Vikan

Tölublað

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 2

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 2
I FULLRI ULVORU Hrein frísk heilbrigö húð það skiptir ekki máli, hvernig húð þór hafiðí Það er engin húð eins. En Nivea hæfir sérhverri húð. Því Nivea-creme eða hin nýja Nivea-milk gefur húðinni allt sem hún þarfnast: Fitu, raka og hið húðskylda Euzerit. Og þess vegna getur húð yðar notið þeirra efna úr Nivea sem hun þarfnast helzt. Hún getur sjálf ákveðið það magn, sem hun þarfnast af fitu og raka. Þetta er allur leyndardómurinn við ferska, heilbrigða og Nivea-snyrta húð. Aurarnir eru ureltir Eitt helzta vandamál okkar íslendinga og um leið viðfangs- mesta deiluefni á stjórnmála- sviðinu, er að sjálfsögðu ráðs- mennskan um fjármál þjóðar- innar. Hversu mjög sem það er talið óæskilegt, lieldur krónan áfram að falla. Launþegar standa fljótlega i sömu sporum eftir fengnar kjarabætur. Við þessu hafa ekki fundizt nein áhrifa- mikil meðul enn og líklegt að sama þróun haldi áfram, þótt eitthvað sé reynt að klóra í bakkann. En verðbólguþróunin er ótrúlega liröð og margir verða undrandi, þegar þeim er bent á þær staðreyndir, að fyrir fjór- um til fimm árum var allt verð- lag um það bil helmingi lægra en það er nú i dag. Hús, sem núkostareinamilljón í byggingu, lcostaði um 1960 liálfa milljón. Þá kostaði sígarettupakkinn um 15 krónur, brennivín um 100 krónur og svo mætti lengi telja. En látum það vera. Kannske það hafi verið ólijákvæmilegt, og um það látum við aðra deila. En eitt er þó staðreynd. Aurarn- ir okkar eru fyrir löngu orðnir úreltir, og gera mikið meira ó- gagn en gagn. Það ætti að taka alla smápeninga innan við lieila krónu úr umferð, strika út alla aura og miða allt við heilar krón- ur. Það er ekki nóg að þetta mundi spara óhemju fé og tima i útreikningi mistalningi, geymslu, erfiði og fé i mynt- sláttu, heldur yrði það á allan hátt hægara fyrir menn að hætta að hugsa i aurum, sem eru í raun og veru ekki til. Önnur lausn á þessu máli er kannslte einfaldari, en liún er sú, að breyta lireinlega verð- gildi „krónunnar“ — eða pen- inganna okkar og margfalda það með 10. Það mundi þýða það að 10 eyringur hefði sama verð- gildi og krónan i dag, krónan hefði sama gildi og 10 krónur, 100 krónur sama og 1000 krónur o. s. frv. Eins og nú er, sýnist ekki annað en að svipað verði ui>p á teningunum og í Þýzkalandi eftir fyrri heimsstyrjöldina, þeg- ar fólk þurfti að koma með stóra ferðatösku fulla af milljón marka seðlum til að kaupa eitt frimerki. Þau smábrot af krónunni, sem nú eru til — 1 eyrir, 5 aurar, 10 aurar o. s. frv. — hafa enga raunverulega þýðingu. Og sára- fáir eru þeir hlutir, sem kosta minna en krónu, — og ennþá færri þeir, sem þurfa að kosta króur og verðlausa aura. G.K, i 2 VIKAN 5. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.