Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 13
Wé
Si •..> '• •• . •*. IJI’f . * 5 .. & &
§P
| Œ ': ' $ 'Y, •'• y
— Mér finnst hún alls ekki passa fyrir pabba,
sagði ég.
Andartak hélt ég að við færum að rífast aftur,
en hann horfði bara hugsandi á mig og bauð
mér góða nótt með kossi.
Hann hefði eins vel getað sagt mér hvað
hann hugsaði, því að það var ekki ný bóla
fyrir mig að heyra það að ég sé þrákálfur. En ég
skal fúslega játa, að þetta með fröken Stark
war misheppnað. Á mánudagskvöldið gerðu
pabbi og Jim ekkert annað en að bæta stöðugt
í glösin sín, og sagnirnar þeirra voru brjálsæðis-
lega háar, þegar líða tók á kvöldið. Hvað frök-
en Stark viðvék, reyndi hún að ganga í augun
á pabba með því að koma sér í miúkinn hjá
mér.
Allar konurnar sem vildu giftast pabba reyndu
raunar þessa aðferð. Þær voru ýmist móðurleg-
ar, eins og eldri systir eða hjartans vinkona.
Þær voru vanar að leggia handlegginn um
axlir mínar og skotra svo augunum í áttina til
pabba, til þess að vita hvort hann tæki ekki
eftir þessari hrífandi mynd. Ég sá þetta allt,
en hann virtist aldrei taka eftir neinu.
Viku seinna bauð ég frú Driver, ekkiu sem
var raunar svolítið eldri en pabbi, en hreinn
meistari í öllu sem að húshaldi laut. Það kom
á daginn, að hún hafði aldrei eytt sínum dýr-
mæta tíma í það að læra að spila bridge, svo
að kvöldið leið þannig, að hún rakti upp peys-
una, sem ég var að prjóna, og var næstum búin
með, til þess að sýna mér hvernig ég ætti að
byrja rétt, en pabbi og Jim æfðu sig með golf-
kylfunum á stofugólfinu.
Ég hafði aldrei getað ímyndað mér að það
væri svona erfitt að koma hjónabandi á lagg-
irnar. Að lokum fór ég að ráðum Jims og
náði í frú Taylor, hina kátu ekkju. Það var erfið-
asta kvöld, sem ég hefi upplifað. Og ( hálfan
mánuð gekk pabbi um eins og örkumlamaður,
eftir að hafa reynt að dansa twist þetta kvöld.
Það var í raun og veru mikill léttir fyrir
mig að pabbi þurfti að fara til New York
í aprfl, til að vera á ráðstefnu fyrir prent-
smiðjueigendur. Jim og ég hættum alveg að
jagast, höfðum það alveg dásamlegt og hugs-
uðum eingöngu um okkar eigin framtfðaráætl-
anir.
Pabbi þurfti alltaf að hitta fjölda manns
þegar hann fór til New York, þar sem flestir við-
skiptavinir hans voru fyrirtæki og bókaforlög
þar í borg. En löngu eftir að ég var farin að
búast við honum heim, hringdi hann eitt kvöld-
ið, og sagðist ekki koma heim fyrr en eftir átta
til tíu daga.
— Hvaða hávaði og hljóðfærasláttur er þetta
í kringum þig? spurði ég.
— O, ég er bara úti að skemmta mér með
nokkrum viðskiptavinum. Þú veizt hvernig New
York-búar eru, þeir vilja gjarnan sýna okkur
vesalingunum útan af landsbyggðinni hvernig
þeir skemmta sér.
— Jæja þá, mundu bara að fara varlega
með bakið á þér.
— Bakið á mér er í bezta lagi, sagði hann.
Og áður en ég gat maldað f móinn, varð
hávaðinn af hljómsveitinni svo mikill, að ég
neyddist til að leggja -á.
— Gott var það, sagði Jim, — það hefði bara
eyðilagt fyrir honum skemmtunina, að vita að
þú ert með áhyggjur af honum.
Franiliald á bls. 30.
VIKAN 5. tbl.