Vikan

Tölublað

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 21

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 21
Kannske staðið við gluggann í Val- höll? Bond fannst hann heyra háan, hressilegan hláturinn bergmála um salina, þar sem kempurnar fornu áttu að sameinast. Að minnsta kosti lá Kerim ekki óbættur hjá garði lengur. Nash horfði á hann: — Já, ég hugsa að það hafi verið gasið, sagði hann áhugalaus. Lítilli bjöllu var hringt niðri f ganginum og hljóðið nálgaðist. — Deuxiéme Service. Deuxiéme Ser- vice. Prenez vos places, S'il vous plait. Bond leit á Tatiönu. Hún var föl. í augum hennar var bón um að vera hlíft við meira af þessum klunna- lega, kulturnylausa manni. Bond sagði: — Hvað um mat? Hún stóð upp undir eins. — Hvað um þig, Nash? Captain Nash var þegar risinn á fætur. — Búinn að borða, þakka þér fyrir, gamli minn, en mig langar til að svipast um í lestinni. Er lest- arvörðurinn — þú veizt? Hann hreyfði hendurnar eins og hann væri að telja peninga. — O, já, hann er samvinnuþýð- ur, sagði Bond. Hann teygði sig upp og tók niður leðurtöskuna. Svo opn- aði hann dyrnar fyrir Nash. — Sjá- umst á eftir. Captein Nash gekk fram á gang- inn. Hann sagði: — Já, ætli það ekki, gamli minn. Svo beygði hann til vinstri og skálmaði niður eftir ganginum með hendurnar ( buxna- vösunum og Ijósið glitraði á gulln- um lokkunum í hnakka hans. Bond fylgdi Tatiönu fram eftir lestinnni. Klefarnir voru fullir af ferðalöngum á leiðinni heim. Þriðja farrýmisfólkið sat á farangri sín- um, malandi og étandi appelsínur og brauðsneiðar með salamípylsu. Mennirnir virtu Tatiönu vandlega fyrir sér um leið.og hún tróðst fram- hjá þeim. Konurnar horfðu viður- kenningaraugum á Bond og veltu því fyrir sér hvernig það væri að njóta ástar hans. í veitingasalnum pantaði Bond Americanos og flösku af Chianti Broglio. Tatiana varð glaðlegri á svip. — Einkennilegur maður, sagði Bond. — En ég er glaður yfir því að hann skuli vera kominn. Þá get ég kannske fengið að sofa svolítið. Eg býst við, að ég sofi í heila viku, þegar ég kem heim. — Mér lízt ekki á hann, sagði stúlkan. — Hann er ekki kulturny. Eg treysti ekki augum hans. Bond hló: — Það er engin nógu kulturny fyrir þig. — Þekkturðu hann áður? — Nei, en hann er við sama fyrirtæki og ég. — Hvað segirðu að hann heiti? — Nash, Norman Nash. Hún stafaði það: — Nash, svona? — Já. Það var óvissa í augum stúlk- unnar: — Eg býst við að þú vitir hvað það þýðir á rússnesku. Nash þýðir „okkar". I okkar leyniþjón- ustu er maður „Nash", þegar hann er einn af „okkar" mönnum. Hann er svoi, þegar hann er einn af „þeirra" — þegar hann er af hópi óvinanna. Og þessi maður kallar sig Nash. Það er óskemmtilegt. Bond hló. — Ja, hérna, Tania. Þú finnur ýmsar ástæður til þess að láta þér mislíka við fólk. Nash er mjög al- gengt nafn. Þetta er sauðmeinlaus náungi og hann er áreiðanlega nógu hraustur til að standa í því stykki, sem við ætlum honum. Tatiana gretti sig. Svo héldu þau áfram að borða. Þau fengu taglia- telli verdi og