfn yfirráð yfir tekj- um og „sameignum“ að vera meginreglan, meðan hjúskapur varir. Afbrigði frá jafnvægisreglu mætti gera með samningum. Einkum gæti verið þörf á því, þegar um atvinnu- rekstur er að ræða. Einn- ig væri nauðsynlegt að hafa ákvæði í sambandi við mismunandi eignir lijóna við stofnun hjú- skapar. Jafnskiptareglan við skilnað er stundum ó- sanngjörn eftir skamm- vinnt hjónaband, þar sem annað hjóna kom með miklar eignir í búið, en hitt lítið eða ekkert. Kaup- málagerð þarf þá alls ekki að verða viðkvæmt mól eða tortryggnisvottur gagn- vart væntanlegum maka. — Eftir því, hafa hjón, sem ganga bæði eignalaus i hjónaband, ekkert með kaupmála að gera. — Þá þarf vitaskuld enga samninga. Þvi venju- lega lifa hjón samkvæmt ákvæðum laganna um „að hjálpast að þvi að fram- færa fjölskylduna með fjárframlögum, vinnu á heimilinu og á |annan liátt.“ Það er ekkert sann- gjarnara, en að þau eigi allt og ráði öllu sameigin- lega, eins meðan lijúskap- ur varir og þegar honum lýkur. Aðstöðumunur hjón- anna er oftast svo mikill, að öðru visi er ekki liægt að leysa misréttið, sem nú gildir í hjúskaparlögunum. En svo virðist, sem margir lögfræðingar séu á móti jafnrétti milli hjóna. Og það eru róttækar kven- réttindakonur lika. Þær telja heimavinnandi kon- ur ekki eiga neinn rétt á við eiginmenn þeirra. Þær segja: — Hún gifti sig til að láta framfæra sig og svo framvegis. Ég ætla elcki að fjölyrða um sjón- armið þeirra róttæku á Norður- löndum, í þessu máli. Þær eru meira að segja farnar að amast við eftirlaunum til ekkna op- inberra starfsmanna. En það er kannski af því, að gagnkvæm makalifeyrisréttindi hafa ekki fengizt þar, eins og hér á landi. Þær miða eingöngu við það, að konan vinni úti og sé i jafn- góðri aðstöðu og eiginmaður- inn. — Hvað verður þá um heim- ilið, ef konan vinnur alltaf úti til jafns við manninn? —- Jó, ég spyr líka. Eva Mo- berg hugsar sér, að i framtíð- inni verði ahnennur vinnudagur aðeins fjórar stundir, og þá geti hjónin hjálpazt að við að sinna börnum og heimilisverkum. En ég er hrædd um, að það eigi langt i land, að minnsta kosti hér, þar sem vinnudagurinn lengist fremur en hitt, þótt annað sé látið í veðri vaka. Mér finnst gallinn við þær róttæku vera sá, að þær eru of mikið í framtiðinni. Þær hugsa aðeins um það, sem einhverntima get- ur orðið, en kæra sig ekki um að leysa málin í samræmi við aðstöðu nútímakvenna. Þær virðast hvorki þekkja sveitakon- ur eða konur sjómanna. Þær hugsa um ungu menntakonurnar, og það er gott út af fyrir sig. Þær telja þær ekki nógu sjálfs- elskar til að komast áfram. En ég hef ekki heyrt eða séð þær minnast á, að ömmurnar þyrftu að sýna af sér sjálfselsku, þótt nú sé víða svo komið, að þeim er ætlað að ala upp tvær kyn- slóðir og jafnvel þrjár. Svo seg- ir Eva Moberg, að menntakon- urnar kvarti yfir því, að jafn- réttið, sem þær nutu sem börn, skólanemendur og einhleypar konur í starfi, hætti með hjóna- bandinu. Þá sé það eiginmaður- inn einn, sem geti notið mennt- unnar sinnar að fullu. Hvað mega hinar segja, sem litla menntun hafa hlotið og eiga þarafleiðandi ekki möguleika á svipuðum störfum og menn þeirra? Menntakonurnar hafa þó með menntun sinni skilyrði til að komast i jafn góða stöðu og eiginmennirnir og stundum betri. En ríkjandi venjur um heimilishald valda því, að ým- ist verða konurnar að hætta störfum utan heimilis eða liafa dýra heimilishjálp — ef hún er þá fáanleg — eða leggja á sig að sinna livoru tveggja — vinnu heima og heiman. Konur eru ekki sammála um, hvernig þessi Framhald ó bls. 43. Eins og megin- reglan við dauðsfall eða hjónaskilnað er helmingaskipti — sem sagt jafnt skipt — ættu jöfn yfirráð yfir tekjum og „sameignum“ að vera megin- reglan meðan hjúskapur varir. VIKAN 1. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.