Vikan

Tölublað

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 17

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 17
Heimilislíf í Napolí fer að verulegu leyti fram á götunni. Hér er húsmóðir með börnin sín fyrir utan íbúð sína og þvotturinn er á mörgum hæðum fyrir ofan. einn miður geðslegan eiginleika: Glæpahneigð. Enda þótt Mafían sé upprunnin á Sikiley, eru aðal- stöðvar hennar í Napoli. En þar sem fátæktin ríkir, verður af- raksturinn rýr fyrir fjárkúgara og eiturlyfjasala. Þess vegna fluttust þeir í hrönnum til Banda- ríkjanna þar sem markaðurinn var við hæfi fullhuga og gnótt um dollara. Enda bera allir helztu glæpamenn Bandaríkjanna ítölsk nöfn. Foringi Mafíunnar var lengi vel Lucky nokkur Luciano. Hann bjó í Bandaríkjunum og vegna þess hve bandarísk lög eru hliðholl og hagstæð gangsterum, þá lifði Luciano eins og kvik- myndaframleiðandi frá Holly- wood, enda þótt öll þjóðin vissi, að hann stjórnaði heilu veldi gangstera. Svo gátu þeir um síð- ir klínt á hann smávægilegri skattsvikaákæru og það var not- að sem átylla til að vísa honum úr landi og heim til föðurhús- anna. Þá fluttist Luciano til Napoli og hélt áfram að stjórna Mafíunni sinni þaðan. Nú er Luciano dauður, en eftir- menn hans halda áfram í hafnar- hverfum Napoli þeirri starfsemi, sem ekki þolir dagsbirtuna: Að taka á móti smygluðum eiturlyfj- um frá Austurlöndum og koma þeim áleiðis á Bandaríkjamarkað- inn. f hverfunum upp af höfninni er svið atburðanna í Napoli og nóttin er tími þeirra. Þar er svartamarkaðsverzlunin, smygl- ið, næturskemmtistaðir og vænd- ishús. Eitthvað verður að gera til skemmtunar þeim aragrúa sjómanna úr velflestum heims- hornum, sem viðkomu hafa í Napoli. Það er eins og að líkum lætur, að þeir skilja eftir sig einn og einn króa og þess vegna er mannfólkið bland- að og laust við séreinkenni önnur en áhyggjuleysið. En Napoli er um leið borg upp- flosnaðra einstaklinga, lausa- göngulýðs og munaðarleysingja, sem læra að bjarga sér á eigin spýtur ótrúlega fljótt. Svo er fyr- ir að þakka blíðviðrinu árið um kring, að menn komast af með lélegan fatnað og lélegur skúti er miklu betri en úti og dugar oftast prýðilega. Þessir sextíu þúsund lazzarónar, sem Tómas talar um 1832, eru samskonar fólk og nú er kallað Skúgnissar (Scugnizzi). Það er fjölmenn stétt í Napoli. Þar í er hverskonar utangarðsfólk í þjóðfélaginu, en flest heimilisleysingjar, sem aldir eru upp frá blautu barnsbeini við það að bjarga sér sjálfir með óvönduðum meðulum í hafnar- hverfunum. Skúgnissarnir hafa smyglið á sinni könnu; þeir vakka eins og hræfuglar yfir sjó- mönnum ,sem verða ofurölvi, þeir rota og ræna efnaða ferða- menn, einkum Ameríkana og þeir eru í sendiferðum fyrir stóru gangsterana. Aðstæðumar hafa skapað þessa menn, en þeir eru þjóðfélagsvandamál, sem ítalir hafa áhyggjur af. Þegar dimmir, þá koma þeir á kreik fram úr þeim skúmaskot- um, sem þeir hafa sofið í um daginn. Sumir strákarnir virðast varla vera meir en sjö eða átta ára, en þeir eru þegar farnir að reykja og eru á svipinn naumast líkir börnum; þeir eru að sumu leyti fullorðnir fyrir aldur fram, ótamin villidýr, sem aldrei hafa komizt í kynni við lestur eða skrift og munu ekki gera það. Margir eru synir vændiskvenna og þekkja ekki annan heim en hafnarhverfin. Dimmur hljómur í kirkju- klukku gefur til kynna, að klukk- an sé sjö að kvöldi. Á Via Roma og stóru götunum ofan við hafn- arhverfin er fólksfjöldinn enn á þönum; þar er talið til hinna sjálfsögðu hluta að gæta sín á vasaþjófum. Litlu Skúgnissarnir gætu verið byrjaðir kvöldstarfið. Á stóra torginu vestan við Reale- höllina bíður fólkið eftir strætis- vögnunum; þar er mannmargt eins og á útiskemmtun. En marg- ir eru tötralega klæddir, ekki sízt börnin. Þau eru auk þess út- kámuð og hafa varla oft komizt í kynni við sápu og vatn. And- varinn feykir dagblöðum og um- búðapappír svo hann vefst fyrir fætur manna, en hvarvetna er ávaxtabörkur og annað rusl. Yfir- leitt eru ítalskar borgir mjög hreinlegar, en Napoli sker sig úr. Ut frá aðalgötunum liggja líkt og örmjóir gangar, en þegar bet- ur er að gáð, þá kemur í ljós að þetta eru götur, íbúðarhverfi. Þessar götur eru flestar svo sem þrír metrar á breidd og liggja langt upp í brattar hæðirnar. Samt er oftast ómögulegt að sjá hversu langt þær ná fyrir þá sök, að þvottasnúrur eru strengd- ar yfir götuna og það sýnist alltaf vera þvottadagur hjá þeim í Napoli. Þar hangir jafnvel ítalski fáninn til þerris innan um nær- brækur, sængurver og marglita léreftskjóla. Stingur þetta tals- vert í stúf, við þann sóðaskap, sem hvarvetna mætir manni á götunum. Gatan er þarna raunar miklu meira en þurrkhjallur og sam- Framhald á bls. 33. VIKAN 1. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.