síðan vínið. — O, þetta er svo gott, sagði hún. — Síðan ég kom frá Rússlandi er ég ekkert nema maginn. Augu hennar stækkuðu: — Þú ætlar ekki að fita mig of mikið, James? Þú ætlar ekki að gera mig svo feita að ég verði gagnslaus í bólinu? Þú verður að fara gætilega, svo ég éti ekki allan liðlangan dag- inn og sofi svo á nóttunni. Viltu berja mig, ef ég ét of mikið? — Auðvitað skal ég berja þig. Tatiana fitjaði upp á trýnið, hann fann mjúk atlot ökkla hennar und- ir borðinu. Stór augun horfðu fast á hann. Hún varð lokkandi á svip- inn: — Borgaðu, sagði hún. — Ég er syfjuð. Lestin var að koma inn í Maestre. Stór flutningagondóll, fullur af grænmeti, var á hægri leið niður eftir síkinu og inn í borgina. — Við komum inn í Feneyjar, eft- ir svo sem mínútu, mótmælti Bond. — Viltu ekki sjá Feneyjar? — Það verður aðeins önnur stöð. Ég get einhverntíma seinna séð Feneyjar. Nú vil ég að þú elskir mig. Gerðu það, James. Hún hall- aði sér áfram og lagðl hönd sína yfir hans. — Gefðu mér það sem ég bið um. Það er svo lítill tími. Svo var ekkert nema litla her- bergið aftur og lyktin af hafinu, sem kom inn um hálfopna glugg- ana og gluggatjaldið, sem flökti fyrir vindinum. Aftur voru tvær fatahrúgur á gólfinu, tveir hvísl- andi líkamar í rúminu, fjórar leit- andi hendur. Astarhnútur hnýttist, og þegar lestin skrölti yfir á hlið- arsporið, inn á bergmálandi stöð- ina í Feneyjum, kom lokahrópið. Utan við lofttóm þessa herbergis hljómuðu bergmálandi köll og málmskellir og hratt fótatak, sem bráðlega hvarf fyrir svefninum. Padua, Vicenza og síðan glitraði sólarlagið fræga yfir Verona, í gulli og rauðu, í gegnum gluggatjöldin. Enn einu sinni heyrðist hringlið í litlu bjöllunni frammi á ganginum. Þau vöknuðu. Bond klæddi sig, fór fram á ganginn og hallaði sér upp að handriðinu. Hann horfði út á fölnandi Ijósið yfir Langbarðalandi og hugsaði um Tatiönu og framtíð- ina. Andlit Nash kom upp að hlið hans í dökku glerinu. Hann kom svo nærri Bond að olnbogar þeirra snertust. — Ég held að ég hafi séð einn af þeim rauðu, gamli minn, sagði hann lágt. Bond varð ekkert hissa. Hann hafði búizt við því, að ef þeir kæmu, myndu þeri koma í nótt. Næstum kæruleysislega sagði hann: — Hver er hann? — Ég veit ekki hvert raunveru- legt nafn hans er, en hann hefur komið til Trieste einu sinni eða tvisvar. Hann hefur eitthvað að gera varðandi Albaníu. Það getur vel verið að hann sé svæðisstjóri þar. Nú er hann á amerísku vega- bréfi, Wilbur Frank, kallar sig bankamann. Er ( númer 9 við hlið- ina á þér. Ég held að ég hafi ekki rangt fyrir mér með hann, gamli minn. Bond leit snöggt í augun í stóra, brúna andlitinu. Aftur var eins og hann sæi inn í ofn. Rauðu glær- ingarnar skinu og hurfu. — Gott að þú sást hann. Það getur orðið erfitt í nótt. Það er kannske bezt að þú verðir með okkur héðan í frá. Við megum ekki skilja stúlkuna eina eftir. — Sammála, gamli minn. Þau borðuðu. Þetta var þögul máltíð. Nash sat við hliðina á stúlk- nuni og horfði ofan í diskinn sinn. Hann hélt hnífnum eins og sjáfl- blekungi og strauk ört af honum á gafflinum. Hann var klunnaleg- ur í hreyfingum. Þegar hann var hálfbúinn að borða, teygði hann sig ( salt og rak sig ( Chiantiglas Tatiönu. Hann baðst hástöfum af- sökunar og heimtaði annað glas og fyllti það með miklum fyrir- gangi. Kaffið kom. Nú var það Tatiana, sem var klunnaleg. Hún felldi boll- ann sinn. Hún var orðin mjög föl og andardráttur hennar var ör. — Tatiana! Bond reis á fætur til hálfs. En Nash stökk á fætur og tók málin að sér. — Henni líður ekki vel, sagði hann stuttaralega. — Leyfðu mér. Hann lagði annan handlegginn utan um stúlkuna og lyfti henni upp. — Ég skal fara með hana aftur inn ( klefann. Það er bezt að þú fylg- ist með töskunni og reikningnum. Ég skal gæta hennar þangað til þú kemur. — Allt í lagi með mig, sagði Tatiana, en varir hennar hreyfðust lítið, eins og hún væri að missa meðvitund. — Hafðu ekki áhyggjur, James. Ég skal leggja mig. Hún hallaði höfðinu upp að öxl Nash. Nash hálfbar stúlkuna og hálf- studdi hana fram eftir ganginum og út úr veitingavagninum. Oþolinmóður kallaði Bond á þjón- inn. Vesalings stúlkan, hún hlaut að vera dauðþreytt. Hvers vegna hafði hann ekki hugsað um erfiðið, sem hún hafði lagt á sig? Hann bölv- aði sér fyrir sjálfselskuna. Guði sé lof, að Nash var þarna. Hann var kannske ekki svo vitlaus, þegar allt kom til alls. Hann borgaði reikn- inginn og tók þungu töskuna og flýtti sér eins og hann gat aftur eftir mannmargri lestinni. Hann bankaði mjúklega á núm- er 7. Nash opnaði og kom fram fyrir með fingur á vörum. Hann lokaði hurðinni á eftir sér. — Það leið yfir hana, sagði hann. — Það er allt í lagi með hana núna. Það var búið að búa um. Hún er sofn- uð í efri kojunni. Ég er hræddur um, að þetta hafi verið einum of mikið fyrir hana, gamli minn. Bond kinkaði stuttaralega kolli. Hann fór inn í klefann. Föl hönd hékk niður undan pelsinum. Bond steig upp í neðri kojuna og lagði höndina blíðlega undir kápuna. Höndin var mjög köld, það heyrð- ist ekkert f stúlkunni. Hann steig h’ægt niður. Bezt að lofa henni að sof<j. Hann fór fram í ganginn. Nash leit á hann með tómum aug- um. — Jæja, ég held það sé bezt að við förum að búa okkur undir nóttina. Ég er með bók með mér. Hann hélt henni upp. — Stríð og friður. Ég hef árum saman ætlað mér að pæla ( gegunm hana. Þú skalt sofna fyrst, gamli minn. Þú virðist töluvert þreyttur. Ég skal vekja þig, þegar ég get ekki hald- ið augunum opnum lengur. Hann hnykkti höfðinu ( áttina að dyrum nr. n(u. — Hefur ekki sýnt sig enn- þá, hann þagnaði. — Meðal ann- arra orða, ertu með byssu, gamli minn? — Já. Ert þú ekki með byssu? Nash varð vandræðalegur á svip- inn. — Ég er hræddur um ekki. Ég á Luger heima, en hún er of fyrir- ferðarmikil fyrir svona vinnu. — Jæja, sagði Bond hikandi. — Það er bezt þú fáir mína. Komdu inn. Þeir fóru inn og Bond lokaði dyr- unum. Hann tók Berettuna og rétti honum. — Átta skot, sagði hann Framhald á bls. 46. VIKAN 1. tbL 2^

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.